John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. maí 2016 10:15 John Carlin er mikill Íslandsvinur. vísir John Carlin, heimsþekktur rithöfundur og blaðamaður, var á meðal fyrirlesara á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu sem sett var í morgun. Carlin hefur skrifað margar bækur um íþróttamenn og er mikill íþróttaáhugamaður sem og aðdáandi Íslands. Hann hóf ræðu sínu á að tala um hversu reiður hann er yfir einum hlut sem hann er búinn að heyra hér á landi síðustu daga: Að Ísland eigi ekki að leyfa sér að dreyma um árangur á EM og eigi að passa sig að gera ekki of miklar væntingar. „Ég segi til helvítis með þetta rugl. Ég þekki Ísland vel eftir að hafa kynnt mér landið í mörg ár og tala það upp út um allan heim. Þetta er ekki íslenski andinn,“ sagði Carlin. „Það er talað um að íslenska liðið geti kannski komist upp úr riðli því hann er álitlegur með Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi. Hvaða rugl er þetta? Farið þarna og vinnið riðilinn!“ sagði Carlin. Carlin kynntist Íslandi fyrst á síðustu öld þegar við höfðum betur gegn Bretum í þorskastríðinu. Hann hefur verið heillaður af landinu allar götur síðan og hitti sinn fyrsta Íslending í Barcelona þar sem hann bjó. Það var Eiður Smári Guðjohnsen. „Íslendingar vaxa ekki á trjánum þannig það er erfitt að kynnast Íslendingum. Sá fyrsti sem ég hitti var Eiður Smári Guðjohnsen þegar hann var að spila fyrir Barcelona. Ég hringdi í félagið og bað um að fá að tala við Eið Smára, en ekki um fótbolta heldur Ísland,“ sagði Carlin. „Eiður var virkilega flottur og maður sá hvað hann er stoltur að vera Íslendingur og stoltur af eigin afrekum. Þarna var hann að spila með Ronaldinho og Xavi og Messi var á leiðinni. Ég spurði hann hvernig væri að spila með þessum mönnum en hann sagði nú bara að þeir ættu að vera ánægðir að spila með sér,“ sagði Carlin á léttum nótum. Carlin er hrifinn af því hvernig Ísland reynir alltaf að gera meira en það ætti í raun að afreka miðað við stærð landsins. „Þið fóruð nú og keyptuð hálfa London og alla Kaupmannahöfn. Þar reyndar fóruð þið fyrst ofan í holuna og dýpst allra,“ sagði hann en hélt síðan áfram að hrósa Íslandi. „Meðal Íslendingurinn talar betri ensku en Englendingar. Þið eruð 300.000 með ykkar eigin óperuhús, eigið heimsfrægt tónlistarfólk, rithöfunda og eigið fólk sem býr til Hollywood-myndir. Svo er maturinn hér í heimsklassa,“ sagði John Carlin. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir John Carlin: Afrek Íslands í sama flokki og velgengni Trump Höfundurinn John Carlin mun flytja erindi á ráðstefnunni í Hörpu á morgun. 10. maí 2016 08:45 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
John Carlin, heimsþekktur rithöfundur og blaðamaður, var á meðal fyrirlesara á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu sem sett var í morgun. Carlin hefur skrifað margar bækur um íþróttamenn og er mikill íþróttaáhugamaður sem og aðdáandi Íslands. Hann hóf ræðu sínu á að tala um hversu reiður hann er yfir einum hlut sem hann er búinn að heyra hér á landi síðustu daga: Að Ísland eigi ekki að leyfa sér að dreyma um árangur á EM og eigi að passa sig að gera ekki of miklar væntingar. „Ég segi til helvítis með þetta rugl. Ég þekki Ísland vel eftir að hafa kynnt mér landið í mörg ár og tala það upp út um allan heim. Þetta er ekki íslenski andinn,“ sagði Carlin. „Það er talað um að íslenska liðið geti kannski komist upp úr riðli því hann er álitlegur með Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi. Hvaða rugl er þetta? Farið þarna og vinnið riðilinn!“ sagði Carlin. Carlin kynntist Íslandi fyrst á síðustu öld þegar við höfðum betur gegn Bretum í þorskastríðinu. Hann hefur verið heillaður af landinu allar götur síðan og hitti sinn fyrsta Íslending í Barcelona þar sem hann bjó. Það var Eiður Smári Guðjohnsen. „Íslendingar vaxa ekki á trjánum þannig það er erfitt að kynnast Íslendingum. Sá fyrsti sem ég hitti var Eiður Smári Guðjohnsen þegar hann var að spila fyrir Barcelona. Ég hringdi í félagið og bað um að fá að tala við Eið Smára, en ekki um fótbolta heldur Ísland,“ sagði Carlin. „Eiður var virkilega flottur og maður sá hvað hann er stoltur að vera Íslendingur og stoltur af eigin afrekum. Þarna var hann að spila með Ronaldinho og Xavi og Messi var á leiðinni. Ég spurði hann hvernig væri að spila með þessum mönnum en hann sagði nú bara að þeir ættu að vera ánægðir að spila með sér,“ sagði Carlin á léttum nótum. Carlin er hrifinn af því hvernig Ísland reynir alltaf að gera meira en það ætti í raun að afreka miðað við stærð landsins. „Þið fóruð nú og keyptuð hálfa London og alla Kaupmannahöfn. Þar reyndar fóruð þið fyrst ofan í holuna og dýpst allra,“ sagði hann en hélt síðan áfram að hrósa Íslandi. „Meðal Íslendingurinn talar betri ensku en Englendingar. Þið eruð 300.000 með ykkar eigin óperuhús, eigið heimsfrægt tónlistarfólk, rithöfunda og eigið fólk sem býr til Hollywood-myndir. Svo er maturinn hér í heimsklassa,“ sagði John Carlin.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir John Carlin: Afrek Íslands í sama flokki og velgengni Trump Höfundurinn John Carlin mun flytja erindi á ráðstefnunni í Hörpu á morgun. 10. maí 2016 08:45 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
John Carlin: Afrek Íslands í sama flokki og velgengni Trump Höfundurinn John Carlin mun flytja erindi á ráðstefnunni í Hörpu á morgun. 10. maí 2016 08:45
Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45