Um meintar rangfærslur Baldur Thorlacius og Páll Harðarson skrifar 29. ágúst 2016 07:00 Í Fréttablaðinu 25. ágúst sl. birtist grein eftir Helga Sigurðsson (Rangfærslur), þar sem hann brást við grein eftir undirritaða sem birt var deginum áður í sama miðli. Umtalsefnið var dómur Hæstaréttar í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans og afstaða Kauphallarinnar til þeirra viðskipta sem dómurinn fjallaði um, en umbjóðandi Helga hlaut dóm í því máli. Telur Kauphöllin rétt að bregðast við athugasemdum hans. Í fyrsta lagi tekur Helgi fram að í fyrri grein okkar hafi verið fullyrt að starfsfólk Kauphallarinnar hafi aldrei haldið því fram að aðkoma bankanna að viðskiptum hafi verið mikilvæg forsenda fyrir því að hér gæti yfirleitt þrifist hlutabréfamarkaður. Þetta er fjarri sannleikanum, enda er þar einungis fjallað um „aðkomu bankanna að viðskiptum með eigin bréf“ í þessu samhengi. Aðkoma banka að hlutabréfamarkaðnum er mikilvæg hér á landi líkt og erlendis. Allt öðru máli gegnir um aðkomu þeirra að viðskiptum með eigin bréf. Þá fjallar Helgi einnig um þá niðurstöðu Hæstaréttar að fjármálafyrirtækjum, sem hafa heimild til verðbréfaviðskipta, hafi verið óheimilt að stunda viðskipti með eigin hluti á slíkum markaði í því skyni að greiða fyrir að markaðsverð skapist á þeim, nema um sé að ræða viðskipti í endurkaupaáætlun eða við verðjöfnun fjármálagerninga. Tekur hann fram að megingagnrýni hans á Kauphöllina hafi verið sú að hún hafi aldrei bent á að umrædd viðskipti hafi verið ólögleg á þessum grundvelli.Málflutningi vísað á bug Í ofangreindri niðurstöðu Hæstaréttar felst ekki að bönkunum hafi verið óheimilt að eiga viðskipti með eigin hlutabréf. Niðurstaðan fjallar um heimild bankans til þess að stunda viðskiptavakt með eigin hlutabréf, í því skyni að greiða fyrir að markaðsverð skapist á þeim og að slík viðskipti hafi bönkunum verið óheimil. Dómurinn vísar þannig á bug málflutningi verjenda um að Landsbankinn hafi verið viðskiptavaki í eigin hlutabréfum. Þeir sem hlutu dóma í ofangreindu máli voru aftur á móti ákærðir fyrir að brjóta ákvæði laga um markaðsmisnotkun. Kjarni málsins liggur í eðli viðskiptanna – og dómurinn talar sínu máli um þau þar sem Hæstiréttur segir m.a. eftirfarandi um viðskiptahætti umbjóðanda Helga: „Ekki leikur neinn vafi á að sá mikli fjöldi tilboða, sem ákærðu […], og þau umfangsmiklu viðskipti, sem þeir áttu þátt í að koma á, gáfu eða voru í það minnsta líkleg til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfa í Landsbanka Íslands hf. ranglega eða misvísandi til kynna.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Tengdar fréttir Að líta í eigin barm Í nýlegu viðtali hvatti forstjóri Kauphallar þá sem hafa verið dæmdir fyrir refsiverð brot vegna verðbréfaviðskipta að líta í eigin barm í stað þess að kenna öðrum um. Svo sannarlega er aldrei of oft lögð áhersla á að hver og einn eigi fyrst að gera kröfur til sjálfs sín áður en hann fer fram með gagnrýni á hendur öðrum. 6. júlí 2016 07:00 Litið í eigin barm Í grein sem birtist í Fréttablaðinu 6. júlí sl. (Að líta í eigin barm) gerði Helgi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður að umtalsefni gagnrýni Kauphallarinnar á viðskiptahætti á hlutabréfamarkaði í aðdraganda hrunsins. Finnst honum sem Kauphöllin gagnrýni nú viðskiptahætti sem hún áður viðurkenndi sem góða og gilda. 24. ágúst 2016 07:00 Rangfærslur Í byrjun júlí sl. skrifaði ég grein í Fréttablaðið vegna þeirrar tilhneigingar eftirlitsaðila eins og Kauphallar að láta líta út fyrir að ekkert í starfsemi þeirra hafi brugðist fyrir fall bankanna, heldur séu það bankamennirnir sem einir eigi að líta í eigin barm. Heilum 6 vikum síðar birtist einhvers konar svarbréf Kauphallarinnar 25. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 25. ágúst sl. birtist grein eftir Helga Sigurðsson (Rangfærslur), þar sem hann brást við grein eftir undirritaða sem birt var deginum áður í sama miðli. Umtalsefnið var dómur Hæstaréttar í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans og afstaða Kauphallarinnar til þeirra viðskipta sem dómurinn fjallaði um, en umbjóðandi Helga hlaut dóm í því máli. Telur Kauphöllin rétt að bregðast við athugasemdum hans. Í fyrsta lagi tekur Helgi fram að í fyrri grein okkar hafi verið fullyrt að starfsfólk Kauphallarinnar hafi aldrei haldið því fram að aðkoma bankanna að viðskiptum hafi verið mikilvæg forsenda fyrir því að hér gæti yfirleitt þrifist hlutabréfamarkaður. Þetta er fjarri sannleikanum, enda er þar einungis fjallað um „aðkomu bankanna að viðskiptum með eigin bréf“ í þessu samhengi. Aðkoma banka að hlutabréfamarkaðnum er mikilvæg hér á landi líkt og erlendis. Allt öðru máli gegnir um aðkomu þeirra að viðskiptum með eigin bréf. Þá fjallar Helgi einnig um þá niðurstöðu Hæstaréttar að fjármálafyrirtækjum, sem hafa heimild til verðbréfaviðskipta, hafi verið óheimilt að stunda viðskipti með eigin hluti á slíkum markaði í því skyni að greiða fyrir að markaðsverð skapist á þeim, nema um sé að ræða viðskipti í endurkaupaáætlun eða við verðjöfnun fjármálagerninga. Tekur hann fram að megingagnrýni hans á Kauphöllina hafi verið sú að hún hafi aldrei bent á að umrædd viðskipti hafi verið ólögleg á þessum grundvelli.Málflutningi vísað á bug Í ofangreindri niðurstöðu Hæstaréttar felst ekki að bönkunum hafi verið óheimilt að eiga viðskipti með eigin hlutabréf. Niðurstaðan fjallar um heimild bankans til þess að stunda viðskiptavakt með eigin hlutabréf, í því skyni að greiða fyrir að markaðsverð skapist á þeim og að slík viðskipti hafi bönkunum verið óheimil. Dómurinn vísar þannig á bug málflutningi verjenda um að Landsbankinn hafi verið viðskiptavaki í eigin hlutabréfum. Þeir sem hlutu dóma í ofangreindu máli voru aftur á móti ákærðir fyrir að brjóta ákvæði laga um markaðsmisnotkun. Kjarni málsins liggur í eðli viðskiptanna – og dómurinn talar sínu máli um þau þar sem Hæstiréttur segir m.a. eftirfarandi um viðskiptahætti umbjóðanda Helga: „Ekki leikur neinn vafi á að sá mikli fjöldi tilboða, sem ákærðu […], og þau umfangsmiklu viðskipti, sem þeir áttu þátt í að koma á, gáfu eða voru í það minnsta líkleg til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfa í Landsbanka Íslands hf. ranglega eða misvísandi til kynna.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Að líta í eigin barm Í nýlegu viðtali hvatti forstjóri Kauphallar þá sem hafa verið dæmdir fyrir refsiverð brot vegna verðbréfaviðskipta að líta í eigin barm í stað þess að kenna öðrum um. Svo sannarlega er aldrei of oft lögð áhersla á að hver og einn eigi fyrst að gera kröfur til sjálfs sín áður en hann fer fram með gagnrýni á hendur öðrum. 6. júlí 2016 07:00
Litið í eigin barm Í grein sem birtist í Fréttablaðinu 6. júlí sl. (Að líta í eigin barm) gerði Helgi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður að umtalsefni gagnrýni Kauphallarinnar á viðskiptahætti á hlutabréfamarkaði í aðdraganda hrunsins. Finnst honum sem Kauphöllin gagnrýni nú viðskiptahætti sem hún áður viðurkenndi sem góða og gilda. 24. ágúst 2016 07:00
Rangfærslur Í byrjun júlí sl. skrifaði ég grein í Fréttablaðið vegna þeirrar tilhneigingar eftirlitsaðila eins og Kauphallar að láta líta út fyrir að ekkert í starfsemi þeirra hafi brugðist fyrir fall bankanna, heldur séu það bankamennirnir sem einir eigi að líta í eigin barm. Heilum 6 vikum síðar birtist einhvers konar svarbréf Kauphallarinnar 25. ágúst 2016 07:00
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun