Dagur búinn að skipta um skoðun um ástæðu velgengni karlalandsliðsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2016 14:00 Dagur SIgurðsson var í panel með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, Unu Steinsdóttur og Ivan Bravo. Vísir/Anton Brink Dagur Sigurðsson, þjálfari karlalandsliðs Þýskalands í handbolta, segist hafa upplifað það í Þýskalandi að fólki fyndist hann vera með nýbreyti að hugsa út fyrir kassann og draga leikmenn út úr þægindahringnum við liðsuppbyggingu. Hann segist sjálfur ekki hafa áttað sig á því og það væri í raun ekki eitthvað sem hann liti svo á að hann einbeitti sér mikið að. Dagur rifjaði upp þegar hann fór með þýska landsliðið til Íslands og lét það gista á Kex Hostel, gistiheimili í Reykjavík sem Dagur á hlut í. Leikmenn fóru í gönguferðir í íslenskri náttúru og hittu íslenska listamenn. Frá sjónarhóli Dags hefði þetta hins vegar ekki verið að fara út fyrir kassann, að fara út úr kassanum. Hann hefði náttúrulega verið á heimavelli. Hann hefði þó áttað sig á sjónarhorni Þjóðverjans sem fannst þetta mjög frumleg nálgun.Hlutir geta orðið 'viral' á augabragði Landsliðsþjálfarinn, sem gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum í janúar, minntist á samfélagsmiðla og áhrif þeirra sem séu mikil bæði í íþróttum og viðskiptum. Eftir slæmt tap þá séu allir að ræða það á samfélagsmiðlum, um frammistöðuna og hlutir geta orðið ‘viral’ á augabragði. Það sama geti komið fyrir fyrirtæki og það verði að hafa í huga. Dagur ræddi nálgun sína á leikmenn Evrópumeistaraliðsins, og hvernig hann nálgaðist leikmennina sem nú mætti segja að væru orðnir að stórstjörnum. Framundan væru Ólympíuleikar þar sem velja þyrfti hóp, ekki yrðu allir sáttir við valið. „Það er mikilvægt að vera einlægur og hreinskilinn við valið,“ segir Dagur. Mikilvægt sé að upplifa það að þú hafir traustið til að velja. Hann hafi það núna, líkt og Heimir og Lars í fótboltalandsliði karla. Þeir hafi fengið traust með góðum árangri og það hafi Dagur núna. „Ég tek 15 leikmenn með mér og það verður auðvitað erfitt að skilja einhvern eftir. En þá ákvörðun þarf einhver að taka, og það er ég,“ sagði Dagur. „Þetta er ekki stærsta vandamálið mitt,“ sagði Dagur. Klúbbum og þjálfurum að þakka Landsliðsþjálfarinn var spurður út í árangur Íslands í íþróttum og ástæðuna. Hann sagðist hafa skipt um skoðun á dögunum. „Ég var vanur að segja að það væri út af höllunum,“ sagði Dagur og minntist á innanhússaðstöðuna á Íslandi sem hefur umbreyst undanfarinn rúman áratug. Þegar farið væri á saumana á árangri karlalandsliðsins í fótbolta og fjölda leikmanna sem hafa þróast í höllunum þá gengi það ekki upp. Þeir væru ekki nógu margir. „Þetta snýst meira um þjálfarna og klúbbana,“ sagði Dagur. Ekki megi gleyma því að Íslendingar séu fámennari en íbúar Lúxemborgar. Lands á milli Þýskalands og Hollands sem séu risar í fótbolta og með næga peninga á milli handanna. „Þeir framleiða ekki svo marga toppíþróttamenn, ekki listamenn heldur,“ sagði Dagur. Árangurinn snúi meira að því hvernig við hlúum að börnunum með góðum og metnaðarfullum þjálfurum og skipulagi í félögunum sem finna megi í öllum hverfum á landinu. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Sjá meira
Dagur Sigurðsson, þjálfari karlalandsliðs Þýskalands í handbolta, segist hafa upplifað það í Þýskalandi að fólki fyndist hann vera með nýbreyti að hugsa út fyrir kassann og draga leikmenn út úr þægindahringnum við liðsuppbyggingu. Hann segist sjálfur ekki hafa áttað sig á því og það væri í raun ekki eitthvað sem hann liti svo á að hann einbeitti sér mikið að. Dagur rifjaði upp þegar hann fór með þýska landsliðið til Íslands og lét það gista á Kex Hostel, gistiheimili í Reykjavík sem Dagur á hlut í. Leikmenn fóru í gönguferðir í íslenskri náttúru og hittu íslenska listamenn. Frá sjónarhóli Dags hefði þetta hins vegar ekki verið að fara út fyrir kassann, að fara út úr kassanum. Hann hefði náttúrulega verið á heimavelli. Hann hefði þó áttað sig á sjónarhorni Þjóðverjans sem fannst þetta mjög frumleg nálgun.Hlutir geta orðið 'viral' á augabragði Landsliðsþjálfarinn, sem gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum í janúar, minntist á samfélagsmiðla og áhrif þeirra sem séu mikil bæði í íþróttum og viðskiptum. Eftir slæmt tap þá séu allir að ræða það á samfélagsmiðlum, um frammistöðuna og hlutir geta orðið ‘viral’ á augabragði. Það sama geti komið fyrir fyrirtæki og það verði að hafa í huga. Dagur ræddi nálgun sína á leikmenn Evrópumeistaraliðsins, og hvernig hann nálgaðist leikmennina sem nú mætti segja að væru orðnir að stórstjörnum. Framundan væru Ólympíuleikar þar sem velja þyrfti hóp, ekki yrðu allir sáttir við valið. „Það er mikilvægt að vera einlægur og hreinskilinn við valið,“ segir Dagur. Mikilvægt sé að upplifa það að þú hafir traustið til að velja. Hann hafi það núna, líkt og Heimir og Lars í fótboltalandsliði karla. Þeir hafi fengið traust með góðum árangri og það hafi Dagur núna. „Ég tek 15 leikmenn með mér og það verður auðvitað erfitt að skilja einhvern eftir. En þá ákvörðun þarf einhver að taka, og það er ég,“ sagði Dagur. „Þetta er ekki stærsta vandamálið mitt,“ sagði Dagur. Klúbbum og þjálfurum að þakka Landsliðsþjálfarinn var spurður út í árangur Íslands í íþróttum og ástæðuna. Hann sagðist hafa skipt um skoðun á dögunum. „Ég var vanur að segja að það væri út af höllunum,“ sagði Dagur og minntist á innanhússaðstöðuna á Íslandi sem hefur umbreyst undanfarinn rúman áratug. Þegar farið væri á saumana á árangri karlalandsliðsins í fótbolta og fjölda leikmanna sem hafa þróast í höllunum þá gengi það ekki upp. Þeir væru ekki nógu margir. „Þetta snýst meira um þjálfarna og klúbbana,“ sagði Dagur. Ekki megi gleyma því að Íslendingar séu fámennari en íbúar Lúxemborgar. Lands á milli Þýskalands og Hollands sem séu risar í fótbolta og með næga peninga á milli handanna. „Þeir framleiða ekki svo marga toppíþróttamenn, ekki listamenn heldur,“ sagði Dagur. Árangurinn snúi meira að því hvernig við hlúum að börnunum með góðum og metnaðarfullum þjálfurum og skipulagi í félögunum sem finna megi í öllum hverfum á landinu.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Sjá meira
Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42
Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu