Heimir um Lars við BBC: Ég hef mjólkað hann eins og kú Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2016 14:30 Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck. Vísir/Ernir BBC gerði mikið úr því að Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands á EM, sé tannlæknir í hálfu starfi í umfjöllun stöðvarinnar um íslenska fótboltalandsliðið en þjálfarar liðsins fá þar mikið hrós fyrir að hafa komið litla Íslandi inn á EM karla í fótbolta. Heimir Hallgrímsson er lærður tannlæknir og hefur starfað sem slíkur meðfram fótboltaþjálfuninni en eftir EM ætlar hann að einbeita sér að fullu að þjálfun íslenska landsliðsins. Heimir mun taka við liðinu einn eftir Evrópumótið þar sem að Lars Lagerbäck hefur ákveðið að segja þetta gott. Heimir er þakklátur fyrir samstarfið við Lars Lagerbäck og segir Svíann haga kennt sér mikið. „Ég hef mjólkað hann eins og kú. Það hefur verið mikill heiður fyrir mig að fá að vinna með Lars. Ég hef notað tíma minn með honum til að læra eins mikið og mögulegt var," sagði Heimir Hallgrímsson við BBC. Lars Lagerbäck segist líka hafa notið samstarfsins með Heimi. "Í byrjun reyndi ég að læra íslensku en ég var bara of latur. Fyrir gamlan mann er gott að hafa ungan metnaðarfullan mann sér við hlið," sagði Lagerbäck. Blaðamaður BBC bendir á það að það sé ekki algengt í dag að lið sé með tvo þjálfara en hvað gerist þegar þeir eru ekki sammála. „Við förum sænsku leiðina," svarar Heimir í gríni og bætir við: „Við höldum bara áfram að tala og tala." Það er hægt að sjá alla umfjöllun BBC um íslenska landsliðið með því að smella hér eða skoða myndbandið hér fyrir neðan. Síðasti heimaleikur Íslands undir stjórn Lars Lagerbäck fer fram á Laugardalsvellinum í kvöld þegar íslensku strákarnir spila vináttulandsleik við Liechtenstein. Þetta er jafnframt lokaleikur liðsins fyrir EM í Frakklandi en fyrsti leikur Íslands er á móti Portúgal eftir átta daga. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
BBC gerði mikið úr því að Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands á EM, sé tannlæknir í hálfu starfi í umfjöllun stöðvarinnar um íslenska fótboltalandsliðið en þjálfarar liðsins fá þar mikið hrós fyrir að hafa komið litla Íslandi inn á EM karla í fótbolta. Heimir Hallgrímsson er lærður tannlæknir og hefur starfað sem slíkur meðfram fótboltaþjálfuninni en eftir EM ætlar hann að einbeita sér að fullu að þjálfun íslenska landsliðsins. Heimir mun taka við liðinu einn eftir Evrópumótið þar sem að Lars Lagerbäck hefur ákveðið að segja þetta gott. Heimir er þakklátur fyrir samstarfið við Lars Lagerbäck og segir Svíann haga kennt sér mikið. „Ég hef mjólkað hann eins og kú. Það hefur verið mikill heiður fyrir mig að fá að vinna með Lars. Ég hef notað tíma minn með honum til að læra eins mikið og mögulegt var," sagði Heimir Hallgrímsson við BBC. Lars Lagerbäck segist líka hafa notið samstarfsins með Heimi. "Í byrjun reyndi ég að læra íslensku en ég var bara of latur. Fyrir gamlan mann er gott að hafa ungan metnaðarfullan mann sér við hlið," sagði Lagerbäck. Blaðamaður BBC bendir á það að það sé ekki algengt í dag að lið sé með tvo þjálfara en hvað gerist þegar þeir eru ekki sammála. „Við förum sænsku leiðina," svarar Heimir í gríni og bætir við: „Við höldum bara áfram að tala og tala." Það er hægt að sjá alla umfjöllun BBC um íslenska landsliðið með því að smella hér eða skoða myndbandið hér fyrir neðan. Síðasti heimaleikur Íslands undir stjórn Lars Lagerbäck fer fram á Laugardalsvellinum í kvöld þegar íslensku strákarnir spila vináttulandsleik við Liechtenstein. Þetta er jafnframt lokaleikur liðsins fyrir EM í Frakklandi en fyrsti leikur Íslands er á móti Portúgal eftir átta daga.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira