Markaðir heimsins aftur orðnir talsvert óstöðugir Lars Christensen skrifar 14. september 2016 09:00 Árið 2016 hófst á verulega auknum óstöðugleika á fjármálamörkuðum heimsins en svo róuðust markaðirnir aftur í febrúar eftir að Seðlabanki Bandaríkjanna frestaði frekari stýrivaxtahækkunum. Það hefur sennilega líka stuðlað að jákvæðari viðhorfum á verðbréfamörkuðum heimsins síðan í febrúar að kínverski seðlabankinn – Alþýðubanki Kína (PBoC) – hóf í reynd að láta gengi kínverska gjaldmiðilsins, renminbi, síga hægt seinni hluta árs 2015. Þetta, ásamt því að bandaríski seðlabankinn tók upp lausbeislaðri stefnu, olli í raun rýmri peningamarkaðsskilyrðum um allan heim. Síðustu vikuna virðist ástandið hafa breyst til hins verra og þótt breytingin sé ekki dramatísk hafa verðbréfamarkaðirnir selt ódýrt og óstöðugleiki hefur aukist.Áfellist seðlabanka Bandaríkjanna og KínaHvað hefur þá gerst? Enn er það peningamálastefna og aðgerðir tveggja stærstu peningastórveldanna, seðlabanka Bandaríkjanna og Kína, sem valda áhyggjum á mörkuðum heimsins. Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Janet Yellen, hefur á síðustu vikum gefið til kynna að hún vilji enn hækka stýrivexti fyrr en seinna. Og það þrátt fyrir að þjóðhagfræðilegar tölur fyrir Bandaríkin hafi verið langt frá því að vera glæsilegar og verðbólgan sé vel undir opinberum 2% verðbólgumarkmiðum Seðlabankans. Í tilfelli Kína er sérstaklega mikilvægt að taka eftir því að Kína og Bandaríkin hafa gert samkomulag í tengslum við nýlegan G20-fund um að „hagræða“ ekki gengi gjaldmiðla sinna í samkeppnistilgangi. Þetta kann að hljóma vel en staðreyndin er sú að þetta sendir í raun þau skilaboð til markaðanna að Kína sé að binda enda á gengissigið. Þegar upp er staðið er aðeins hægt að túlka fréttaflæði síðustu tveggja vikna þannig að seðlabankar bæði Bandaríkjanna og Kína séu að snúa frá lausbeislaðri peningamálastefnu. Og nú sjáum við afleiðingarnar á mörkuðunum – dollarinn er að styrkjast, verðbréfamarkaðirnir selja, hrávöruverð fellur og almennur óstöðugleiki á fjármálamörkuðum eykst. Breytingin er enn ekki stórfelld en hún sýnir að vilji, sérstaklega Seðlabanka Bandaríkjanna, til að koma stýrivöxtum í „eðlilegt“ horf er ótímabær. Stýrivaxtahækkun núna hjá Seðlabanka Bandaríkjanna mun aðeins stigmagna óstöðugleika á mörkuðum heimsins, sem í sjálfu sér myndi hafa frekar neikvæð áhrif á bandaríska hagkerfið, sem gæti aftur neytt Seðlabankann til að snúa við vaxtahækkunum sínum. Almennt eru seðlabankastjórar um heim allan áfjáðir í að hækka stýrivexti, en hvað peningamálastefnuna varðar er þetta ótímabært og fjármálamarkaðirnir eru nú að segja þeim sem stjórna peningamálastefnunni þetta. Ég er hræddur um að þeir hlusti ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Árið 2016 hófst á verulega auknum óstöðugleika á fjármálamörkuðum heimsins en svo róuðust markaðirnir aftur í febrúar eftir að Seðlabanki Bandaríkjanna frestaði frekari stýrivaxtahækkunum. Það hefur sennilega líka stuðlað að jákvæðari viðhorfum á verðbréfamörkuðum heimsins síðan í febrúar að kínverski seðlabankinn – Alþýðubanki Kína (PBoC) – hóf í reynd að láta gengi kínverska gjaldmiðilsins, renminbi, síga hægt seinni hluta árs 2015. Þetta, ásamt því að bandaríski seðlabankinn tók upp lausbeislaðri stefnu, olli í raun rýmri peningamarkaðsskilyrðum um allan heim. Síðustu vikuna virðist ástandið hafa breyst til hins verra og þótt breytingin sé ekki dramatísk hafa verðbréfamarkaðirnir selt ódýrt og óstöðugleiki hefur aukist.Áfellist seðlabanka Bandaríkjanna og KínaHvað hefur þá gerst? Enn er það peningamálastefna og aðgerðir tveggja stærstu peningastórveldanna, seðlabanka Bandaríkjanna og Kína, sem valda áhyggjum á mörkuðum heimsins. Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Janet Yellen, hefur á síðustu vikum gefið til kynna að hún vilji enn hækka stýrivexti fyrr en seinna. Og það þrátt fyrir að þjóðhagfræðilegar tölur fyrir Bandaríkin hafi verið langt frá því að vera glæsilegar og verðbólgan sé vel undir opinberum 2% verðbólgumarkmiðum Seðlabankans. Í tilfelli Kína er sérstaklega mikilvægt að taka eftir því að Kína og Bandaríkin hafa gert samkomulag í tengslum við nýlegan G20-fund um að „hagræða“ ekki gengi gjaldmiðla sinna í samkeppnistilgangi. Þetta kann að hljóma vel en staðreyndin er sú að þetta sendir í raun þau skilaboð til markaðanna að Kína sé að binda enda á gengissigið. Þegar upp er staðið er aðeins hægt að túlka fréttaflæði síðustu tveggja vikna þannig að seðlabankar bæði Bandaríkjanna og Kína séu að snúa frá lausbeislaðri peningamálastefnu. Og nú sjáum við afleiðingarnar á mörkuðunum – dollarinn er að styrkjast, verðbréfamarkaðirnir selja, hrávöruverð fellur og almennur óstöðugleiki á fjármálamörkuðum eykst. Breytingin er enn ekki stórfelld en hún sýnir að vilji, sérstaklega Seðlabanka Bandaríkjanna, til að koma stýrivöxtum í „eðlilegt“ horf er ótímabær. Stýrivaxtahækkun núna hjá Seðlabanka Bandaríkjanna mun aðeins stigmagna óstöðugleika á mörkuðum heimsins, sem í sjálfu sér myndi hafa frekar neikvæð áhrif á bandaríska hagkerfið, sem gæti aftur neytt Seðlabankann til að snúa við vaxtahækkunum sínum. Almennt eru seðlabankastjórar um heim allan áfjáðir í að hækka stýrivexti, en hvað peningamálastefnuna varðar er þetta ótímabært og fjármálamarkaðirnir eru nú að segja þeim sem stjórna peningamálastefnunni þetta. Ég er hræddur um að þeir hlusti ekki.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun