Eiður Smári verður ekki aðstoðarþjálfari Heimis hjá landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2016 12:00 Eiður Smári Guðjohnsen var gestur „Í bítinu" á Bylgjunni í morgun og þar kom fram að hann sækist ekki eftir því að verða aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar í íslenska landsliðinu. Eiður Smári var nefndur sem mögulegur aðstoðarmaður Heimis Hallgrímssonar en Heimir er nú eini þjálfari íslenska liðsins eftir að Lars Lagerbäck hætti með liðið eftir EM 2016. Eiður Smári ræddi um knattspyrnuskóla Barcelona í útvarpsviðtalinu en skólinn hefur farið fram hér á landi á síðustu dögum. Eiður Smári var að þjálfa í skólanum en hann er nýkominn heim úr frábærri för íslenska landsliðsins til Frakklands. Heimir hefur ekki ráðið sér aðstoðarmann og talað um það sjálfur út í Frakklandi að það kæmi alveg til greina að fá Eið Smára inn í þjálfarateymið. Eiður Smári Guðjohnsen hefur ekki gefið það formlega út að hann sé hættur í landsliðinu eða hættur að spila fótbolta en margir sjá það sem flottan endapunkt á frábærum ferli að spila síðasta leikinn í átta liða úrslitum á EM. „Ég upplifði mig svolítið sem þjálfara á tímabili í Frakklandi af því að margir voru að spyrja af því hvað ég hafði sagt á fundum og hvað ég hefði sagt við leikmenn til að halda ró þeirra eða taka burtu einhvern taugastrekking," sagði Eiður í viðtalinu og bætti við: „Ég gerði þetta bara sem eldri leikmaður. Ég var í engu þjálfarahlutverki og var ekkert byrjaður í að setja mig inn í það. Ég er leikmaður með reynslu og róaði aðeins mannskapinn niður. Ég gaf bara af mér sem mér fannst ég þurfa og gat gefið," sagði Eiður Smári. „Ég er ekki á leiðinni að verða þjálfari eða á leiðinni inn í þjálfarateymið. Ég vona samt að það sem ég gerði hafi virkað. Ég sé mig alveg verða þjálfara í framtíðinni en ekki á næstunni," sagði Eiður Smári. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen var gestur „Í bítinu" á Bylgjunni í morgun og þar kom fram að hann sækist ekki eftir því að verða aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar í íslenska landsliðinu. Eiður Smári var nefndur sem mögulegur aðstoðarmaður Heimis Hallgrímssonar en Heimir er nú eini þjálfari íslenska liðsins eftir að Lars Lagerbäck hætti með liðið eftir EM 2016. Eiður Smári ræddi um knattspyrnuskóla Barcelona í útvarpsviðtalinu en skólinn hefur farið fram hér á landi á síðustu dögum. Eiður Smári var að þjálfa í skólanum en hann er nýkominn heim úr frábærri för íslenska landsliðsins til Frakklands. Heimir hefur ekki ráðið sér aðstoðarmann og talað um það sjálfur út í Frakklandi að það kæmi alveg til greina að fá Eið Smára inn í þjálfarateymið. Eiður Smári Guðjohnsen hefur ekki gefið það formlega út að hann sé hættur í landsliðinu eða hættur að spila fótbolta en margir sjá það sem flottan endapunkt á frábærum ferli að spila síðasta leikinn í átta liða úrslitum á EM. „Ég upplifði mig svolítið sem þjálfara á tímabili í Frakklandi af því að margir voru að spyrja af því hvað ég hafði sagt á fundum og hvað ég hefði sagt við leikmenn til að halda ró þeirra eða taka burtu einhvern taugastrekking," sagði Eiður í viðtalinu og bætti við: „Ég gerði þetta bara sem eldri leikmaður. Ég var í engu þjálfarahlutverki og var ekkert byrjaður í að setja mig inn í það. Ég er leikmaður með reynslu og róaði aðeins mannskapinn niður. Ég gaf bara af mér sem mér fannst ég þurfa og gat gefið," sagði Eiður Smári. „Ég er ekki á leiðinni að verða þjálfari eða á leiðinni inn í þjálfarateymið. Ég vona samt að það sem ég gerði hafi virkað. Ég sé mig alveg verða þjálfara í framtíðinni en ekki á næstunni," sagði Eiður Smári. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Sjá meira