Fyrirheit um fríar máltíðir Ívar Halldórsson skrifar 30. maí 2016 12:58 Ég ætlaði að skrifa grein um allt annað. En þegar ég sat enn einu sinni svangur uppi með aðeins hluta af matnum í grunsamlega léttum (eftir á að hyggja) "take-away" pokanum, sem ég pantaði frá matsölustað, breyttist sú áætlun fljótt. Ég og fjölskyldan pöntum oft mat til að taka með okkur heim. Stundum á helgarkvöldi langar okkur í góðan skyndibitamat; kjúkling, tacos eða pítu. Það er mjög kósí að sitja saman á fallegu kvöldi og spjalla saman um heima og geima yfir góðum bita. En skjótt skipast oft veður í lofti þegar tekið er upp úr pokunum og það kemur í ljós að eitthvað vantar. Í sannleika sagt þá er það því miður oftar en ekki sem starfsfólk gleymir að setja eitthvað af því sem við greiðum fyrir í pokann. Ég ætla meira að segja að leyfa mér að segja að á vissum stöðum er það algjör undantekning ef allur keyptur matur skilar sér í pokann. Þá er ósjaldan sem umræðurnar yfir matnum snúast um kæru- og metnaðarleysi starfsmanna, slæma þjálfun þeirra, auk þess sem góður tími fer í að reyna að kæta þann fjölskyldumeðlim sem varð út undan og fékk ekki fulla máltíð. Við hefðum mun frekar vilja ræða um skemmtilegar upplifanir úr daglegu lífi, kvikmyndir, tónlist eða krúttlega ketti – trúðu mér! Það er erfitt að kenna gömlum hundi eins og mér að sitja þegar kemur að því að vilja treysta starfsfólki. Ég rek mig aftur og aftur á þá staðreynd að ég sýni augljóslega afgreiðslufólki vissra matsölustaða of mikið traust þegar kemur að því að afhenda mér matvörurnar sem á þeim tímapunkti eru orðnar mín eign. Mig langar alls ekki til að standa fyrir framan starfsfólk með einhvern vantraustssvip sem endurspeglar fyrri vonbrigði, á meðan ég rannsaka, nánast með stækkunargleri, innihald pokans. Frekar vil ég bara brosa og þakka fyrir mig í góðu trausti á að starfsfólkinu sé umhugað um að ég sé sáttur - en ekki svikinn. Starfsmenn mættu átta sig á að eftir 10-20 mínútna umræður um hvað fjölskyldan vill borða, 40 mínútna ferðalag til að nálgast matinn og bíða eftir honum og keyra aftur með hann heim eftir langan vinnudag, þá eru vonbrigði það síðasta sem fjölskyldan vill upplifa. Þá skiptir ekki máli lengur hversu frábær maturinn er, því að góða stemmningin er horfin og þeir sem urðu út undan eru komnir með beiskjubragð í társaltan munninn. Það er mesti misskilningur að „þú-átt-bara-inni-máltíð-hjá-okkur-þegar-þú-kemur-næst“-spilið sé einhver töfralausn til að kæta svikinn kaupanda. Sú trú að viðskiptavinur sé bara hress með fýluferð af því að hann fær þá eitthvað frítt er falstrú ein. Það þyrfti að telja bæði á fingrum og tám (og hugsanlega þyrfti að fá lánaðar fleiri fingur og tær úr fjölskyldunni) til að koma tölu á þau skipti sem sami staðurinn hefur boðið okkur fjölskyldunni „ókeypis“ matarinneign vegna einhvers kæruleysislegs klúðurs. Virka ég sæll og glaður með það? Ef þetta á að vera einhver "out-of-the-box" viðskiptahugmynd þá er hún slæm. Ég fullyrði að veitingastaðir græða engan veginn á þessu „2 fyrir 1“ fýluferðaprógrami sínu. Ég ætla ekki að nefna þá staði sem standa sig hvað verst (læt vísbendingar í textanum nægja) - þótt ég ætti kannski að gera það. En það er líklega óþarfi, því þið vitið jafn vel og ég hvaða staðir þetta eru. Veitingastaðirnir sem standa sig verst eru hvort eð er pottþétt meðvitaðir um síendurtekin klúður sín – enda eru matarinneignarbækurnar þeirra, sem fullar eru af fyrirheitum um fríar máltíðir, væntanlega þéttskrifaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Ég ætlaði að skrifa grein um allt annað. En þegar ég sat enn einu sinni svangur uppi með aðeins hluta af matnum í grunsamlega léttum (eftir á að hyggja) "take-away" pokanum, sem ég pantaði frá matsölustað, breyttist sú áætlun fljótt. Ég og fjölskyldan pöntum oft mat til að taka með okkur heim. Stundum á helgarkvöldi langar okkur í góðan skyndibitamat; kjúkling, tacos eða pítu. Það er mjög kósí að sitja saman á fallegu kvöldi og spjalla saman um heima og geima yfir góðum bita. En skjótt skipast oft veður í lofti þegar tekið er upp úr pokunum og það kemur í ljós að eitthvað vantar. Í sannleika sagt þá er það því miður oftar en ekki sem starfsfólk gleymir að setja eitthvað af því sem við greiðum fyrir í pokann. Ég ætla meira að segja að leyfa mér að segja að á vissum stöðum er það algjör undantekning ef allur keyptur matur skilar sér í pokann. Þá er ósjaldan sem umræðurnar yfir matnum snúast um kæru- og metnaðarleysi starfsmanna, slæma þjálfun þeirra, auk þess sem góður tími fer í að reyna að kæta þann fjölskyldumeðlim sem varð út undan og fékk ekki fulla máltíð. Við hefðum mun frekar vilja ræða um skemmtilegar upplifanir úr daglegu lífi, kvikmyndir, tónlist eða krúttlega ketti – trúðu mér! Það er erfitt að kenna gömlum hundi eins og mér að sitja þegar kemur að því að vilja treysta starfsfólki. Ég rek mig aftur og aftur á þá staðreynd að ég sýni augljóslega afgreiðslufólki vissra matsölustaða of mikið traust þegar kemur að því að afhenda mér matvörurnar sem á þeim tímapunkti eru orðnar mín eign. Mig langar alls ekki til að standa fyrir framan starfsfólk með einhvern vantraustssvip sem endurspeglar fyrri vonbrigði, á meðan ég rannsaka, nánast með stækkunargleri, innihald pokans. Frekar vil ég bara brosa og þakka fyrir mig í góðu trausti á að starfsfólkinu sé umhugað um að ég sé sáttur - en ekki svikinn. Starfsmenn mættu átta sig á að eftir 10-20 mínútna umræður um hvað fjölskyldan vill borða, 40 mínútna ferðalag til að nálgast matinn og bíða eftir honum og keyra aftur með hann heim eftir langan vinnudag, þá eru vonbrigði það síðasta sem fjölskyldan vill upplifa. Þá skiptir ekki máli lengur hversu frábær maturinn er, því að góða stemmningin er horfin og þeir sem urðu út undan eru komnir með beiskjubragð í társaltan munninn. Það er mesti misskilningur að „þú-átt-bara-inni-máltíð-hjá-okkur-þegar-þú-kemur-næst“-spilið sé einhver töfralausn til að kæta svikinn kaupanda. Sú trú að viðskiptavinur sé bara hress með fýluferð af því að hann fær þá eitthvað frítt er falstrú ein. Það þyrfti að telja bæði á fingrum og tám (og hugsanlega þyrfti að fá lánaðar fleiri fingur og tær úr fjölskyldunni) til að koma tölu á þau skipti sem sami staðurinn hefur boðið okkur fjölskyldunni „ókeypis“ matarinneign vegna einhvers kæruleysislegs klúðurs. Virka ég sæll og glaður með það? Ef þetta á að vera einhver "out-of-the-box" viðskiptahugmynd þá er hún slæm. Ég fullyrði að veitingastaðir græða engan veginn á þessu „2 fyrir 1“ fýluferðaprógrami sínu. Ég ætla ekki að nefna þá staði sem standa sig hvað verst (læt vísbendingar í textanum nægja) - þótt ég ætti kannski að gera það. En það er líklega óþarfi, því þið vitið jafn vel og ég hvaða staðir þetta eru. Veitingastaðirnir sem standa sig verst eru hvort eð er pottþétt meðvitaðir um síendurtekin klúður sín – enda eru matarinneignarbækurnar þeirra, sem fullar eru af fyrirheitum um fríar máltíðir, væntanlega þéttskrifaðar.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar