Bara einn verður skilinn eftir hjá Belgum | Enginn Kompany Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2016 11:45 Eden Hazard verður með fyrirliðabandið hjá Belgum. Vísir/Getty Marc Wilmots, þjálfari belgíska landsliðsins í fótbolta, hefur valið 24 manna æfingahóp sinn fyrir Evrópumótið í fótbolta sem fer fram í Frakklandi í sumar. Hver þjóð þarf að tilkynna inn 23 manna hóp til UEFA fyrir 31. maí en íslensku landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu sinn 23 manna lokahóp á mánudaginn var. Marc Wilmots þarf því bara að skera niður um einn leikmann á næstu þremur vikum tæpum því hann valdi bara einn aukamann. Belgísku leikmennirnir í enska boltanum eru áberandi á listanum en alls spila 12 af leikmönnunum 24 í Englandi. Leikmenn eins og Thibaut Courtois, Simon Mignolet, Toby Alderweireld, Jan Vertonghen, Dedrick Boyata, Moussa Dembele, Marouane Fellaini, Eden Hazard, Kevin De Bruyne, Divock Origi, Romelu Lukaku og Christian Benteke eru allir í hópnum en þeir Nacer Chadli og Kevin Mirallas eru báðir á bakvakt. Vincent Kompany, fyrirliði liðsins, er meiddur og verður ekki með á EM. Marc Wilmots gaf það líka út á blaðamannafundi að Kompany verði ekki hluti af þjálfarateyminu á mótinu. Wilmots tilkynnti það líka að Eden Hazard taki við fyrirliðabandinu og verði fyrirliði Belga á EM í Frakklandi. Belgar eru í riðli með Ítalíu, Írlandi og Svíþjóð og fyrsti leikur liðsins er á móti Ítölum í Lyon 13. júní.24 manna æfingahópur Belgíu fyrir EM:Markmennn: Thibaut Courtois, Simon Mignolet, Jean-François Gillet.Varnarmenn: Toby Alderweireld, Dedryck Boyata, Jason Denayer, Björn Engels, Nicolas Lombaerts, Jordan Lukaku, Thomas Meunier, Thomas Vermaelen, Jan Vertonghen.Miðjumenn: Mousa Dembele, Marouane Fellaini, Radja Nainggolan, Axel Witsel, Eden Hazard, Kevin De Bruyne, Yannick Carrasco, Dries Mertens.Framherjar: Michy Batshuayi, Christian Benteke, Divock Origi, Romelu Lukaku. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Marc Wilmots, þjálfari belgíska landsliðsins í fótbolta, hefur valið 24 manna æfingahóp sinn fyrir Evrópumótið í fótbolta sem fer fram í Frakklandi í sumar. Hver þjóð þarf að tilkynna inn 23 manna hóp til UEFA fyrir 31. maí en íslensku landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu sinn 23 manna lokahóp á mánudaginn var. Marc Wilmots þarf því bara að skera niður um einn leikmann á næstu þremur vikum tæpum því hann valdi bara einn aukamann. Belgísku leikmennirnir í enska boltanum eru áberandi á listanum en alls spila 12 af leikmönnunum 24 í Englandi. Leikmenn eins og Thibaut Courtois, Simon Mignolet, Toby Alderweireld, Jan Vertonghen, Dedrick Boyata, Moussa Dembele, Marouane Fellaini, Eden Hazard, Kevin De Bruyne, Divock Origi, Romelu Lukaku og Christian Benteke eru allir í hópnum en þeir Nacer Chadli og Kevin Mirallas eru báðir á bakvakt. Vincent Kompany, fyrirliði liðsins, er meiddur og verður ekki með á EM. Marc Wilmots gaf það líka út á blaðamannafundi að Kompany verði ekki hluti af þjálfarateyminu á mótinu. Wilmots tilkynnti það líka að Eden Hazard taki við fyrirliðabandinu og verði fyrirliði Belga á EM í Frakklandi. Belgar eru í riðli með Ítalíu, Írlandi og Svíþjóð og fyrsti leikur liðsins er á móti Ítölum í Lyon 13. júní.24 manna æfingahópur Belgíu fyrir EM:Markmennn: Thibaut Courtois, Simon Mignolet, Jean-François Gillet.Varnarmenn: Toby Alderweireld, Dedryck Boyata, Jason Denayer, Björn Engels, Nicolas Lombaerts, Jordan Lukaku, Thomas Meunier, Thomas Vermaelen, Jan Vertonghen.Miðjumenn: Mousa Dembele, Marouane Fellaini, Radja Nainggolan, Axel Witsel, Eden Hazard, Kevin De Bruyne, Yannick Carrasco, Dries Mertens.Framherjar: Michy Batshuayi, Christian Benteke, Divock Origi, Romelu Lukaku.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira