Einkavædda öndin Elín Björg Jónsdóttir skrifar 10. maí 2016 07:00 Það er einkennilegt að vera komin í þá stöðu að þurfa að rökræða við mætasta fólk hvort einkarekstur á ákveðnum einingum í heilbrigðiskerfinu okkar, til dæmis heilsugæslustöðvum, jafngildi því að verið sé að einkavæða þá þjónustu sem þessar einingar bjóða upp á. BSRB og ASÍ stóðu í liðinni viku fyrir málþingi undir yfirsögninni „Er einkarekstur í heilbrigðisþjónustu almannahagur?“ Tilefnið var aðkallandi því heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að þær þrjár nýju heilsugæslustöðvar sem höfuðborgarbúar geta brátt sótt til verði reknar af einkaaðilum, í stað Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eins og BSRB telur eðlilegast. Þessa ákvörðun virðist heilbrigðisráðherra geta tekið án þess að ræða við einn né neinn, þrátt fyrir að með því sé hann að auka enn á einkavæðinguna í heilbrigðiskerfinu. Alþingi fjallar ekki um málið og ekki er kallað eftir umsögnum almennings og hagsmunaaðila. Engin umræða á sér stað. Það kom mér á óvart á áðurnefndu málþingi að ekki virðast allir leggja sama skilning í orðið einkavæðing. Ég hélt við gætum öll verið sammála um það smáatriði og einbeitt okkur að því að ræða hvort þessi einkavæðing sem ráðherra vill koma til framkvæmdar sem fyrst sé almannahagur eða ekki.Læknar ósammála Tveir virtir sérfræðingar úr Háskóla Íslands voru sammála um að einkarekstur sé ekkert annað en einkavæðing. Þannig nefndi Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, þrjár tegundir einkavæðingar í erindi sínu og studdist þar við skilgreiningar erlendra sérfræðinga. Í fyrsta lagi er það sala á opinberri stofnun eða öðrum eignum, í öðru lagi tilfærsla á rekstri eða framkvæmd frá hinu opinbera til einkaaðila í einkaframkvæmd, og í þriðja lagi tilfærsla fjármögnunar frá hinu opinbera til einkaaðila. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, dósent í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, var sammála Rúnari og sagði skýrt í sínum huga að einkarekstur væri einfaldlega einkavæðing á þjónustu. Þórarinn Ingólfsson, formaður Félags íslenskra heimilislækna, sagðist í erindi sínu á fundinum ósammála þessu og sagði einkarekstur og einkavæðingu tvennt ólíkt. Svipaðar raddir heyrðust í kjölfar ræðu sem ég flutti í Hafnarfirði á frídegi verkalýðsins, 1. maí. Þetta er annað hvort meinlegur misskilningur sem rétt er að leiðrétta, eða tilraun til að stýra umræðunni með því að finna upp ný og mildari hugtök til að slá ryki í augu fólks. Rannsóknir Rúnars Vilhjálmssonar prófessors sýna að rúmlega 80 prósent landsmanna vilja að heilbrigðisþjónustan sé rekin fyrst og fremst af hinu opinbera. Það vita þeir sem vilja finna annað og hentugra orð fyrir einkavæðingu.Arðgreiðslur af skattfé Eins og Sigurbjörg nefndi í erindi sínu er mun auðveldara að einkavæða þjónustu heldur en að snúa til baka og láta ríkið sjá um verkefni sem áður voru í höndum einkaaðila. Með einkavæðingunni skapast viðskiptahagsmunir og kröfur um arðgreiðslur fyrir þjónustu sem fjármögnuð er af skattfé. Hættan er sú að þjónustan verði dreifð og brotakennd og að stjórnvöld missi möguleika á að forgangsraða og skipuleggja þjónustuna í þágu almannahagsmuna. Við getum fengið lánað orðatiltæki frá enskumælandi þjóðum til að auðvelda skilning. Ef eitthvað lítur út eins og önd, syndir eins og önd og hljómar eins og önd eru allar líkur á að það sé önd. Einkarekstur er ekkert annað en einkavæðing undir öðru nafni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Það er einkennilegt að vera komin í þá stöðu að þurfa að rökræða við mætasta fólk hvort einkarekstur á ákveðnum einingum í heilbrigðiskerfinu okkar, til dæmis heilsugæslustöðvum, jafngildi því að verið sé að einkavæða þá þjónustu sem þessar einingar bjóða upp á. BSRB og ASÍ stóðu í liðinni viku fyrir málþingi undir yfirsögninni „Er einkarekstur í heilbrigðisþjónustu almannahagur?“ Tilefnið var aðkallandi því heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að þær þrjár nýju heilsugæslustöðvar sem höfuðborgarbúar geta brátt sótt til verði reknar af einkaaðilum, í stað Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eins og BSRB telur eðlilegast. Þessa ákvörðun virðist heilbrigðisráðherra geta tekið án þess að ræða við einn né neinn, þrátt fyrir að með því sé hann að auka enn á einkavæðinguna í heilbrigðiskerfinu. Alþingi fjallar ekki um málið og ekki er kallað eftir umsögnum almennings og hagsmunaaðila. Engin umræða á sér stað. Það kom mér á óvart á áðurnefndu málþingi að ekki virðast allir leggja sama skilning í orðið einkavæðing. Ég hélt við gætum öll verið sammála um það smáatriði og einbeitt okkur að því að ræða hvort þessi einkavæðing sem ráðherra vill koma til framkvæmdar sem fyrst sé almannahagur eða ekki.Læknar ósammála Tveir virtir sérfræðingar úr Háskóla Íslands voru sammála um að einkarekstur sé ekkert annað en einkavæðing. Þannig nefndi Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, þrjár tegundir einkavæðingar í erindi sínu og studdist þar við skilgreiningar erlendra sérfræðinga. Í fyrsta lagi er það sala á opinberri stofnun eða öðrum eignum, í öðru lagi tilfærsla á rekstri eða framkvæmd frá hinu opinbera til einkaaðila í einkaframkvæmd, og í þriðja lagi tilfærsla fjármögnunar frá hinu opinbera til einkaaðila. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, dósent í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, var sammála Rúnari og sagði skýrt í sínum huga að einkarekstur væri einfaldlega einkavæðing á þjónustu. Þórarinn Ingólfsson, formaður Félags íslenskra heimilislækna, sagðist í erindi sínu á fundinum ósammála þessu og sagði einkarekstur og einkavæðingu tvennt ólíkt. Svipaðar raddir heyrðust í kjölfar ræðu sem ég flutti í Hafnarfirði á frídegi verkalýðsins, 1. maí. Þetta er annað hvort meinlegur misskilningur sem rétt er að leiðrétta, eða tilraun til að stýra umræðunni með því að finna upp ný og mildari hugtök til að slá ryki í augu fólks. Rannsóknir Rúnars Vilhjálmssonar prófessors sýna að rúmlega 80 prósent landsmanna vilja að heilbrigðisþjónustan sé rekin fyrst og fremst af hinu opinbera. Það vita þeir sem vilja finna annað og hentugra orð fyrir einkavæðingu.Arðgreiðslur af skattfé Eins og Sigurbjörg nefndi í erindi sínu er mun auðveldara að einkavæða þjónustu heldur en að snúa til baka og láta ríkið sjá um verkefni sem áður voru í höndum einkaaðila. Með einkavæðingunni skapast viðskiptahagsmunir og kröfur um arðgreiðslur fyrir þjónustu sem fjármögnuð er af skattfé. Hættan er sú að þjónustan verði dreifð og brotakennd og að stjórnvöld missi möguleika á að forgangsraða og skipuleggja þjónustuna í þágu almannahagsmuna. Við getum fengið lánað orðatiltæki frá enskumælandi þjóðum til að auðvelda skilning. Ef eitthvað lítur út eins og önd, syndir eins og önd og hljómar eins og önd eru allar líkur á að það sé önd. Einkarekstur er ekkert annað en einkavæðing undir öðru nafni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar