Hafa lagt Ronaldo í einelti í mörg ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2016 13:55 Cristiano Ronaldo. Vísir/EPA Portúgalska knattspyrnugoðið Cristiano Ronaldo hefur ekki átt gott Evrópumót í Frakklandi og þessi frábæri leikmaður er enn markalaus og sigurlaus eftir tvo leiki. Ummæli hans og hegðun á meðan mótinu stendur hafa heldur ekki gefið upp fagra mynd af þessum frábæra fótboltamanni sem alltaf verið duglegur að gefa færi á sér í gegnum tíðina. Nú síðast hefur myndband af honum kasta hljóðnema sjónvarpsmanns út í vatn farið eins og eldur í sinu um frétta- og netmiðla heimsins. Sjónvarpsstöðin sem um ræðir er samt ekki bara einhver sjónvarpsstöð heldur stöð sem hefur lagt mikið upp úr því að hrella Cristiano Ronaldo í gegnum tíðina. Sjónvarpsstöðin er kölluð CMTV en heitir fullu nafni Correio da Manhã TV. Þetta er sjónvarpsstöð slúðursblaðs sem er alltaf að reyna að grafa upp fréttir af Cristiano Ronaldo og virðist þá ekki skipta máli hvort að þær fréttir séu sannar eða ekki. Á hverjum degi setja þeir í loftið frétt um Cristiano Ronaldo og fjölskyldu hans, soninn hans, peningana hans eða eitthvað annað. Hann hefur áður neitað að svara spurningum blaðamanns CMTV á blaðammafundi með landsliðinu og það fer ekkert á milli mála að hann er mjög ósáttur með vinnubrögð starfsmanna Correio da Manhã. Cristiano Ronaldo er vissulega undir mikilli pressu eftir slaka frammistöðu sína á mótinu en sá pirringur var þó ekki aðalástæðan fyrir því að hann kastaði hljóðnemanum út í vatn. Það er hægt að sjá myndbandið hér fyrir neðan en þegar menn vita af því hvaðan þessi sjónvarpsmaður kemur þá kannski skilur fólk Cristiano Ronaldo aðeins betur. Það breytir þó ekki því að svona á þessi stóra fyrirmynd ekki að haga sér þó að einhver hrellistöð sé að angra hann....meanwhile in France, Cristiano was asked what he thought of Messi's record-breaking free kick.#EURO2016 #CA2016 pic.twitter.com/tluIQxTQil— Chef (@champ_ian) June 22, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Víkingarnir sem sjokkeruðu Ronaldo | Sjáðu umfjöllun Roger Bennett um Ísland Roger Bennett, annar stjórnanda Men in Blazers, hefur nú sett saman þátt um íslenska fótboltalandsliðið fyrir VICE Sports og bætist þar með í hóp þeirra sem hafa fjallað um íslenska fótboltaævintýrið. 21. júní 2016 22:34 Ronaldo henti hljóðnemanum út í vatn | Myndband Portúgalinn Cristiano Ronaldo hefur ekki fundið sig á EM og hefur enga þolinmæði fyrir fjölmiðlamönnum lengur. 22. júní 2016 10:43 Ronaldo er frekar leiðinlegur Hollendingurinn Rafael van der Vaart heillaðist ekki mikið af persónuleika Cristiano Ronaldo er þeir léku saman hjá Real Madrid. 21. júní 2016 17:00 Henry Winter: Gaman að sjá hvernig Íslendingar tóku á Ronaldo Einn virtasti fótboltablaðamaður Bretlands segir Ronaldo vera auðmjúkari eftir meðferðina sem hann fékk frá Íslandi. 22. júní 2016 09:30 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Sjá meira
Portúgalska knattspyrnugoðið Cristiano Ronaldo hefur ekki átt gott Evrópumót í Frakklandi og þessi frábæri leikmaður er enn markalaus og sigurlaus eftir tvo leiki. Ummæli hans og hegðun á meðan mótinu stendur hafa heldur ekki gefið upp fagra mynd af þessum frábæra fótboltamanni sem alltaf verið duglegur að gefa færi á sér í gegnum tíðina. Nú síðast hefur myndband af honum kasta hljóðnema sjónvarpsmanns út í vatn farið eins og eldur í sinu um frétta- og netmiðla heimsins. Sjónvarpsstöðin sem um ræðir er samt ekki bara einhver sjónvarpsstöð heldur stöð sem hefur lagt mikið upp úr því að hrella Cristiano Ronaldo í gegnum tíðina. Sjónvarpsstöðin er kölluð CMTV en heitir fullu nafni Correio da Manhã TV. Þetta er sjónvarpsstöð slúðursblaðs sem er alltaf að reyna að grafa upp fréttir af Cristiano Ronaldo og virðist þá ekki skipta máli hvort að þær fréttir séu sannar eða ekki. Á hverjum degi setja þeir í loftið frétt um Cristiano Ronaldo og fjölskyldu hans, soninn hans, peningana hans eða eitthvað annað. Hann hefur áður neitað að svara spurningum blaðamanns CMTV á blaðammafundi með landsliðinu og það fer ekkert á milli mála að hann er mjög ósáttur með vinnubrögð starfsmanna Correio da Manhã. Cristiano Ronaldo er vissulega undir mikilli pressu eftir slaka frammistöðu sína á mótinu en sá pirringur var þó ekki aðalástæðan fyrir því að hann kastaði hljóðnemanum út í vatn. Það er hægt að sjá myndbandið hér fyrir neðan en þegar menn vita af því hvaðan þessi sjónvarpsmaður kemur þá kannski skilur fólk Cristiano Ronaldo aðeins betur. Það breytir þó ekki því að svona á þessi stóra fyrirmynd ekki að haga sér þó að einhver hrellistöð sé að angra hann....meanwhile in France, Cristiano was asked what he thought of Messi's record-breaking free kick.#EURO2016 #CA2016 pic.twitter.com/tluIQxTQil— Chef (@champ_ian) June 22, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Víkingarnir sem sjokkeruðu Ronaldo | Sjáðu umfjöllun Roger Bennett um Ísland Roger Bennett, annar stjórnanda Men in Blazers, hefur nú sett saman þátt um íslenska fótboltalandsliðið fyrir VICE Sports og bætist þar með í hóp þeirra sem hafa fjallað um íslenska fótboltaævintýrið. 21. júní 2016 22:34 Ronaldo henti hljóðnemanum út í vatn | Myndband Portúgalinn Cristiano Ronaldo hefur ekki fundið sig á EM og hefur enga þolinmæði fyrir fjölmiðlamönnum lengur. 22. júní 2016 10:43 Ronaldo er frekar leiðinlegur Hollendingurinn Rafael van der Vaart heillaðist ekki mikið af persónuleika Cristiano Ronaldo er þeir léku saman hjá Real Madrid. 21. júní 2016 17:00 Henry Winter: Gaman að sjá hvernig Íslendingar tóku á Ronaldo Einn virtasti fótboltablaðamaður Bretlands segir Ronaldo vera auðmjúkari eftir meðferðina sem hann fékk frá Íslandi. 22. júní 2016 09:30 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Sjá meira
Víkingarnir sem sjokkeruðu Ronaldo | Sjáðu umfjöllun Roger Bennett um Ísland Roger Bennett, annar stjórnanda Men in Blazers, hefur nú sett saman þátt um íslenska fótboltalandsliðið fyrir VICE Sports og bætist þar með í hóp þeirra sem hafa fjallað um íslenska fótboltaævintýrið. 21. júní 2016 22:34
Ronaldo henti hljóðnemanum út í vatn | Myndband Portúgalinn Cristiano Ronaldo hefur ekki fundið sig á EM og hefur enga þolinmæði fyrir fjölmiðlamönnum lengur. 22. júní 2016 10:43
Ronaldo er frekar leiðinlegur Hollendingurinn Rafael van der Vaart heillaðist ekki mikið af persónuleika Cristiano Ronaldo er þeir léku saman hjá Real Madrid. 21. júní 2016 17:00
Henry Winter: Gaman að sjá hvernig Íslendingar tóku á Ronaldo Einn virtasti fótboltablaðamaður Bretlands segir Ronaldo vera auðmjúkari eftir meðferðina sem hann fékk frá Íslandi. 22. júní 2016 09:30
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu