Joachim Löw ekki ánægður með leikstíl liða eins og Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2016 23:30 Joachim Löw, þjálfari heimsmeistara Þjóðverja, hefur sínar skoðanir á öllum "litlu" liðunum á EM 2016. Vísir/Getty Joachim Löw, þjálfari heimsmeistara Þjóðverja, er ekki ánægður með þá ákvörðun að UEFA hafi fjölgað um átta lið í úrslitakeppni Evrópumótsins. „Það var fullkomið að hafa sextán lið. Þá voru frábærir leikir frá fyrsta degi," sagði Joachim Löw á blaðamannafundi en hann saknar fyrirkomulagsins sem var notað frá 1996 til 2012. Fimm þjóðir eru að taka þátt í úrslitakeppni EM í fyrsta sinn og eitt af þeim er Ísland. Hin eru Slóvakía, Albanía, Norður-Írland og Wales. „Nú er komin upp allt önnur staða en það er augljóslega ekki hægt að fara með þetta til baka. Við verðum bara að sætta okkur við þetta," sagði Löw. Það eru 23 leikir að baki á mótinu og aðeins Spánn og Belgía hafa náð að skora þrjú mörk í einum leik, einu sinni hvort lið. Belgarnir bættust í hópinn með því að vinna Íra 3-0 fyrr í dag. „Það eru lið sem eru að spila öfga varnarleik. Þau gera það samt vel," sagði Löw. „Litlu liðin eins og Albanía og Wales eru mjög vel skóluð varnarlega," sagði Löw og nefndi ekki lið Íslands en þýski landsliðsþjálfarinn setur íslenska liðið örugglega í þennan flokk. „Þessi lið sjá sína möguleika í því að spila svona leikstíl. Þess vegna voru bara tvö mörk í leik þar til að það kom að leik Spánverjar og Tyrkja," sagði Löw. Hann segir líka að nýja kerfið sjái til þess að lið þurfi ekki að gera mikið til að eiga enn möguleika í lokaumferðinni. „Lið sem eru bara með eitt stig eftir tvo leiki eiga enn möguleika á því að komast áfram í sextán liða úrslitin. Það er ekki mjög sanngjarnt en svona er þetta bara," sagði Löw. „Við verðum bara að sætta okkur við þetta og nota okkar tíma til að undirbúa okkur fyrir hvaða mótherja sem er," sagði Löw en næsti leikur þýska liðsins er á móti Norður-Írlandi á þriðjudaginn. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Joachim Löw, þjálfari heimsmeistara Þjóðverja, er ekki ánægður með þá ákvörðun að UEFA hafi fjölgað um átta lið í úrslitakeppni Evrópumótsins. „Það var fullkomið að hafa sextán lið. Þá voru frábærir leikir frá fyrsta degi," sagði Joachim Löw á blaðamannafundi en hann saknar fyrirkomulagsins sem var notað frá 1996 til 2012. Fimm þjóðir eru að taka þátt í úrslitakeppni EM í fyrsta sinn og eitt af þeim er Ísland. Hin eru Slóvakía, Albanía, Norður-Írland og Wales. „Nú er komin upp allt önnur staða en það er augljóslega ekki hægt að fara með þetta til baka. Við verðum bara að sætta okkur við þetta," sagði Löw. Það eru 23 leikir að baki á mótinu og aðeins Spánn og Belgía hafa náð að skora þrjú mörk í einum leik, einu sinni hvort lið. Belgarnir bættust í hópinn með því að vinna Íra 3-0 fyrr í dag. „Það eru lið sem eru að spila öfga varnarleik. Þau gera það samt vel," sagði Löw. „Litlu liðin eins og Albanía og Wales eru mjög vel skóluð varnarlega," sagði Löw og nefndi ekki lið Íslands en þýski landsliðsþjálfarinn setur íslenska liðið örugglega í þennan flokk. „Þessi lið sjá sína möguleika í því að spila svona leikstíl. Þess vegna voru bara tvö mörk í leik þar til að það kom að leik Spánverjar og Tyrkja," sagði Löw. Hann segir líka að nýja kerfið sjái til þess að lið þurfi ekki að gera mikið til að eiga enn möguleika í lokaumferðinni. „Lið sem eru bara með eitt stig eftir tvo leiki eiga enn möguleika á því að komast áfram í sextán liða úrslitin. Það er ekki mjög sanngjarnt en svona er þetta bara," sagði Löw. „Við verðum bara að sætta okkur við þetta og nota okkar tíma til að undirbúa okkur fyrir hvaða mótherja sem er," sagði Löw en næsti leikur þýska liðsins er á móti Norður-Írlandi á þriðjudaginn.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira