John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. maí 2016 10:15 John Carlin er mikill Íslandsvinur. vísir John Carlin, heimsþekktur rithöfundur og blaðamaður, var á meðal fyrirlesara á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu sem sett var í morgun. Carlin hefur skrifað margar bækur um íþróttamenn og er mikill íþróttaáhugamaður sem og aðdáandi Íslands. Hann hóf ræðu sínu á að tala um hversu reiður hann er yfir einum hlut sem hann er búinn að heyra hér á landi síðustu daga: Að Ísland eigi ekki að leyfa sér að dreyma um árangur á EM og eigi að passa sig að gera ekki of miklar væntingar. „Ég segi til helvítis með þetta rugl. Ég þekki Ísland vel eftir að hafa kynnt mér landið í mörg ár og tala það upp út um allan heim. Þetta er ekki íslenski andinn,“ sagði Carlin. „Það er talað um að íslenska liðið geti kannski komist upp úr riðli því hann er álitlegur með Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi. Hvaða rugl er þetta? Farið þarna og vinnið riðilinn!“ sagði Carlin. Carlin kynntist Íslandi fyrst á síðustu öld þegar við höfðum betur gegn Bretum í þorskastríðinu. Hann hefur verið heillaður af landinu allar götur síðan og hitti sinn fyrsta Íslending í Barcelona þar sem hann bjó. Það var Eiður Smári Guðjohnsen. „Íslendingar vaxa ekki á trjánum þannig það er erfitt að kynnast Íslendingum. Sá fyrsti sem ég hitti var Eiður Smári Guðjohnsen þegar hann var að spila fyrir Barcelona. Ég hringdi í félagið og bað um að fá að tala við Eið Smára, en ekki um fótbolta heldur Ísland,“ sagði Carlin. „Eiður var virkilega flottur og maður sá hvað hann er stoltur að vera Íslendingur og stoltur af eigin afrekum. Þarna var hann að spila með Ronaldinho og Xavi og Messi var á leiðinni. Ég spurði hann hvernig væri að spila með þessum mönnum en hann sagði nú bara að þeir ættu að vera ánægðir að spila með sér,“ sagði Carlin á léttum nótum. Carlin er hrifinn af því hvernig Ísland reynir alltaf að gera meira en það ætti í raun að afreka miðað við stærð landsins. „Þið fóruð nú og keyptuð hálfa London og alla Kaupmannahöfn. Þar reyndar fóruð þið fyrst ofan í holuna og dýpst allra,“ sagði hann en hélt síðan áfram að hrósa Íslandi. „Meðal Íslendingurinn talar betri ensku en Englendingar. Þið eruð 300.000 með ykkar eigin óperuhús, eigið heimsfrægt tónlistarfólk, rithöfunda og eigið fólk sem býr til Hollywood-myndir. Svo er maturinn hér í heimsklassa,“ sagði John Carlin. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir John Carlin: Afrek Íslands í sama flokki og velgengni Trump Höfundurinn John Carlin mun flytja erindi á ráðstefnunni í Hörpu á morgun. 10. maí 2016 08:45 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Sjá meira
John Carlin, heimsþekktur rithöfundur og blaðamaður, var á meðal fyrirlesara á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu sem sett var í morgun. Carlin hefur skrifað margar bækur um íþróttamenn og er mikill íþróttaáhugamaður sem og aðdáandi Íslands. Hann hóf ræðu sínu á að tala um hversu reiður hann er yfir einum hlut sem hann er búinn að heyra hér á landi síðustu daga: Að Ísland eigi ekki að leyfa sér að dreyma um árangur á EM og eigi að passa sig að gera ekki of miklar væntingar. „Ég segi til helvítis með þetta rugl. Ég þekki Ísland vel eftir að hafa kynnt mér landið í mörg ár og tala það upp út um allan heim. Þetta er ekki íslenski andinn,“ sagði Carlin. „Það er talað um að íslenska liðið geti kannski komist upp úr riðli því hann er álitlegur með Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi. Hvaða rugl er þetta? Farið þarna og vinnið riðilinn!“ sagði Carlin. Carlin kynntist Íslandi fyrst á síðustu öld þegar við höfðum betur gegn Bretum í þorskastríðinu. Hann hefur verið heillaður af landinu allar götur síðan og hitti sinn fyrsta Íslending í Barcelona þar sem hann bjó. Það var Eiður Smári Guðjohnsen. „Íslendingar vaxa ekki á trjánum þannig það er erfitt að kynnast Íslendingum. Sá fyrsti sem ég hitti var Eiður Smári Guðjohnsen þegar hann var að spila fyrir Barcelona. Ég hringdi í félagið og bað um að fá að tala við Eið Smára, en ekki um fótbolta heldur Ísland,“ sagði Carlin. „Eiður var virkilega flottur og maður sá hvað hann er stoltur að vera Íslendingur og stoltur af eigin afrekum. Þarna var hann að spila með Ronaldinho og Xavi og Messi var á leiðinni. Ég spurði hann hvernig væri að spila með þessum mönnum en hann sagði nú bara að þeir ættu að vera ánægðir að spila með sér,“ sagði Carlin á léttum nótum. Carlin er hrifinn af því hvernig Ísland reynir alltaf að gera meira en það ætti í raun að afreka miðað við stærð landsins. „Þið fóruð nú og keyptuð hálfa London og alla Kaupmannahöfn. Þar reyndar fóruð þið fyrst ofan í holuna og dýpst allra,“ sagði hann en hélt síðan áfram að hrósa Íslandi. „Meðal Íslendingurinn talar betri ensku en Englendingar. Þið eruð 300.000 með ykkar eigin óperuhús, eigið heimsfrægt tónlistarfólk, rithöfunda og eigið fólk sem býr til Hollywood-myndir. Svo er maturinn hér í heimsklassa,“ sagði John Carlin.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir John Carlin: Afrek Íslands í sama flokki og velgengni Trump Höfundurinn John Carlin mun flytja erindi á ráðstefnunni í Hörpu á morgun. 10. maí 2016 08:45 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Sjá meira
John Carlin: Afrek Íslands í sama flokki og velgengni Trump Höfundurinn John Carlin mun flytja erindi á ráðstefnunni í Hörpu á morgun. 10. maí 2016 08:45
Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45