Brexit: Ætti ég að vera eða fara? Lars Christensen skrifar 4. maí 2016 11:10 Should I stay or should I go?“ var titillinn á frægu pönklagi The Clash 1981. En þetta er líka spurningin sem breskir kjósendur þurfa bráð- um að svara – ætti Bretland að vera áfram í Evrópusambandinu eða fara – einnig kallað Brexit. Skoðanakannanir gefa til kynna að mjög mjótt verði á mununum á milli stríðandi fylkinga – „vera“ og „fara“. En ef við lítum á hina svokölluðu spámarkaði og hlutföllin hjá veðmöngurum virðast líkur á að Bretar velji að fara úr ESB vera einn þriðji og þar af leiðandi er líklegast – þrátt fyrir jafnar skoðanakannanir – að Bretar velji að vera áfram á ESB. En ekkert er gefið og útganga Breta úr Evrópusambandinu myndi að sjálfsögðu hafa afleiðingar fyrir Bretland, bæði pólitískar og efnahagslegar, en það myndi að sama skapi hafa afleiðingar fyrir hin Evr- ópusambandslöndin og auðvitað fyrir evrópska hagkerfið. Ef við einbeitum okkur að efnahagslegum afleiðingum fyrir Evrópu þá fara þær algerlega eftir ákvörðunum stjórnvalda í Brussel (og sennilega sérstaklega í Berlín og París), en ekkert virðist „góð“ útkoma. Eða eins og Clash söng: „If I go there will be trouble, and if I stay it will be double.“ Við töpum hvernig sem fer – eða öllu heldur, spurningin er ekki bara um það hvort Bretland segi skilið við ESB. Hún er frekar um það hvaða stefnu við munum sjá bæði í Bretlandi og Evrópusambandinu eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Einn möguleikinn er að Evrópusambandið segi: „Heimsku Bretar – nú standið þið einir og við viljum ekkert með ykkur hafa og þið eruð ekki velkomnir á innri markaðnum.“ Hinn möguleikinn gæti verið mun skynsamlegri og betur ígrundaður valkostur – valkostur þar sem leiðtogar Evrópusambandsins viðurkenna að ekki sé allt eins og það ætti að vera í Evrópu, og að kannski sé kominn tími til að staldra við og styrkja það sem raunverulega virkar í Evrópu – innri markaðinn – og gleyma draumnum (martröðinni?) um frekari pólitískan samruna í Evrópu. Það er augljós ástæða til að óttast að við fáum útgáfu af „heimsku Bretar“ valkostinum og í versta falli gætum við séð gripið til verndartolla hjá Evrópusambandinu gegn Bretum. Hvað þetta varðar þarf að hafa í huga að umbótasinnuðu löndin munu missa mikilvægan bandamann ef Bretland fer. Þannig gæti maður óttast að ESB án Bretlands yrði ESB sem stjórnaðist meira af franskri hagfræðihugsun með meira regluverki og ríkisafskiptum af efnahagslífinu, frekar en umbótastefnu frjálsa markaðarins, sem Bretar hafa yfirleitt stutt. Evrópusamband sem stjórnast af „franskri“ hagfræðihugsun væri sannarlega ekki góðar fréttir fyrir evrópska hagkerfið, sem þjáist nú þegar af meiriháttar kerfisvandamálum. En það þarf ekki endilega að vera þannig. Evrópusambandsríkin gætu einnig valið vel ígrundaða kostinn og viðurkennt loksins að fáir Evrópubúar vilja Evrópska ofurríkið og að svarið við vanda Evrópu er einmitt umbætur úr smiðju Breta og minni miðstýring. Ef Evrópa velur þá leið ætti kostnaðurinn við Brexit að verða viðráðanlegur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Lars Christensen Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Should I stay or should I go?“ var titillinn á frægu pönklagi The Clash 1981. En þetta er líka spurningin sem breskir kjósendur þurfa bráð- um að svara – ætti Bretland að vera áfram í Evrópusambandinu eða fara – einnig kallað Brexit. Skoðanakannanir gefa til kynna að mjög mjótt verði á mununum á milli stríðandi fylkinga – „vera“ og „fara“. En ef við lítum á hina svokölluðu spámarkaði og hlutföllin hjá veðmöngurum virðast líkur á að Bretar velji að fara úr ESB vera einn þriðji og þar af leiðandi er líklegast – þrátt fyrir jafnar skoðanakannanir – að Bretar velji að vera áfram á ESB. En ekkert er gefið og útganga Breta úr Evrópusambandinu myndi að sjálfsögðu hafa afleiðingar fyrir Bretland, bæði pólitískar og efnahagslegar, en það myndi að sama skapi hafa afleiðingar fyrir hin Evr- ópusambandslöndin og auðvitað fyrir evrópska hagkerfið. Ef við einbeitum okkur að efnahagslegum afleiðingum fyrir Evrópu þá fara þær algerlega eftir ákvörðunum stjórnvalda í Brussel (og sennilega sérstaklega í Berlín og París), en ekkert virðist „góð“ útkoma. Eða eins og Clash söng: „If I go there will be trouble, and if I stay it will be double.“ Við töpum hvernig sem fer – eða öllu heldur, spurningin er ekki bara um það hvort Bretland segi skilið við ESB. Hún er frekar um það hvaða stefnu við munum sjá bæði í Bretlandi og Evrópusambandinu eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Einn möguleikinn er að Evrópusambandið segi: „Heimsku Bretar – nú standið þið einir og við viljum ekkert með ykkur hafa og þið eruð ekki velkomnir á innri markaðnum.“ Hinn möguleikinn gæti verið mun skynsamlegri og betur ígrundaður valkostur – valkostur þar sem leiðtogar Evrópusambandsins viðurkenna að ekki sé allt eins og það ætti að vera í Evrópu, og að kannski sé kominn tími til að staldra við og styrkja það sem raunverulega virkar í Evrópu – innri markaðinn – og gleyma draumnum (martröðinni?) um frekari pólitískan samruna í Evrópu. Það er augljós ástæða til að óttast að við fáum útgáfu af „heimsku Bretar“ valkostinum og í versta falli gætum við séð gripið til verndartolla hjá Evrópusambandinu gegn Bretum. Hvað þetta varðar þarf að hafa í huga að umbótasinnuðu löndin munu missa mikilvægan bandamann ef Bretland fer. Þannig gæti maður óttast að ESB án Bretlands yrði ESB sem stjórnaðist meira af franskri hagfræðihugsun með meira regluverki og ríkisafskiptum af efnahagslífinu, frekar en umbótastefnu frjálsa markaðarins, sem Bretar hafa yfirleitt stutt. Evrópusamband sem stjórnast af „franskri“ hagfræðihugsun væri sannarlega ekki góðar fréttir fyrir evrópska hagkerfið, sem þjáist nú þegar af meiriháttar kerfisvandamálum. En það þarf ekki endilega að vera þannig. Evrópusambandsríkin gætu einnig valið vel ígrundaða kostinn og viðurkennt loksins að fáir Evrópubúar vilja Evrópska ofurríkið og að svarið við vanda Evrópu er einmitt umbætur úr smiðju Breta og minni miðstýring. Ef Evrópa velur þá leið ætti kostnaðurinn við Brexit að verða viðráðanlegur.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar