Fréttir og fræðimennska Ragnar H. Hall skrifar 26. maí 2016 16:12 Fréttamenn RÚV gera það ekki endasleppt við að heilla áhorfendur með nýstárlegum fréttum og fréttaskýringum, sérstaklega ef þeir telja sig geta náð að koma höggi á þá sem sakfelldir hafa verið í efnahagsbrotamálum. Enn einu sinni var farið yfir strikið í þessum efnum í fréttatíma RUV 25. maí sl. Við höfum fengið að hlusta á menn fjargviðrast yfir því að Ólafur Ólafsson skuli hafa verið í þyrluflugi á sunnudegi, en eins og kunnugt er hlekktist þyrlunni á og þótti flestum mikil mildi að afleiðingar urðu ekki alvarlegri en raun ber vitni. Þótt Ólafur hafi slasast í slysinu og liggi á sjúkrahúsi gengur fréttamennskan ekki út á að fylgjast með bata hans eða batahorfum. Fyrst í stað beindist hún að því hvort hann hafi brotið gegn reglum með því að taka þátt í fluginu. Þegar það reyndist ekki vera hefur fréttastofan snúið sér að því að finna út úr því hvernig á því stendur að þetta taldist ekki vera brot á reglum. Fréttamaðurinn Jóhann Bjarni Kolbeinsson átti í fréttatímanum viðtal við dr. Helga Gunnlaugsson afbrotafræðing og prófessor við félagsvísindadeild HÍ. Lesa má umfjöllunina á vef RÚV. Þarna segir m. a.: „Ólafur og hinir þrír sem dæmdir voru í Al Thani-málinu losnuðu fyrr af Kvíabryggju vegna nýrra laga um fullnustu refsinga sem Alþingi samþykkti í mars. Með þeim var sá tími sem fangar geta verið í rafrænu eftirliti tvöfaldaður. Hlutfallslega er aukningin í rafrænu eftirliti mest hjá þeim sem hljóta sex ára fangelsi eða minna, en refsiramminn í efnahagsbrotum er sex ára fangelsi.“ Um þetta segir dr. Helgi Gunnlaugsson orðrétt: „Sú breyting vekur athygli, og líka tímasetningin á henni. Þarna í mars er tilteknum brotahópi sem passar mjög vel við þann hóp sem hefur verið dæmdur fyrir efnahagsbrot allt í einu gert mögulegt og heimilt að losna mun fyrr úr fangelsi en áður. Og sérstaklega með það í huga að á Alþingi í vetur var frumvarp til laga um fullnustu refsinga, þar sem ekki var gengið svona langt í þessari rýmkun eins og þarna var gert á síðustu metrunum í mars,“ segir Helgi. „Og ég held að það væri sannarlega þess virði að skoða nánar hvað gerðist sem gerði það að verkum að þessi tiltekna breyting var gerð. Það er að segja hverjir komu þar að máli, hvaða þingmenn, og hvort ráðuneytið eða Fangelsismálastofnun hafi eitthvað haft með þessa rýmkun að gera.“Fréttamaðurinn: Sýnist þér þessi breyting sérhönnuð að þeim sem í daglegu tali eru kallaðir hvítflibbaglæpamenn?Svar dr. Helga:„Það lítur þannig út að þarna sé beinlínis verið að klæðskerasauma utan um tiltekinn brotahóp sem passar mjög vel við þá einstaklinga sem dæmdir hafa verið fyrir efnahagsbrot. Þannig að það er ekkert óeðlilegt að menn spyrji spurninga af því tagi. Þarna er um að ræða einstaklinga sem eru dæmdir fyrir brot og eiga möguleika á helmingsafplánun í fangelsi þar sem hármarksrefsing er 4-6 ár. Það vill svo til að þetta er akkúrat sá brotaflokkur sem ber þessi einkenni.“Hvernig urðu reglurnar til?Ég hvet menn til að kynna sér frumvarpið sem varð að lögum um fullnustu refsinga í marsmánuði s.l., en það er að finna hér. Í greinargerð frumvarpsins kemur m. a. fram að dr. Helgi Gunnlaugsson var einn af nefndarmönnum sem í upphafi komu að gerð frumvarpsins. Í nefndaráliti meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis kemur fram að dr. Helgi var einn af þeim sérfræðingum sem komu til viðtals hjá nefndinni þegar málið var þar til meðferðar. Á vef Alþingis kemur einnig fram að dr. Helgi sendi nefndasviði Alþingis umsögn um frumvarpið meðan það var í meðförum þingsins. Í þeirri umsögn segir hann m. a.:„Nýtt frumvarp til laga um fullnustu refsinga er löngu tímabært og horfir til framfara að mörgu leyti. Undirritaður tók þátt í undirbúningi frumvarpsins á byrjunarstigi og þekkir því vel til innihaldsins.Ýmis jákvæð nýmæli eru í lögunum sem ætlað er að auðvelda föngum og dómþolum að aðlagast samfélaginu á farsælan hátt eftir afplánun.Auknir möguleikar á samfélagsþjónustu eftir 12 mánaða óskilorðsbundinn dóm, tilkoma fjölskylduleyfa í tvo sólarhringa, rýmkað rafrænt eftirlit og möguleiki á lausn eftir þriðjung refsitímans fyrir brotamenn yngri en 21 árs eru allt þættir sem ber að fagna.“ Rétt er að það komi fram að frumvarpið var samþykkt samhljóða á Alþingi. Vegna alls þessa þarf engan að undra þótt spurt sé hvað gerst hafi í hugarheimi fræðimannsins. Er það virkilega þannig að fræðimaðurinn vill að sérstakar reglur verði smíðaðar um þá sem fræðimenn hafa ímugust á þótt viðkomandi séu ekki taldir hættulegir sjálfum sér eða öðrum? Er fræðimennska af þessu tagi hluti af viðleitni Háskóla Íslands til að verða talinn í hópi 100 bestu háskóla í heimi? Um leið vaknar spurningin um það hvernig það atvikast að „frétt“ eins og sú sem hér er gerð að umtalsefni verður yfirleitt til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Fréttamenn RÚV gera það ekki endasleppt við að heilla áhorfendur með nýstárlegum fréttum og fréttaskýringum, sérstaklega ef þeir telja sig geta náð að koma höggi á þá sem sakfelldir hafa verið í efnahagsbrotamálum. Enn einu sinni var farið yfir strikið í þessum efnum í fréttatíma RUV 25. maí sl. Við höfum fengið að hlusta á menn fjargviðrast yfir því að Ólafur Ólafsson skuli hafa verið í þyrluflugi á sunnudegi, en eins og kunnugt er hlekktist þyrlunni á og þótti flestum mikil mildi að afleiðingar urðu ekki alvarlegri en raun ber vitni. Þótt Ólafur hafi slasast í slysinu og liggi á sjúkrahúsi gengur fréttamennskan ekki út á að fylgjast með bata hans eða batahorfum. Fyrst í stað beindist hún að því hvort hann hafi brotið gegn reglum með því að taka þátt í fluginu. Þegar það reyndist ekki vera hefur fréttastofan snúið sér að því að finna út úr því hvernig á því stendur að þetta taldist ekki vera brot á reglum. Fréttamaðurinn Jóhann Bjarni Kolbeinsson átti í fréttatímanum viðtal við dr. Helga Gunnlaugsson afbrotafræðing og prófessor við félagsvísindadeild HÍ. Lesa má umfjöllunina á vef RÚV. Þarna segir m. a.: „Ólafur og hinir þrír sem dæmdir voru í Al Thani-málinu losnuðu fyrr af Kvíabryggju vegna nýrra laga um fullnustu refsinga sem Alþingi samþykkti í mars. Með þeim var sá tími sem fangar geta verið í rafrænu eftirliti tvöfaldaður. Hlutfallslega er aukningin í rafrænu eftirliti mest hjá þeim sem hljóta sex ára fangelsi eða minna, en refsiramminn í efnahagsbrotum er sex ára fangelsi.“ Um þetta segir dr. Helgi Gunnlaugsson orðrétt: „Sú breyting vekur athygli, og líka tímasetningin á henni. Þarna í mars er tilteknum brotahópi sem passar mjög vel við þann hóp sem hefur verið dæmdur fyrir efnahagsbrot allt í einu gert mögulegt og heimilt að losna mun fyrr úr fangelsi en áður. Og sérstaklega með það í huga að á Alþingi í vetur var frumvarp til laga um fullnustu refsinga, þar sem ekki var gengið svona langt í þessari rýmkun eins og þarna var gert á síðustu metrunum í mars,“ segir Helgi. „Og ég held að það væri sannarlega þess virði að skoða nánar hvað gerðist sem gerði það að verkum að þessi tiltekna breyting var gerð. Það er að segja hverjir komu þar að máli, hvaða þingmenn, og hvort ráðuneytið eða Fangelsismálastofnun hafi eitthvað haft með þessa rýmkun að gera.“Fréttamaðurinn: Sýnist þér þessi breyting sérhönnuð að þeim sem í daglegu tali eru kallaðir hvítflibbaglæpamenn?Svar dr. Helga:„Það lítur þannig út að þarna sé beinlínis verið að klæðskerasauma utan um tiltekinn brotahóp sem passar mjög vel við þá einstaklinga sem dæmdir hafa verið fyrir efnahagsbrot. Þannig að það er ekkert óeðlilegt að menn spyrji spurninga af því tagi. Þarna er um að ræða einstaklinga sem eru dæmdir fyrir brot og eiga möguleika á helmingsafplánun í fangelsi þar sem hármarksrefsing er 4-6 ár. Það vill svo til að þetta er akkúrat sá brotaflokkur sem ber þessi einkenni.“Hvernig urðu reglurnar til?Ég hvet menn til að kynna sér frumvarpið sem varð að lögum um fullnustu refsinga í marsmánuði s.l., en það er að finna hér. Í greinargerð frumvarpsins kemur m. a. fram að dr. Helgi Gunnlaugsson var einn af nefndarmönnum sem í upphafi komu að gerð frumvarpsins. Í nefndaráliti meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis kemur fram að dr. Helgi var einn af þeim sérfræðingum sem komu til viðtals hjá nefndinni þegar málið var þar til meðferðar. Á vef Alþingis kemur einnig fram að dr. Helgi sendi nefndasviði Alþingis umsögn um frumvarpið meðan það var í meðförum þingsins. Í þeirri umsögn segir hann m. a.:„Nýtt frumvarp til laga um fullnustu refsinga er löngu tímabært og horfir til framfara að mörgu leyti. Undirritaður tók þátt í undirbúningi frumvarpsins á byrjunarstigi og þekkir því vel til innihaldsins.Ýmis jákvæð nýmæli eru í lögunum sem ætlað er að auðvelda föngum og dómþolum að aðlagast samfélaginu á farsælan hátt eftir afplánun.Auknir möguleikar á samfélagsþjónustu eftir 12 mánaða óskilorðsbundinn dóm, tilkoma fjölskylduleyfa í tvo sólarhringa, rýmkað rafrænt eftirlit og möguleiki á lausn eftir þriðjung refsitímans fyrir brotamenn yngri en 21 árs eru allt þættir sem ber að fagna.“ Rétt er að það komi fram að frumvarpið var samþykkt samhljóða á Alþingi. Vegna alls þessa þarf engan að undra þótt spurt sé hvað gerst hafi í hugarheimi fræðimannsins. Er það virkilega þannig að fræðimaðurinn vill að sérstakar reglur verði smíðaðar um þá sem fræðimenn hafa ímugust á þótt viðkomandi séu ekki taldir hættulegir sjálfum sér eða öðrum? Er fræðimennska af þessu tagi hluti af viðleitni Háskóla Íslands til að verða talinn í hópi 100 bestu háskóla í heimi? Um leið vaknar spurningin um það hvernig það atvikast að „frétt“ eins og sú sem hér er gerð að umtalsefni verður yfirleitt til.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun