Íslenska fótboltalandsliðið með mestu yfirburðina á Norðurlöndum í sjö ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2016 11:30 Birkir Bjarnason og Theódór Elmar Bjarnason eftir sigurleikinn á móti Englandi. Vísir/Getty Ísland er ekki aðeins með besta landslið Norðurlanda í karlaflokki heldur það langbesta ef marka má styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Íslenska liðið hækkar sig um tólf sæti og er í 22. sæti á nýja FIFA-listanum sem var gefinn út í morgun. Ísland er um leið átján sætum ofar en næsta Norðurlandaþjóð sem er Svíþjóð. Það þarf að fara alla leið aftur til september 2009 til að finna aðra eins yfirburði meðal Norðurlandaþjóðanna. Fyrir sjö árum síðan voru Danir í sextánda sæti FIFA-listans en næstir komu Svíar í 41. sæti og Norðmenn í 43. sæti. Danir voru þar með 25 sæta forskot. Íslenska liðið var þá í 96. sæti listans. 81 listi hefur verið gefinn út hjá FIFA síðan í septembermánuði 2009 en nú fyrst hefur þjóð verið með jafnmikið forskot og Danirnir höfðu fyrir sjö árum síðan. Íslenska liðið var líka með besta lið Norðurlanda á júnílistanum en þá var forskotið aðeins eitt sæti. Ísland var þá í 34. sæti en Svíar í 35. sæti og Danir í því 38. Á nýja listanum fóru þessar þjóðir aftur á móti í sitthvora áttina. Ísland hækkaði sig um tólf sæti en á meðan fóru Svíar niður um fimm sæti og Danir niður um sex sæti. Norðmenn og Finnar hækkuðu sig reyndar eins og Ísland en aðeins um tvö sæti. Norðmenn eru í 49. sæti og Finnar eru í 65. sæti. Færeyingar hröpuðu hinsvegar niður um heil 47 sæti á listanum og sitja í 136. sæti. Fram að því höfðu allar Norðurlandaþjóðirnar verið inn á topp hundrað á tólf listum í röð.Mesta forskot meðal Norðurlandaþjóða frá 2012:+18 sæti Ísland í júlí 2016 (Ísland í 22. sæti - Svíþjóð í 40. sæti)+10 sæti Danmörk í apríl 2015 (Danmörk í 28. sæti - Ísland í 38. sæti)+9 sæti Danmörk í júní 2014 (Danmörk í 23. sæti - Svíþjóð í 32. sæti) Danmörk í maí 2015 (Danmörk í 29. sæti - Ísland í 38. sæti) Danmörk í febrúar 2015 (Danmörk í 28. sæti - Ísland í 37. sæti)+8 sæti Danmörk í febrúar 2012 (Danmörk í 10. sæti - Svíþjóð í 18. sæti) Danmörk í apríl 2012 (Danmörk í 9. sæti - Svíþjóð í 17. sæti) Danmörk í júní 2012 (Danmörk í 9. sæti - Svíþjóð í 17. sæti) Danmörk í september 2012 (Danmörk í 10. sæti - Svíþjóð í 18. sæti) Danmörk í júní 2015 (Danmörk í 29. sæti - Ísland í 37. sæti) EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ísland ekki bara besta lið Norðurlanda heldur það langbesta Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun hoppa upp um heil tólf sæti á nýjum FIFA-lista sem verður gefinn út á fimmtudaginn en þetta kemur fram í spá spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. 11. júlí 2016 09:00 Íslenska víkingaklappið komið alla leið til Papúa Nýju-Gíneu Frábær framganga íslenska landsliðsins með stuðningsmönnum sínum í leikslok hefur ýtt undir mikinn áhuga heimsins á íslenska fótboltalandsliðinu. 11. júlí 2016 16:00 Tólf sæta stökk strákanna okkar á FIFA-listanum staðfest Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 22. sæti á nýjasta FIFA-listanum sem var formlega gefinn út í morgun en Ísland hefur aldrei verið ofar á heimslista karlafótboltans. 14. júlí 2016 08:45 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira
Ísland er ekki aðeins með besta landslið Norðurlanda í karlaflokki heldur það langbesta ef marka má styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Íslenska liðið hækkar sig um tólf sæti og er í 22. sæti á nýja FIFA-listanum sem var gefinn út í morgun. Ísland er um leið átján sætum ofar en næsta Norðurlandaþjóð sem er Svíþjóð. Það þarf að fara alla leið aftur til september 2009 til að finna aðra eins yfirburði meðal Norðurlandaþjóðanna. Fyrir sjö árum síðan voru Danir í sextánda sæti FIFA-listans en næstir komu Svíar í 41. sæti og Norðmenn í 43. sæti. Danir voru þar með 25 sæta forskot. Íslenska liðið var þá í 96. sæti listans. 81 listi hefur verið gefinn út hjá FIFA síðan í septembermánuði 2009 en nú fyrst hefur þjóð verið með jafnmikið forskot og Danirnir höfðu fyrir sjö árum síðan. Íslenska liðið var líka með besta lið Norðurlanda á júnílistanum en þá var forskotið aðeins eitt sæti. Ísland var þá í 34. sæti en Svíar í 35. sæti og Danir í því 38. Á nýja listanum fóru þessar þjóðir aftur á móti í sitthvora áttina. Ísland hækkaði sig um tólf sæti en á meðan fóru Svíar niður um fimm sæti og Danir niður um sex sæti. Norðmenn og Finnar hækkuðu sig reyndar eins og Ísland en aðeins um tvö sæti. Norðmenn eru í 49. sæti og Finnar eru í 65. sæti. Færeyingar hröpuðu hinsvegar niður um heil 47 sæti á listanum og sitja í 136. sæti. Fram að því höfðu allar Norðurlandaþjóðirnar verið inn á topp hundrað á tólf listum í röð.Mesta forskot meðal Norðurlandaþjóða frá 2012:+18 sæti Ísland í júlí 2016 (Ísland í 22. sæti - Svíþjóð í 40. sæti)+10 sæti Danmörk í apríl 2015 (Danmörk í 28. sæti - Ísland í 38. sæti)+9 sæti Danmörk í júní 2014 (Danmörk í 23. sæti - Svíþjóð í 32. sæti) Danmörk í maí 2015 (Danmörk í 29. sæti - Ísland í 38. sæti) Danmörk í febrúar 2015 (Danmörk í 28. sæti - Ísland í 37. sæti)+8 sæti Danmörk í febrúar 2012 (Danmörk í 10. sæti - Svíþjóð í 18. sæti) Danmörk í apríl 2012 (Danmörk í 9. sæti - Svíþjóð í 17. sæti) Danmörk í júní 2012 (Danmörk í 9. sæti - Svíþjóð í 17. sæti) Danmörk í september 2012 (Danmörk í 10. sæti - Svíþjóð í 18. sæti) Danmörk í júní 2015 (Danmörk í 29. sæti - Ísland í 37. sæti)
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ísland ekki bara besta lið Norðurlanda heldur það langbesta Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun hoppa upp um heil tólf sæti á nýjum FIFA-lista sem verður gefinn út á fimmtudaginn en þetta kemur fram í spá spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. 11. júlí 2016 09:00 Íslenska víkingaklappið komið alla leið til Papúa Nýju-Gíneu Frábær framganga íslenska landsliðsins með stuðningsmönnum sínum í leikslok hefur ýtt undir mikinn áhuga heimsins á íslenska fótboltalandsliðinu. 11. júlí 2016 16:00 Tólf sæta stökk strákanna okkar á FIFA-listanum staðfest Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 22. sæti á nýjasta FIFA-listanum sem var formlega gefinn út í morgun en Ísland hefur aldrei verið ofar á heimslista karlafótboltans. 14. júlí 2016 08:45 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira
Ísland ekki bara besta lið Norðurlanda heldur það langbesta Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun hoppa upp um heil tólf sæti á nýjum FIFA-lista sem verður gefinn út á fimmtudaginn en þetta kemur fram í spá spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. 11. júlí 2016 09:00
Íslenska víkingaklappið komið alla leið til Papúa Nýju-Gíneu Frábær framganga íslenska landsliðsins með stuðningsmönnum sínum í leikslok hefur ýtt undir mikinn áhuga heimsins á íslenska fótboltalandsliðinu. 11. júlí 2016 16:00
Tólf sæta stökk strákanna okkar á FIFA-listanum staðfest Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 22. sæti á nýjasta FIFA-listanum sem var formlega gefinn út í morgun en Ísland hefur aldrei verið ofar á heimslista karlafótboltans. 14. júlí 2016 08:45