EM dagbók: Sjáumst á fimmtudag! Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júní 2016 08:00 Íslenska liðið á Annecy-le-Vieux. Vísir/EPA Starfsfólkið á hóteli okkar fjölmiðlamanna í Annecy er yndislegt. Þetta er fremur lítið hótel sem er þekktara fyrir veitingastaðinn sinn en sjálfa hótelstarfsemina. Stjarna matseðilsins er lasanja „hennar mömmu“ eins og rétturinn er auglýstur. Það starfsfólk sem ég hef kynnst á hótelinu eru tvær konur í afgreiðslunni og svo kokkurinn. Fleiri virðast ekki vinna í afgreiðslunni á hótelinu. Þetta er einlægt fólk sem vill allt fyrir mann gera. Hinn dæmigerði Frakki þykir ekki vera með sérstaklega mikla þjónustulund og ég hef hitt nokkra sem gera lítið til að kveða niður þá steríótýpu. En Annecy er eins og hótelið. Lítið og vinalegt. Þægilegt. Auðvelt að kynnast öllum staðháttum og auðvelt að komast um. Mjög hentugt þegar maður er að staldra stutt við. Þessi orð eru svo rituð í París, einni mestu stórborg heims. Andstæðurnar við Annecy eru æpandi. Fjölmiðlahópurinn lenti hér fljótlega eftir hádegi og var ekið beinustu leið niður á Stade de France, sem var svo hringsólaður nokkrum sinnum þar til inngangur fjölmiðlamanna fannst eftir mikið höfuðklór. Eftir að blaðamannafundi íslenska liðsins var lokið var haldið niður á hótel. Eða það héldum við. Ökuferðin gekk þokkalega. Við vissum að við vorum við hliðina á Moulin Rouge og þegar við keyrðum fram hjá þeim sögufræga stað vorum við komnir. Eða hvað? Áfram keyrðum við. Hring eftir hring eftir hring. Rútubílstjórinn hafði villst. Aftur. Misskilningur á götuheitum olli því að við þurftum ekki að gera annað en að fara úr rútunni við Moulin Rouge, labba nokkra metra og þá vorum við komnir á hótelið. Þetta hefði auðvitað aldrei gerst í Annecy, þar sem allt er nánast í göngufæri og innfæddir öllum hnútum kunnugir. Aron Einar Gunnarsson sagði einmitt á blaðamannafundinum í gær að Eiður Smári Guðjohnsen hefði sagt eftir komuna til Annecy frá Marseille að nú liði honum eins og hann væri kominn aftur heim. Ég er hjartanlega sammála og hlakka til að hitta aftur vinalegu konuna á hótelinu í Annecy, sem kvaddi okkur með þessum einföldu skilaboðum: „Sjáumst á fimmtudaginn!“ Auðvitað er enginn okkar að fara heim til Íslands á morgun. Við klárum Austurríki í kvöld og og förum aftur heim, til Annecy, á morgun. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir EM dagbók: Ég hafði engan eins og Lars Eiríkur Stefán Ásgeirsson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 10. júní 2016 07:00 EM dagbók: Sá sænski sýnir klærnar Lars Lagerbäck leynir á sér. 18. júní 2016 06:00 EM dagbók: Spræt er ekki sprít og fjörutíu er ekki fjórtán Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 12. júní 2016 10:00 EM dagbók: Fagmennskan lekur af Lars Lagerbäck Laun sænska þjálfarans eru í milljónum króna á mánuði enda sjá allir hvers vegna. 13. júní 2016 08:00 EM dagbók: Ekkert meir „we almost beat them“ á Stade de France Leikurinn gegn Portúgal var sá stærsti, svo var það leikurinn gegn Ungverjum og nú er það leikurinn gegn Austurríki. 21. júní 2016 08:00 EM dagbók: Portkonur með tískuvit? Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 16. júní 2016 08:00 EM dagbók: Rögnvaldur Reginskita og rigning Það er orðið töff að vera stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 17. júní 2016 08:00 EM dagbók: Öryggið ekki sett á oddinn Afskaplega fyndinn pitsustaður bjargaði geðheilsu fréttamanna eftir svekkjandi úrslit í Marseille. 20. júní 2016 08:00 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira
Starfsfólkið á hóteli okkar fjölmiðlamanna í Annecy er yndislegt. Þetta er fremur lítið hótel sem er þekktara fyrir veitingastaðinn sinn en sjálfa hótelstarfsemina. Stjarna matseðilsins er lasanja „hennar mömmu“ eins og rétturinn er auglýstur. Það starfsfólk sem ég hef kynnst á hótelinu eru tvær konur í afgreiðslunni og svo kokkurinn. Fleiri virðast ekki vinna í afgreiðslunni á hótelinu. Þetta er einlægt fólk sem vill allt fyrir mann gera. Hinn dæmigerði Frakki þykir ekki vera með sérstaklega mikla þjónustulund og ég hef hitt nokkra sem gera lítið til að kveða niður þá steríótýpu. En Annecy er eins og hótelið. Lítið og vinalegt. Þægilegt. Auðvelt að kynnast öllum staðháttum og auðvelt að komast um. Mjög hentugt þegar maður er að staldra stutt við. Þessi orð eru svo rituð í París, einni mestu stórborg heims. Andstæðurnar við Annecy eru æpandi. Fjölmiðlahópurinn lenti hér fljótlega eftir hádegi og var ekið beinustu leið niður á Stade de France, sem var svo hringsólaður nokkrum sinnum þar til inngangur fjölmiðlamanna fannst eftir mikið höfuðklór. Eftir að blaðamannafundi íslenska liðsins var lokið var haldið niður á hótel. Eða það héldum við. Ökuferðin gekk þokkalega. Við vissum að við vorum við hliðina á Moulin Rouge og þegar við keyrðum fram hjá þeim sögufræga stað vorum við komnir. Eða hvað? Áfram keyrðum við. Hring eftir hring eftir hring. Rútubílstjórinn hafði villst. Aftur. Misskilningur á götuheitum olli því að við þurftum ekki að gera annað en að fara úr rútunni við Moulin Rouge, labba nokkra metra og þá vorum við komnir á hótelið. Þetta hefði auðvitað aldrei gerst í Annecy, þar sem allt er nánast í göngufæri og innfæddir öllum hnútum kunnugir. Aron Einar Gunnarsson sagði einmitt á blaðamannafundinum í gær að Eiður Smári Guðjohnsen hefði sagt eftir komuna til Annecy frá Marseille að nú liði honum eins og hann væri kominn aftur heim. Ég er hjartanlega sammála og hlakka til að hitta aftur vinalegu konuna á hótelinu í Annecy, sem kvaddi okkur með þessum einföldu skilaboðum: „Sjáumst á fimmtudaginn!“ Auðvitað er enginn okkar að fara heim til Íslands á morgun. Við klárum Austurríki í kvöld og og förum aftur heim, til Annecy, á morgun.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir EM dagbók: Ég hafði engan eins og Lars Eiríkur Stefán Ásgeirsson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 10. júní 2016 07:00 EM dagbók: Sá sænski sýnir klærnar Lars Lagerbäck leynir á sér. 18. júní 2016 06:00 EM dagbók: Spræt er ekki sprít og fjörutíu er ekki fjórtán Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 12. júní 2016 10:00 EM dagbók: Fagmennskan lekur af Lars Lagerbäck Laun sænska þjálfarans eru í milljónum króna á mánuði enda sjá allir hvers vegna. 13. júní 2016 08:00 EM dagbók: Ekkert meir „we almost beat them“ á Stade de France Leikurinn gegn Portúgal var sá stærsti, svo var það leikurinn gegn Ungverjum og nú er það leikurinn gegn Austurríki. 21. júní 2016 08:00 EM dagbók: Portkonur með tískuvit? Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 16. júní 2016 08:00 EM dagbók: Rögnvaldur Reginskita og rigning Það er orðið töff að vera stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 17. júní 2016 08:00 EM dagbók: Öryggið ekki sett á oddinn Afskaplega fyndinn pitsustaður bjargaði geðheilsu fréttamanna eftir svekkjandi úrslit í Marseille. 20. júní 2016 08:00 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira
EM dagbók: Ég hafði engan eins og Lars Eiríkur Stefán Ásgeirsson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 10. júní 2016 07:00
EM dagbók: Spræt er ekki sprít og fjörutíu er ekki fjórtán Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 12. júní 2016 10:00
EM dagbók: Fagmennskan lekur af Lars Lagerbäck Laun sænska þjálfarans eru í milljónum króna á mánuði enda sjá allir hvers vegna. 13. júní 2016 08:00
EM dagbók: Ekkert meir „we almost beat them“ á Stade de France Leikurinn gegn Portúgal var sá stærsti, svo var það leikurinn gegn Ungverjum og nú er það leikurinn gegn Austurríki. 21. júní 2016 08:00
EM dagbók: Portkonur með tískuvit? Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 16. júní 2016 08:00
EM dagbók: Rögnvaldur Reginskita og rigning Það er orðið töff að vera stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 17. júní 2016 08:00
EM dagbók: Öryggið ekki sett á oddinn Afskaplega fyndinn pitsustaður bjargaði geðheilsu fréttamanna eftir svekkjandi úrslit í Marseille. 20. júní 2016 08:00