Mótherjar dagsins frá Portúgal: Ekki lengur bara Cristiano Ronaldo Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júní 2016 06:00 Cristiano Ronaldo á æfingu Saint-Étienne í gær. Vísir/Vilhelm Cristiano Ronaldo bar portúgalska liðið á herðum sér á síðasta Evrópumóti árið 2012 þegar Portúgal fór alla leið í undanúrslitin en nú fær stórstjarnan meiri hjálp. Portúgal er fyrsti andstæðingur strákanna okkar á EM 2016 í fótbolta en liðin mætast í Saint-Étienne klukkan 19.00 í kvöld. Portúgal er sigurstranglegasta liðið í riðlinum og hefur innan sinna raða einn besta fótboltamann samtímans og sögunnar; Cristiano Ronaldo. Ronaldo er vitaskuld potturinn og pannan í portúgalska liðinu en Portúgal er miklu meira en bara Portúgal í dag. Portúgal mætir til leiks með virkilega sterkt lið sem straujaði sterkan riðil í undankeppninni með sjö sigrum og einum tapleik. Ný kynslóð er að koma upp í portúgalska liðinu og er blandan frábær með þessa ungu og hæfileikaríku menn í bland við reyndar stjörnur á borð við Ronaldo, Pepe, Ricardo Carvalho, Nani og João Moutinho. Ronaldo bar portúgalska liðið á herðum sér á EM fyrir fjórum árum alla leið í undanúrslitin. Nú er hann mættur aftur til leiks með mun sterkari meðspilara og sterkara lið sem er líklegt til afreka á mótinu. Portúgal hefur í heildina fleiri hæfileikaríkari leikmenn en íslenska liðið en sömu sögu mátti segja um Tékkland, Tyrkland og Holland. Samt kláruðu strákarnir okkar þau í undankeppninni. Föst leikatriði hafa verið aðalsmerki íslenska liðsins og þau þurfa að vera sterk gegn Portúgal í kvöld. Þó portúgalska vörnin sé sterk á liðið í vandræðum með að vinna seinni boltana en það er aðalsmerki Íslands. Þar liggur líklega möguleiki Íslands í kvöld.Cristiano Ronaldo.Vísir/VilhelmStjarna Portúgala: Kemur á mikilli siglingu inn á Evrópumóti Það er hættulegt fyrir íslenska liðið og í raun alla mótherja Portúgals hvað Cristiano Ronaldo kemur á mikilli siglingu inn á Evrópumótið. Ronaldo átti enn eina frábæra leiktíð með Real Madrid þar sem hann skoraði 35 mörk í 36 deildarleikjum og gaf fjórar stoðsendingar og þá skoraði hann sextán mörk í tólf leikjum í Meistaradeildinni á leið Real Madrid að Evrópumeistaratitlinum. Portúgal skoraði ellefu mörk í átta leikjum í undankeppninni og skoraði Ronaldo fimm af þeim. Hann var þreyttur undir lok leiktíðarinnar en fékk vikufrí hjá þjálfaranum Fernando Santos sem virðist hafa verið hárrétt ákvörðun hjá Santos. Ronaldo skellti sér á smá snekkjudjamm með góðum vinum og fallegum konum og mætti endurnærður í vináttuleik í síðustu viku þar sem hann skoraði tvö mörk í 7-0 sigri á Eistlandi. Ronaldo er ekki bara góður heldur hokinn af reynslu. Þetta er hans sjöunda stórmót.Renato Sanches bíður spenntur eftir tækifærinu.Vísir/GettyPortúgalskur blaðamaður: Margir ungir að koma uppPedro Ponte, blaðamaður á Record, stærsta íþróttablaði Portúgals. Sterkasti hluti portúgalska liðsins er vitaskuld sóknarleikurinn út af Ronaldo en miðjumennirnir okkar eru líka mikilvægir. Við spiluðum áður 4-3-3 en undir stjórn Fernando Santos er liðið að spila 4-4-2 með Nani og Ronaldo frammi! Áður spiluðum við stundum án framherja en það gekk ekki upp. Okkur hefur vantað alvöru markaskorara síðan Pascal Pauleta hætti og þess vegna er Ronaldo að spila svona mikið sem fremsti maður. Portúgölsku stuðningsmennirnir og við blaðamennirnir viljum að hann spili frammi því þar skorar hann mest. Því nær markinu sem Ronaldo spilar, því meiri möguleika á Portúgal að vinna. Það eru margir ungir leikmenn að koma upp í liðinu og auðvitað beinast augu flestra að Renato Sanches sem var að fara til Bayern München. Hann fékk tækifæri í vikunni hjá þjálfaranum í byrjunarliðinu og spilaði gegn Englandi og Eistlandi. Hann gerði liðið klárlega betra. Portúgalska liðið er hvað veikast í bakvarðarstöðunum. Vierinha hefur þó komið skemmtilega á óvart síðan hann byrjaði að spila með liðinu. Hann á samt í miklum vandræðum í stöðunni maður á mann. Nú er stutt í fyrsta leik og við erum ekki enn vissir um hver byrjar vinstra megin. Hvað varðar föstu leikatriðin hjá Íslandi þá er Portúgal mjög sterkt í varnarleiknum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Sjá meira
Cristiano Ronaldo bar portúgalska liðið á herðum sér á síðasta Evrópumóti árið 2012 þegar Portúgal fór alla leið í undanúrslitin en nú fær stórstjarnan meiri hjálp. Portúgal er fyrsti andstæðingur strákanna okkar á EM 2016 í fótbolta en liðin mætast í Saint-Étienne klukkan 19.00 í kvöld. Portúgal er sigurstranglegasta liðið í riðlinum og hefur innan sinna raða einn besta fótboltamann samtímans og sögunnar; Cristiano Ronaldo. Ronaldo er vitaskuld potturinn og pannan í portúgalska liðinu en Portúgal er miklu meira en bara Portúgal í dag. Portúgal mætir til leiks með virkilega sterkt lið sem straujaði sterkan riðil í undankeppninni með sjö sigrum og einum tapleik. Ný kynslóð er að koma upp í portúgalska liðinu og er blandan frábær með þessa ungu og hæfileikaríku menn í bland við reyndar stjörnur á borð við Ronaldo, Pepe, Ricardo Carvalho, Nani og João Moutinho. Ronaldo bar portúgalska liðið á herðum sér á EM fyrir fjórum árum alla leið í undanúrslitin. Nú er hann mættur aftur til leiks með mun sterkari meðspilara og sterkara lið sem er líklegt til afreka á mótinu. Portúgal hefur í heildina fleiri hæfileikaríkari leikmenn en íslenska liðið en sömu sögu mátti segja um Tékkland, Tyrkland og Holland. Samt kláruðu strákarnir okkar þau í undankeppninni. Föst leikatriði hafa verið aðalsmerki íslenska liðsins og þau þurfa að vera sterk gegn Portúgal í kvöld. Þó portúgalska vörnin sé sterk á liðið í vandræðum með að vinna seinni boltana en það er aðalsmerki Íslands. Þar liggur líklega möguleiki Íslands í kvöld.Cristiano Ronaldo.Vísir/VilhelmStjarna Portúgala: Kemur á mikilli siglingu inn á Evrópumóti Það er hættulegt fyrir íslenska liðið og í raun alla mótherja Portúgals hvað Cristiano Ronaldo kemur á mikilli siglingu inn á Evrópumótið. Ronaldo átti enn eina frábæra leiktíð með Real Madrid þar sem hann skoraði 35 mörk í 36 deildarleikjum og gaf fjórar stoðsendingar og þá skoraði hann sextán mörk í tólf leikjum í Meistaradeildinni á leið Real Madrid að Evrópumeistaratitlinum. Portúgal skoraði ellefu mörk í átta leikjum í undankeppninni og skoraði Ronaldo fimm af þeim. Hann var þreyttur undir lok leiktíðarinnar en fékk vikufrí hjá þjálfaranum Fernando Santos sem virðist hafa verið hárrétt ákvörðun hjá Santos. Ronaldo skellti sér á smá snekkjudjamm með góðum vinum og fallegum konum og mætti endurnærður í vináttuleik í síðustu viku þar sem hann skoraði tvö mörk í 7-0 sigri á Eistlandi. Ronaldo er ekki bara góður heldur hokinn af reynslu. Þetta er hans sjöunda stórmót.Renato Sanches bíður spenntur eftir tækifærinu.Vísir/GettyPortúgalskur blaðamaður: Margir ungir að koma uppPedro Ponte, blaðamaður á Record, stærsta íþróttablaði Portúgals. Sterkasti hluti portúgalska liðsins er vitaskuld sóknarleikurinn út af Ronaldo en miðjumennirnir okkar eru líka mikilvægir. Við spiluðum áður 4-3-3 en undir stjórn Fernando Santos er liðið að spila 4-4-2 með Nani og Ronaldo frammi! Áður spiluðum við stundum án framherja en það gekk ekki upp. Okkur hefur vantað alvöru markaskorara síðan Pascal Pauleta hætti og þess vegna er Ronaldo að spila svona mikið sem fremsti maður. Portúgölsku stuðningsmennirnir og við blaðamennirnir viljum að hann spili frammi því þar skorar hann mest. Því nær markinu sem Ronaldo spilar, því meiri möguleika á Portúgal að vinna. Það eru margir ungir leikmenn að koma upp í liðinu og auðvitað beinast augu flestra að Renato Sanches sem var að fara til Bayern München. Hann fékk tækifæri í vikunni hjá þjálfaranum í byrjunarliðinu og spilaði gegn Englandi og Eistlandi. Hann gerði liðið klárlega betra. Portúgalska liðið er hvað veikast í bakvarðarstöðunum. Vierinha hefur þó komið skemmtilega á óvart síðan hann byrjaði að spila með liðinu. Hann á samt í miklum vandræðum í stöðunni maður á mann. Nú er stutt í fyrsta leik og við erum ekki enn vissir um hver byrjar vinstra megin. Hvað varðar föstu leikatriðin hjá Íslandi þá er Portúgal mjög sterkt í varnarleiknum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Sjá meira