Forgangsröðum rétt og fjárfestum í öflugu heilbrigðiskerfi Kjartan Þór Ingason skrifar 3. júní 2016 11:55 Þegar ákveðið er að byggja hús skiptir höfuðmáli að byggja það á góðum grunni. Áður en hafist er handa þurfum við sterka burðarbita til að halda öllu uppi og hágæða steypu svo húsið molni ekki niður á nokkrum árum. Hið sama gildir um að byggja samfélag, ef grunnstoðirnar eru veikar þarf lítið til að allt hrynji. Ein af grunnstoðunum sem heldur uppi samfélaginu okkar er heilbrigðiskerfið og stendur það afar höllum fæti. Í áratugi hafa ráðamenn þjóðarinnar hamrað á þeim kostnaði sem fylgir rekstrinum og skorið svo stóra bita af heilbrigðisþjónustu landsmanna að færustu skurðlæknar heims gætu seint framkvæmt slíkan uppskurð á lifandi manneskju. Við getum bent á fjölmarga þætti sem hafa áhrif á núverandi ástand í málaflokknum en þegar heildarmyndin er skoðuð er höfuðástæðan léleg forgangsröðun í ríkisfjármálum. Í því ljósi má nefna Þjóðkirkjuna en sú stofnun fær 3 milljarða króna úr ríkissjóði árið 2016 umfram sóknargjöld á grundvelli samkomulags við íslenska ríkið um landareignir. Íslenska ríkið hefur heimild til að fara fram á endurskoðun á þessum samningi og mögulega rifta honum enda hefur ríkissjóður greitt umrætt lóðaverð að fullu og rúmlega það. Með réttri forgangsröðun gætu þessir fjármunir farið í mörg brýn atriði í heilbrigðiskerfinu til að mynda fjölgun heilbrigðisstarfsmanna, aukna niðurgreiðslu á lyfjakostnaði og að bæta sálfræðiþjónustu inn í tryggingakerfið. Það er kominn tími til að við hættum að tala um aukinn kostnað á heilbrigðisþjónustu og byrjum að tala um að fjárfesta í heilbrigðu samfélagi, enda græða allir landsmenn á tryggu og skilvirku heilbrigðiskerfi. Með því að fjárfesta í betra heilbrigðiskerfi er ekki einungis verið að bæta vellíða og heilsu landsmanna heldur einnig að stórefla atvinnulífið. Veikindadögum fækkar, eldriborgarar gætu verið lengur úti á vinnumarkaði (þeir sem kjósa það) og einstaklingar sem ekki geta tekið þátt í atvinnulífinu vegna sálrænna kvilla og dýrrar sálfræðiþjónustu eiga loksins möguleika á að fá þá aðstoð sem þeir þurfa. Rétt forgangsröðun skiptir höfuðmáli til að skattpeningar okkar fari fyrst og fremst í þær stofnanir sem bæta lífskjör okkar og öryggi. Hættum að eyða þessum stóru fjárhæðum í eftirlífið og fjárfestum þeim þar sem þörfin er mest. Þannig verður til traustur grunnur sem hægt er að byggja á. Höfundur er nemi í félagsfræði við Háskóla Íslands og félagsmaður í Viðreisn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Þór Ingason Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ákveðið er að byggja hús skiptir höfuðmáli að byggja það á góðum grunni. Áður en hafist er handa þurfum við sterka burðarbita til að halda öllu uppi og hágæða steypu svo húsið molni ekki niður á nokkrum árum. Hið sama gildir um að byggja samfélag, ef grunnstoðirnar eru veikar þarf lítið til að allt hrynji. Ein af grunnstoðunum sem heldur uppi samfélaginu okkar er heilbrigðiskerfið og stendur það afar höllum fæti. Í áratugi hafa ráðamenn þjóðarinnar hamrað á þeim kostnaði sem fylgir rekstrinum og skorið svo stóra bita af heilbrigðisþjónustu landsmanna að færustu skurðlæknar heims gætu seint framkvæmt slíkan uppskurð á lifandi manneskju. Við getum bent á fjölmarga þætti sem hafa áhrif á núverandi ástand í málaflokknum en þegar heildarmyndin er skoðuð er höfuðástæðan léleg forgangsröðun í ríkisfjármálum. Í því ljósi má nefna Þjóðkirkjuna en sú stofnun fær 3 milljarða króna úr ríkissjóði árið 2016 umfram sóknargjöld á grundvelli samkomulags við íslenska ríkið um landareignir. Íslenska ríkið hefur heimild til að fara fram á endurskoðun á þessum samningi og mögulega rifta honum enda hefur ríkissjóður greitt umrætt lóðaverð að fullu og rúmlega það. Með réttri forgangsröðun gætu þessir fjármunir farið í mörg brýn atriði í heilbrigðiskerfinu til að mynda fjölgun heilbrigðisstarfsmanna, aukna niðurgreiðslu á lyfjakostnaði og að bæta sálfræðiþjónustu inn í tryggingakerfið. Það er kominn tími til að við hættum að tala um aukinn kostnað á heilbrigðisþjónustu og byrjum að tala um að fjárfesta í heilbrigðu samfélagi, enda græða allir landsmenn á tryggu og skilvirku heilbrigðiskerfi. Með því að fjárfesta í betra heilbrigðiskerfi er ekki einungis verið að bæta vellíða og heilsu landsmanna heldur einnig að stórefla atvinnulífið. Veikindadögum fækkar, eldriborgarar gætu verið lengur úti á vinnumarkaði (þeir sem kjósa það) og einstaklingar sem ekki geta tekið þátt í atvinnulífinu vegna sálrænna kvilla og dýrrar sálfræðiþjónustu eiga loksins möguleika á að fá þá aðstoð sem þeir þurfa. Rétt forgangsröðun skiptir höfuðmáli til að skattpeningar okkar fari fyrst og fremst í þær stofnanir sem bæta lífskjör okkar og öryggi. Hættum að eyða þessum stóru fjárhæðum í eftirlífið og fjárfestum þeim þar sem þörfin er mest. Þannig verður til traustur grunnur sem hægt er að byggja á. Höfundur er nemi í félagsfræði við Háskóla Íslands og félagsmaður í Viðreisn.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar