Hvers vegna Píratar? Heimir Örn Hólmarsson skrifar 9. september 2016 09:46 Ég var búinn að gefa upp drauminn minn á því að taka þátt í stjórnmálaflokkum fyrir nokkrum árum síðan. Ég hef tekið þátt í starfi stjórnmálaflokka, mismikið þó, en ég hef fengið að upplifa stemninguna innan þeirra. Upplifun mín af þessum flokkum var alltaf svipuð en hún einkenndist af valdabaráttu, óheilindum og græðgi. Birtingarmynd þessara þátta var reyndar ekki sú sama innan flokkanna en ég upplifði samt sem áður að þessi gildi voru viðhöfð innan allra þessara flokka. Einnig hefur maður orðið var við svipað mynstur af stjórnmálum í gegnum fjölmiðla. Þess vegna hafði ég ekki áhuga á að fara aftur inn í stjórnmálaflokk og taka þátt í flokksstarfi. Þrátt fyrir það lét ég undan þegar mágur minn fékk mig til að mæta á fund Pírata í vor. Þarna var fólk sem kom alls staðar að úr þjóðfélaginu og var að tala um málefni sem ég hef haft mikinn áhuga á í gegnum tíðina og mér leið virkilega vel. Eftir fundinn langaði mig í meira og ég fór að sækja fleiri fundi. Ég skildi ekki af hverju mér leið svona miklu betur innan Pírata en annarra flokka. Þegar ég var búinn að sækja all marga fundi fór ég að gera mér grein fyrir af hverju mér leið svona vel. Það voru ekki endilega málefnin sem var megin ástæðan fyrir vellíðan minni, heldur var það vegna þess að það var í raun velkomið að halda uppi rökræðum um ýmis málefni, það var enginn að sækjast eftir persónulegum frama, það vildu allir hjálpast að við að gera samfélag okkar betra fyrir alla, samhugurinn var mikill og síðast en ekki síst fann ég ekki fyrir óþægindunum sem ég hafði upplifað áður. Valdabaráttan, óheilindin og græðgin voru ekki til staðar. Píratar eru fólk, venjulegt og öflugt fólk, sem vill betra samfélag fyrir alla. Þau samfélagsmál sem mig langar að tala fyrir get ég gert innan Pírata. Allir geta tekið þátt í að marka stefnu Pírata svo framarlega sem þau mál samrýmast grunngildum Pírata. Píratar eru að vinna sína vinnu að heilindum og af hugsjón. Helgi Hrafn er skýrasta dæmið um þetta. Hann ætlar að stíga til hliðar til að leyfa öðrum að komast að á þingi og hann ætlar að koma inn í grasrótina til að styrkja hana, því þar gerast hlutirnir innan Pírata. Fólkið fær að ráða og þar stjórna engir sérhagsmunahópar flokknum. Píratar hafa alla burði til að breyta stjórnmálum á Íslandi enda mikil þörf á. Leyfum almennum þjóðfélagsþegnum sem hafa ekki verið aldir upp af stjórnmálaflokkum að komast á þing og starfa fyrir fólkið í landinu. Alþingismenn eru starfsmenn alþýðunnar og Píratar gera sér fyllilega grein fyrir því. Kjósum því talsmenn bætts lýðræðis og betra samfélags fyrir alla. Kjósum Pírata í komandi kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var búinn að gefa upp drauminn minn á því að taka þátt í stjórnmálaflokkum fyrir nokkrum árum síðan. Ég hef tekið þátt í starfi stjórnmálaflokka, mismikið þó, en ég hef fengið að upplifa stemninguna innan þeirra. Upplifun mín af þessum flokkum var alltaf svipuð en hún einkenndist af valdabaráttu, óheilindum og græðgi. Birtingarmynd þessara þátta var reyndar ekki sú sama innan flokkanna en ég upplifði samt sem áður að þessi gildi voru viðhöfð innan allra þessara flokka. Einnig hefur maður orðið var við svipað mynstur af stjórnmálum í gegnum fjölmiðla. Þess vegna hafði ég ekki áhuga á að fara aftur inn í stjórnmálaflokk og taka þátt í flokksstarfi. Þrátt fyrir það lét ég undan þegar mágur minn fékk mig til að mæta á fund Pírata í vor. Þarna var fólk sem kom alls staðar að úr þjóðfélaginu og var að tala um málefni sem ég hef haft mikinn áhuga á í gegnum tíðina og mér leið virkilega vel. Eftir fundinn langaði mig í meira og ég fór að sækja fleiri fundi. Ég skildi ekki af hverju mér leið svona miklu betur innan Pírata en annarra flokka. Þegar ég var búinn að sækja all marga fundi fór ég að gera mér grein fyrir af hverju mér leið svona vel. Það voru ekki endilega málefnin sem var megin ástæðan fyrir vellíðan minni, heldur var það vegna þess að það var í raun velkomið að halda uppi rökræðum um ýmis málefni, það var enginn að sækjast eftir persónulegum frama, það vildu allir hjálpast að við að gera samfélag okkar betra fyrir alla, samhugurinn var mikill og síðast en ekki síst fann ég ekki fyrir óþægindunum sem ég hafði upplifað áður. Valdabaráttan, óheilindin og græðgin voru ekki til staðar. Píratar eru fólk, venjulegt og öflugt fólk, sem vill betra samfélag fyrir alla. Þau samfélagsmál sem mig langar að tala fyrir get ég gert innan Pírata. Allir geta tekið þátt í að marka stefnu Pírata svo framarlega sem þau mál samrýmast grunngildum Pírata. Píratar eru að vinna sína vinnu að heilindum og af hugsjón. Helgi Hrafn er skýrasta dæmið um þetta. Hann ætlar að stíga til hliðar til að leyfa öðrum að komast að á þingi og hann ætlar að koma inn í grasrótina til að styrkja hana, því þar gerast hlutirnir innan Pírata. Fólkið fær að ráða og þar stjórna engir sérhagsmunahópar flokknum. Píratar hafa alla burði til að breyta stjórnmálum á Íslandi enda mikil þörf á. Leyfum almennum þjóðfélagsþegnum sem hafa ekki verið aldir upp af stjórnmálaflokkum að komast á þing og starfa fyrir fólkið í landinu. Alþingismenn eru starfsmenn alþýðunnar og Píratar gera sér fyllilega grein fyrir því. Kjósum því talsmenn bætts lýðræðis og betra samfélags fyrir alla. Kjósum Pírata í komandi kosningum.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun