Gylfi: Algjör skandall fyrir Portúgal ef þeir tapa stigum á móti Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2016 12:00 „Það væri fínt að vinna einhverja leiki," segir Gylfi Þór Sigurðsson aðspurður um hvað hann vilji sjá íslenska landsliðið gera á Evrópumótinu í Frakklandi. EM hefst á morgun en fyrsti leikur Íslands er á þriðjudaginn kemur. „Auðvitað er þetta erfiður riðill og við byrjum á mjög erfiðum leik á móti Portúgal. Það er þannig séð engin pressa á okkur í fyrsta leik sem gæti nýst okkur. Það yrði algjör skandall ef Portúgal myndi tapa einhverjum stigum í þeim leik," segir Gylfi í viðtali sem Knattspyrnusamband Íslands setti inn á Youtube-rásina sína. „Við þurfum að verjast mjög vel á móti Portúgal og gera sömu hluti og við gerðum í undankeppninni," segir Gylfi en hvað með alla þessa umræðu um hversu fámenn þjóð við erum? „Það eru jafnmargir inn á vellinum þegar við spilum á þriðjudaginn en við þurfum að spila mjög vel, berjast fyrir hvern annan og vonast til að ná í stig," segir Gylfi. Hvernig portúgölsku liði er Ísland að fara að mæta í fyrsta leiknum á Evrópumótinu í Frakklandi? „Við erum að fara að mæta frábæru sóknarliði eins og sást í leiknum í gær á móti Eistlandi. Þeir eru með frábæra einstaklinga sem geta skorað mörk upp úr engu. Það er skemmtilegt að horfa á þá því þeir eru tæknilega mjög góðir og spila boltanum vel á milli sín," segir Gylfi en bætir við: „Þeir eru nokkuð þéttir varnarlega síðan að þeir skiptu um þjálfara. Þetta verður því erfiður leikur en við höfum sýnt það á móti góðu liðunum að við erum meira en nógu góðir til að spila á móti þeim," segir Gylfi. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Gylfa í myndbandinu hér fyrir neðan.9juni Gylfi Thor Sigurdsson EM 2016: https://t.co/dXg1QPVBDj frá @YouTube— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 9, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Sjá meira
„Það væri fínt að vinna einhverja leiki," segir Gylfi Þór Sigurðsson aðspurður um hvað hann vilji sjá íslenska landsliðið gera á Evrópumótinu í Frakklandi. EM hefst á morgun en fyrsti leikur Íslands er á þriðjudaginn kemur. „Auðvitað er þetta erfiður riðill og við byrjum á mjög erfiðum leik á móti Portúgal. Það er þannig séð engin pressa á okkur í fyrsta leik sem gæti nýst okkur. Það yrði algjör skandall ef Portúgal myndi tapa einhverjum stigum í þeim leik," segir Gylfi í viðtali sem Knattspyrnusamband Íslands setti inn á Youtube-rásina sína. „Við þurfum að verjast mjög vel á móti Portúgal og gera sömu hluti og við gerðum í undankeppninni," segir Gylfi en hvað með alla þessa umræðu um hversu fámenn þjóð við erum? „Það eru jafnmargir inn á vellinum þegar við spilum á þriðjudaginn en við þurfum að spila mjög vel, berjast fyrir hvern annan og vonast til að ná í stig," segir Gylfi. Hvernig portúgölsku liði er Ísland að fara að mæta í fyrsta leiknum á Evrópumótinu í Frakklandi? „Við erum að fara að mæta frábæru sóknarliði eins og sást í leiknum í gær á móti Eistlandi. Þeir eru með frábæra einstaklinga sem geta skorað mörk upp úr engu. Það er skemmtilegt að horfa á þá því þeir eru tæknilega mjög góðir og spila boltanum vel á milli sín," segir Gylfi en bætir við: „Þeir eru nokkuð þéttir varnarlega síðan að þeir skiptu um þjálfara. Þetta verður því erfiður leikur en við höfum sýnt það á móti góðu liðunum að við erum meira en nógu góðir til að spila á móti þeim," segir Gylfi. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Gylfa í myndbandinu hér fyrir neðan.9juni Gylfi Thor Sigurdsson EM 2016: https://t.co/dXg1QPVBDj frá @YouTube— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 9, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Sjá meira