Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. maí 2016 12:15 Kevin Keegan fór á kostum í Hörpu í morgun. vísir/anton brink Kevin Keegan, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Englands, og David Moyes, fyrrverandi knattspyrnustjóri Everton og Manchester United, sátu pallborðsumræður á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu í morgun. Þeir, ásamt Höllu Tómasdóttur, forsetaframbjóðanda, og Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar, ræddu um hvernig skal byggja upp gott lið frá grunni og mynda góða liðsheild. "Heiðarleiki skiptir miklu máli í þessu starfi. Starfsliðið þitt kann að meta fólk sem segir það sem það er að hugsa," sagði Moyes um einn af lyklunum að góðum árangri í fótbolta og viðskiptum. "En ef þú ert heiðarlegur ertu ekki vinsæll," bætti Moyes við. "Þannig er það bara. Stundum þarf maður að segja leikmönnum að þeir þurfi að fara. Eina leiðin til að vinna er að vera með besta liðið og til að vera með besta liðið þarftu stundum að senda menn í burtu og vera heiðarlegur. Sá sem gerir það er ekki vinsæll."David Moyes kom með marga flotta punkta.vísir/anton brinkHafnað tvisvar sinnum Kevin Keegan tók að hluta undir orð Moyes en sagði að hvítar lygar væru líka nauðsyn þegar knattspyrnustjórar eru að reyna að halda öllum hópnum góðum yfir heilt keppnistímabil. "Stundum þarftu sem leiðtogi og stjóri að ljúga. Það eru bara þeir ellefu hverju sinni sem eru sáttir við þig. Aðrir vilja fá svör og spyrja hvort þeirra tækifæri sé handan við hornið. Þegar það gerist þarf maður að passa sig hvað maður segir," sagði Keegan. Aftur á móti benti Keegan á að stundum er bara best að segja leikmönnum að þeir fái líklega ekki tækifæri. Höfnun er nefnilega ekki alltaf slæmur hlutur. "Stundum er best að hafna mönnum. Höfnun er stundum það besta sem kemur fyrir íþróttamenn. Öllum bestu leikmönnum heims hefur verið hafnað á einhverjum tímapunkti," sagði Keegan sem tvisvar sinnum var kjörinn besti knattspyrnumaður Evrópu. "Mér var hafnað tvisvar sinnum snemma á ferlinum. Ég fór þá aftur í skólann þar sem einn kennari sagði við mig að gleyma þessum draumum mínum því ég yrði aldrei góður fótboltamaður. Ég er enn að leita að þessum kennara. Er hann hér í dag?" sagði Kevin Keegan og allir í salnum hlógu. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Formaður knattspyrnudeildar FH og fjármálaráðherra ekki sammála um framtíð knattspyrnuvalla á Íslandi. 11. maí 2016 10:45 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Sjá meira
Kevin Keegan, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Englands, og David Moyes, fyrrverandi knattspyrnustjóri Everton og Manchester United, sátu pallborðsumræður á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu í morgun. Þeir, ásamt Höllu Tómasdóttur, forsetaframbjóðanda, og Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar, ræddu um hvernig skal byggja upp gott lið frá grunni og mynda góða liðsheild. "Heiðarleiki skiptir miklu máli í þessu starfi. Starfsliðið þitt kann að meta fólk sem segir það sem það er að hugsa," sagði Moyes um einn af lyklunum að góðum árangri í fótbolta og viðskiptum. "En ef þú ert heiðarlegur ertu ekki vinsæll," bætti Moyes við. "Þannig er það bara. Stundum þarf maður að segja leikmönnum að þeir þurfi að fara. Eina leiðin til að vinna er að vera með besta liðið og til að vera með besta liðið þarftu stundum að senda menn í burtu og vera heiðarlegur. Sá sem gerir það er ekki vinsæll."David Moyes kom með marga flotta punkta.vísir/anton brinkHafnað tvisvar sinnum Kevin Keegan tók að hluta undir orð Moyes en sagði að hvítar lygar væru líka nauðsyn þegar knattspyrnustjórar eru að reyna að halda öllum hópnum góðum yfir heilt keppnistímabil. "Stundum þarftu sem leiðtogi og stjóri að ljúga. Það eru bara þeir ellefu hverju sinni sem eru sáttir við þig. Aðrir vilja fá svör og spyrja hvort þeirra tækifæri sé handan við hornið. Þegar það gerist þarf maður að passa sig hvað maður segir," sagði Keegan. Aftur á móti benti Keegan á að stundum er bara best að segja leikmönnum að þeir fái líklega ekki tækifæri. Höfnun er nefnilega ekki alltaf slæmur hlutur. "Stundum er best að hafna mönnum. Höfnun er stundum það besta sem kemur fyrir íþróttamenn. Öllum bestu leikmönnum heims hefur verið hafnað á einhverjum tímapunkti," sagði Keegan sem tvisvar sinnum var kjörinn besti knattspyrnumaður Evrópu. "Mér var hafnað tvisvar sinnum snemma á ferlinum. Ég fór þá aftur í skólann þar sem einn kennari sagði við mig að gleyma þessum draumum mínum því ég yrði aldrei góður fótboltamaður. Ég er enn að leita að þessum kennara. Er hann hér í dag?" sagði Kevin Keegan og allir í salnum hlógu.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Formaður knattspyrnudeildar FH og fjármálaráðherra ekki sammála um framtíð knattspyrnuvalla á Íslandi. 11. maí 2016 10:45 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Sjá meira
John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15
Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42
Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Formaður knattspyrnudeildar FH og fjármálaráðherra ekki sammála um framtíð knattspyrnuvalla á Íslandi. 11. maí 2016 10:45
Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu