Lækkum vexti Eva Baldursdóttir skrifar 7. september 2016 10:00 Stærsti kostnaðarliður hvers heimilis er iðulega húsnæðiskostnaður. Hjá mér er það húsnæðislánið. Þá hefur það tíðkast hér á landi að sparnaður okkar sé að mestu í fasteignum. Við sjáum líka í erlendum samanburði að vextir á neytendalánum eru hvað hæstir hér á landi. Í mörg hef ég velt fyrir mér af hverju við leggjumst ekki öll á eitt við að lækka vexti á Íslandi. Vextir eru einfaldlega verðið sem við greiðum fyrir að fá lán og með þeim reynir lánveitandi bæði að tryggja að hann fái sömu verðmæti til baka að viðbættri ávöxtun. Í umhverfi stöðugrar óvissu um raunverulegt virði peninga (verðbólgu) eru vextir því háir eða að gripið er til þess ráðs að verðtryggja lán. Á meðfylgjandi myndum sést lækkun mánaðarlegrar greiðslubyrði af tveggja prósentustiga lækkun vaxta, miðað við 25 ára lán, ásamt lækkun á heildarendurgreiðslu lánsins. Í samanburði við bestu óverðtryggða vexti í Noregi fyrir 25 ára lán munar tugum þúsunda í greiðslubyrði og tugum milljóna í heildarendurgreiðslu. Lækkun vaxta er því ein stærsta einstaka kjarabótin auk áhrifanna á fjárfestingu og verðmætasköpun í atvinnulífinu.Við þurfum peningastefnuSveiflur í því sem við getum raunverulega keypt fyrir gjaldmiðil okkar og gildi hans gagnvart öðrum gjaldmiðlum er miklar. Smæð myntsvæðisins, fábreytni útflutningsatvinnuvega, agalaus hagstjórn, aðdráttarafl hárra vaxta fyrir erlenda spekúlanta er nefnt sem rót vandans ásamt öðru. Sú staða lykilútflutningsgreina að vera bæði með tekjur sínar og uppgjör í erlendum myntum en greiða launakostnað í íslenskri krónu er líka umhugsunarverð. En fyrir heimili og þau fyrirtæki sem sitja föst í krónuhagkerfinu er óásættanlegt að borga miklu meira fyrir að fá lánað fé en í nágrannalöndunum. Öll stjórnmálaöfl eiga að sameinast um að móta peningastefnu sem lagar þetta ástand í raun, hvort sem við skipum okkur til hægri eða vinstri, til íhalds eða frjálslyndari afla. Það er ekki lengur í boði að gera ekki neitt. Við lækkum ekki vexti með handafli eða því að banna þau lánsform sem hafa gert tekjulægri fjölskyldum kleift að tryggja sér húsnæði þótt eignamyndunin sé hæg. Niðurgreiðsla vaxtakostnaðar úr ríkissjóði hefur verið bjarghringur fjölmargra heimila. Nú er ætlunin að verja séreignastefnuna í húsnæðimálum með því að veita skattfrjálsa peninga úr ríkissjóði, samanber áætlunina um fyrstu fasteign. En það blasir við að ekkert af þessu er skynsamlegur grundvöllur opinberrar stefnumörkunar til langs tíma. Fyrstu aðgerðir strax Á meðan við eigum raunverulega samræðu um peningastefnu til framtíðar getum við gripið til aðgerða strax. Ég hef bent á leiðir á borð við að banna lántökugjöld og lágmarka uppgreiðslugjöld eins og Evrópureglur leyfa. Bara þessar aðgerðir auðvelda lántakendum að endurfjármagna og færa lánsviðskipti okkar eins og önnur viðskipti t.d. eins og milli símafyrirtækja eða vátryggingarfélaga. Heilbrigðari samkeppni er líkleg til að tryggja betri kjör. Við getum ekki haldið áfram að soga fjármuni frá íslenskum fjölskyldum og heimilum, langt umfram það sem gerist í löndunum í kringum okkar, án þess að grípa til aðgerða og boða framtíðarsýn um hvernig við komumst úr þessari óviðunandi stöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Mest lesið Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Sjá meira
Stærsti kostnaðarliður hvers heimilis er iðulega húsnæðiskostnaður. Hjá mér er það húsnæðislánið. Þá hefur það tíðkast hér á landi að sparnaður okkar sé að mestu í fasteignum. Við sjáum líka í erlendum samanburði að vextir á neytendalánum eru hvað hæstir hér á landi. Í mörg hef ég velt fyrir mér af hverju við leggjumst ekki öll á eitt við að lækka vexti á Íslandi. Vextir eru einfaldlega verðið sem við greiðum fyrir að fá lán og með þeim reynir lánveitandi bæði að tryggja að hann fái sömu verðmæti til baka að viðbættri ávöxtun. Í umhverfi stöðugrar óvissu um raunverulegt virði peninga (verðbólgu) eru vextir því háir eða að gripið er til þess ráðs að verðtryggja lán. Á meðfylgjandi myndum sést lækkun mánaðarlegrar greiðslubyrði af tveggja prósentustiga lækkun vaxta, miðað við 25 ára lán, ásamt lækkun á heildarendurgreiðslu lánsins. Í samanburði við bestu óverðtryggða vexti í Noregi fyrir 25 ára lán munar tugum þúsunda í greiðslubyrði og tugum milljóna í heildarendurgreiðslu. Lækkun vaxta er því ein stærsta einstaka kjarabótin auk áhrifanna á fjárfestingu og verðmætasköpun í atvinnulífinu.Við þurfum peningastefnuSveiflur í því sem við getum raunverulega keypt fyrir gjaldmiðil okkar og gildi hans gagnvart öðrum gjaldmiðlum er miklar. Smæð myntsvæðisins, fábreytni útflutningsatvinnuvega, agalaus hagstjórn, aðdráttarafl hárra vaxta fyrir erlenda spekúlanta er nefnt sem rót vandans ásamt öðru. Sú staða lykilútflutningsgreina að vera bæði með tekjur sínar og uppgjör í erlendum myntum en greiða launakostnað í íslenskri krónu er líka umhugsunarverð. En fyrir heimili og þau fyrirtæki sem sitja föst í krónuhagkerfinu er óásættanlegt að borga miklu meira fyrir að fá lánað fé en í nágrannalöndunum. Öll stjórnmálaöfl eiga að sameinast um að móta peningastefnu sem lagar þetta ástand í raun, hvort sem við skipum okkur til hægri eða vinstri, til íhalds eða frjálslyndari afla. Það er ekki lengur í boði að gera ekki neitt. Við lækkum ekki vexti með handafli eða því að banna þau lánsform sem hafa gert tekjulægri fjölskyldum kleift að tryggja sér húsnæði þótt eignamyndunin sé hæg. Niðurgreiðsla vaxtakostnaðar úr ríkissjóði hefur verið bjarghringur fjölmargra heimila. Nú er ætlunin að verja séreignastefnuna í húsnæðimálum með því að veita skattfrjálsa peninga úr ríkissjóði, samanber áætlunina um fyrstu fasteign. En það blasir við að ekkert af þessu er skynsamlegur grundvöllur opinberrar stefnumörkunar til langs tíma. Fyrstu aðgerðir strax Á meðan við eigum raunverulega samræðu um peningastefnu til framtíðar getum við gripið til aðgerða strax. Ég hef bent á leiðir á borð við að banna lántökugjöld og lágmarka uppgreiðslugjöld eins og Evrópureglur leyfa. Bara þessar aðgerðir auðvelda lántakendum að endurfjármagna og færa lánsviðskipti okkar eins og önnur viðskipti t.d. eins og milli símafyrirtækja eða vátryggingarfélaga. Heilbrigðari samkeppni er líkleg til að tryggja betri kjör. Við getum ekki haldið áfram að soga fjármuni frá íslenskum fjölskyldum og heimilum, langt umfram það sem gerist í löndunum í kringum okkar, án þess að grípa til aðgerða og boða framtíðarsýn um hvernig við komumst úr þessari óviðunandi stöðu.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar