Enska landsliðið að stæla stelpurnar okkar? | Mæta með sína útgáfu af Sigurwin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2016 08:30 Mynd/Samsett Er einhver búinn að gleyma litla Sigurwin sem sló í gegn á síðasta Evrópumóti kvenna í fótbolta? Nú er annað landslið að reyna að stæla stelpurnar okkar á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. Sumarið 2013 varð mikið fjölmiðlafár í Svíþjóð þegar lukkudýr íslenska kvennalandsliðsins átti að margra mati sinn þátt í að koma stelpunum okkar alla leið í átta liða úrslitin á EM.Sjá einnig:Lukkudýrið Sigurwin er að slá í gegn í Svíþjóð Gullfiskurinn Sigurwin fékk nafnið sitt úr tveimur áttum en hann var nefndur eftir knattspyrnumanninum Sigurvin Ólafssyni úr Vestmannaeyjum nema að V-inu er breytt í w til að mynda enska orðið win eða sigur upp á íslenska tungu. Sigurvin Ólafsson afrekaði það sumarið 2006 að verða Íslandsmeistari með sínum þriðja félagi. Hann vann titilinn með ÍBV 1997 og 1998, með KR 2003 og svo með FH þremur árum síðar. Mikill sigurvegari þar á ferðinni.Sjá einnig:Leynivopn Íslands var einn á íþróttaforsíðu Aftonbladet Gullfiskurinn Sigurwin var á forsíðum sænsku blaðanna fyrir leik íslenska liðsins á móti Svíþjóð í átta liða úrslitunum en það hefur reyndar heyrst minna af honum eftir 4-0 tap. Enska landsliðið tók það upp hjá sér að mæta með tuskudýr til Frakklands en það má sjá Ljónið þeirra á öllum æfingum liðsins. Ensku miðlarnir hafa verið forvitnir um lukkudýrið en fengið fá svör hjá þeim ensku landsliðsmönnum sem hafa komið í viðtal.Sjá einnig:Hann er orðin skærasta stjarnan í hópnumVísir/GettyChris Smalling, miðvörður Manchester United og enska liðsins, sá um að ferja ljónið frá Englandi til Frakklands en hann var með það á áberandi stað á ferðatösku sinni. Reynsluboltar enska liðsins ákváðu að fara með þrjú tusku-ljón á Evrópumótið sem öll hafa mismundandi hlutverk. Yngri leikmenn liðsins skiptast á að hugsa um eitt ljónið, starfsmennirnir sjá um eitt og það síðast hefur það hlutverk að passa um á búningsklefa enska liðsins ef marka má heimildir blaðamanna Telegraph.Sjá einnig:Sigurwin fékk dekur í gær Eftir því sem best er vitað er hlutverk þess að þjappa hópnum saman en því hlýtur að vera einnig ætlað að færa liðinu lukku sem oft hefur vantað á stórmótum enska landsliðsins undanfarin ár. Sigurwin dugði reyndar bara í þrjá leiki og það gæti verið ástæðin fyrir að enska landsliðið mætir með þrjú lukkuljón en ekki bara eitt. Breska ljónið er þekkt lukkudýr enska keppnisliða og það var líka lukkudýrið á báðum stórkeppnunum sem Englendingar hafa haldið, fyrst á HM 1966 og svo aftur á EM 1996.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Sjá meira
Er einhver búinn að gleyma litla Sigurwin sem sló í gegn á síðasta Evrópumóti kvenna í fótbolta? Nú er annað landslið að reyna að stæla stelpurnar okkar á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. Sumarið 2013 varð mikið fjölmiðlafár í Svíþjóð þegar lukkudýr íslenska kvennalandsliðsins átti að margra mati sinn þátt í að koma stelpunum okkar alla leið í átta liða úrslitin á EM.Sjá einnig:Lukkudýrið Sigurwin er að slá í gegn í Svíþjóð Gullfiskurinn Sigurwin fékk nafnið sitt úr tveimur áttum en hann var nefndur eftir knattspyrnumanninum Sigurvin Ólafssyni úr Vestmannaeyjum nema að V-inu er breytt í w til að mynda enska orðið win eða sigur upp á íslenska tungu. Sigurvin Ólafsson afrekaði það sumarið 2006 að verða Íslandsmeistari með sínum þriðja félagi. Hann vann titilinn með ÍBV 1997 og 1998, með KR 2003 og svo með FH þremur árum síðar. Mikill sigurvegari þar á ferðinni.Sjá einnig:Leynivopn Íslands var einn á íþróttaforsíðu Aftonbladet Gullfiskurinn Sigurwin var á forsíðum sænsku blaðanna fyrir leik íslenska liðsins á móti Svíþjóð í átta liða úrslitunum en það hefur reyndar heyrst minna af honum eftir 4-0 tap. Enska landsliðið tók það upp hjá sér að mæta með tuskudýr til Frakklands en það má sjá Ljónið þeirra á öllum æfingum liðsins. Ensku miðlarnir hafa verið forvitnir um lukkudýrið en fengið fá svör hjá þeim ensku landsliðsmönnum sem hafa komið í viðtal.Sjá einnig:Hann er orðin skærasta stjarnan í hópnumVísir/GettyChris Smalling, miðvörður Manchester United og enska liðsins, sá um að ferja ljónið frá Englandi til Frakklands en hann var með það á áberandi stað á ferðatösku sinni. Reynsluboltar enska liðsins ákváðu að fara með þrjú tusku-ljón á Evrópumótið sem öll hafa mismundandi hlutverk. Yngri leikmenn liðsins skiptast á að hugsa um eitt ljónið, starfsmennirnir sjá um eitt og það síðast hefur það hlutverk að passa um á búningsklefa enska liðsins ef marka má heimildir blaðamanna Telegraph.Sjá einnig:Sigurwin fékk dekur í gær Eftir því sem best er vitað er hlutverk þess að þjappa hópnum saman en því hlýtur að vera einnig ætlað að færa liðinu lukku sem oft hefur vantað á stórmótum enska landsliðsins undanfarin ár. Sigurwin dugði reyndar bara í þrjá leiki og það gæti verið ástæðin fyrir að enska landsliðið mætir með þrjú lukkuljón en ekki bara eitt. Breska ljónið er þekkt lukkudýr enska keppnisliða og það var líka lukkudýrið á báðum stórkeppnunum sem Englendingar hafa haldið, fyrst á HM 1966 og svo aftur á EM 1996.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu