Arnór Ingvi kom inná sem varamaður fyrir Kolbeinn Sigþórsson á 80. mínútu og skoraði sigurmark Íslands í uppbótartíma leiksins.
Markið hans tryggði Íslandi 2. sætið í riðlinum og leik á móti Englendingum í sextán liða úrslitunum.
Sjá einnig:Arnór Ingvi: Það er svo frábært að vera hérna að við viljum ekkert fara heim
Arnór Ingvi hefur nú skorað 4 mörk í fyrstu 8 landsleikjum sínum þar af 4 mörk í síðustu 6 leikjum sínum.
Hér fyrir neðan má sjá þetta sigurmark Arnórs Ingva á Stade de France í kvöld.
ets.js' charset='utf-8'>16 LIÐA ÚRSLIT! 2-1!!
— Síminn (@siminn) June 22, 2016
ÞVÍLÍKUR ÁRANGUR!#ISL #ISL #ISL #ISL #ISL https://t.co/qnc1XGbz1p