Hannes um EM: Draumurinn er að verja síðasta vítið í vítakeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2016 08:00 Hannes Þór Halldórsson fagnar í landsleik á móti Grikkjum. Vísir/AFP Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, var allt annað en öruggur um að ná sér góðum fyrir Evrópumótið í Frakklandi en hann þurfti að bíða á milli vonar og ótta í nokkra mánuði til að sjá hvort hann næði að jafna sig af alvarlegum axlarmeiðslum. Hannes náði sér sem betur fer, fékk nýtt tækifæri hjá norska úrvalsdeildarliðinu Bodö/Glimt og spilaði sinn fyrsta landsleik í átta mánuði þegar Ísland vann 4-0 sigur á Liechtenstein. „Þetta var tvísýnna en fólk heldur og hefði getað farið á báða vegu," sagði Hannes Þór Halldórsson í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu. Hann hélt hreinu á móti Liechtenstein eins og svo oft áður með landsliðinu. „Það var mikilvægt að fá þennan leik. Það var frábær tilfinning að standa aftur fyrir aftan liðið, syngja þjóðsönginn og auðvitað að halda hreinu, þó að andstæðingurinn hafi ekki verið sá sterkasti. Þetta var góð vítamínssprauta fyrir mig og fyrir liðið áður en mótið hefst í Frakklandi," sagði Hannes. „Reynslan hverfur ekkert og ég er í mjög góðu líkamlegu formi. Ég er búinn að spila fullt af leikjum núna síðustu tvo og hálfan mánuð, svo leikformið er líka í góðu lagi," sagði Hannes í fyrrnefndu viðtali. „Núna er þetta að skella á og allt orðið raunverulegra, þannig að það er bara mikil spenna og tilhlökkun hjá manni. Við erum öllu vanir og sjóaðir, þó að við höfum ekki farið á stórmót áður. Við erum reynt lið og flestir að spila á háu stigi, allir búnir að spila stóra landsleiki þar sem að mikið hefur verið undir og við að skrifa nýjar blaðsíður í fótboltasöguna. Það hefur verið mikil pressa í liðinu í þeim leikjum og við kunnum að höndla hana," sagði Hannes. Hann viðurkennir að hlakka mikið til fyrsta stórmótsins. "Maður hugar um þetta Evrópumót á hverjum degi, það er bara mismundandi um hvað maður hugsar," sagði Hannes en hver er draumurinn á EM í Frakklandi. „Auðvitað hugsar maður um allskonar draumaaðstæður, en það er líka hættulegt að hleypa sér of langt í einhverju svoleiðis. Það er ótrúlegt margt sem þarf að ganga upp til að villtustu draumar manns geti ræst. Við ætlum að gefa allt í þetta, njóta þess að vera þarna, og ég held að við verðum flottir í Frakklandi," sagði Hannes sem er klár í vítaspyrnukeppni komist íslenska liðið í útsláttarkeppnina. „Maður hefur alveg pælt í þessu öllu saman og það er kannski draumur hvers markvarðar að vinna leik með því að verja síðasta vítið í vítaspyrnukeppni. Ég upplifði það í fyrsta skiptið á ferlinum fyrir skömmu, þegar við í Bodö/Glimt fórum áfram í átta liða úrslit norska bikarsins. Það var virkileg ljúf tilfinning sem gaman væri að upplifa aftur," sagði Hannes í viðtalinu við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, var allt annað en öruggur um að ná sér góðum fyrir Evrópumótið í Frakklandi en hann þurfti að bíða á milli vonar og ótta í nokkra mánuði til að sjá hvort hann næði að jafna sig af alvarlegum axlarmeiðslum. Hannes náði sér sem betur fer, fékk nýtt tækifæri hjá norska úrvalsdeildarliðinu Bodö/Glimt og spilaði sinn fyrsta landsleik í átta mánuði þegar Ísland vann 4-0 sigur á Liechtenstein. „Þetta var tvísýnna en fólk heldur og hefði getað farið á báða vegu," sagði Hannes Þór Halldórsson í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu. Hann hélt hreinu á móti Liechtenstein eins og svo oft áður með landsliðinu. „Það var mikilvægt að fá þennan leik. Það var frábær tilfinning að standa aftur fyrir aftan liðið, syngja þjóðsönginn og auðvitað að halda hreinu, þó að andstæðingurinn hafi ekki verið sá sterkasti. Þetta var góð vítamínssprauta fyrir mig og fyrir liðið áður en mótið hefst í Frakklandi," sagði Hannes. „Reynslan hverfur ekkert og ég er í mjög góðu líkamlegu formi. Ég er búinn að spila fullt af leikjum núna síðustu tvo og hálfan mánuð, svo leikformið er líka í góðu lagi," sagði Hannes í fyrrnefndu viðtali. „Núna er þetta að skella á og allt orðið raunverulegra, þannig að það er bara mikil spenna og tilhlökkun hjá manni. Við erum öllu vanir og sjóaðir, þó að við höfum ekki farið á stórmót áður. Við erum reynt lið og flestir að spila á háu stigi, allir búnir að spila stóra landsleiki þar sem að mikið hefur verið undir og við að skrifa nýjar blaðsíður í fótboltasöguna. Það hefur verið mikil pressa í liðinu í þeim leikjum og við kunnum að höndla hana," sagði Hannes. Hann viðurkennir að hlakka mikið til fyrsta stórmótsins. "Maður hugar um þetta Evrópumót á hverjum degi, það er bara mismundandi um hvað maður hugsar," sagði Hannes en hver er draumurinn á EM í Frakklandi. „Auðvitað hugsar maður um allskonar draumaaðstæður, en það er líka hættulegt að hleypa sér of langt í einhverju svoleiðis. Það er ótrúlegt margt sem þarf að ganga upp til að villtustu draumar manns geti ræst. Við ætlum að gefa allt í þetta, njóta þess að vera þarna, og ég held að við verðum flottir í Frakklandi," sagði Hannes sem er klár í vítaspyrnukeppni komist íslenska liðið í útsláttarkeppnina. „Maður hefur alveg pælt í þessu öllu saman og það er kannski draumur hvers markvarðar að vinna leik með því að verja síðasta vítið í vítaspyrnukeppni. Ég upplifði það í fyrsta skiptið á ferlinum fyrir skömmu, þegar við í Bodö/Glimt fórum áfram í átta liða úrslit norska bikarsins. Það var virkileg ljúf tilfinning sem gaman væri að upplifa aftur," sagði Hannes í viðtalinu við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira