Framtíð útflutningsþjónustu Lilja Alfreðsdóttir skrifar 26. apríl 2016 07:00 Nýlega kynnti Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lokayfirlýsingu sína um stöðu og horfur á Íslandi þar sem segir að ótvíræður árangur hafi náðst í efnahagslífinu hér á landi. Það hefur verið tekið á stóru málunum af festu og það er góður gangur í efnahagslífinu og fyrir utan helstu stoðir atvinnulífsins á Íslandi þá liggur hér til grundvallar sú mikla fjölgun ferðamanna sem við höfum séð á undanförnum árum. Þetta styður við hagvöxtinn og skapar gjaldeyristekjur. Útflutningsverðmæti sjávarafurða námu um 265 milljörðum króna á síðasta ári, sem var eitt af betri árum í sögu íslensks sjávarútvegs, og það þrátt fyrir viðsjár á mikilvægum mörkuðum og áskoranir þeim tengdar. Í þessu ljósi ber að hrósa íslenskum sjávarútvegi fyrir hve vel honum hefur tekist að laga sig að breyttum aðstæðum. Sem opið og útflutningsdrifið markaðshagkerfi er Ísland oftar en ekki háð þróun mála á alþjóðavettvangi og pólitískum aðstæðum í viðskiptaríkjum okkar. Það er ljóst að stjórnvöld og atvinnulíf þurfa að vera samhent í viðbrögðum og undirbúningi og reyna að sjá til framtíðar þannig að við höfum úr sem flestum körfum að velja fyrir eggin okkar. Á nýafstöðnum ársfundi Íslandsstofu kallaði ég því eftir því að stjórnvöld og atvinnulífið taki höndum saman við að efla vöxt gjaldeyristekna Íslands til muna næstu 15 árin. Með stofnun Íslandsstofu árið 2010 voru tekin mikilvæg skref til að koma til móts við hugmyndir um aukið samstarf opinberra aðila og atvinnulífsins, markvissari nýtingu fjármuna, aukna samhæfingu og öflugri þjónustu erlendis. Nú er komin reynsla á starfsemina og mörg afar jákvæð verkefni hafa litið dagsins ljós og ber að þakka ötulu starfsfólki Íslandsstofu fyrir eljusemina.Efla þarf starfsemina Ég vil efla þessa starfsemi enn frekar og gera hana eftirsóknarverða fyrir alla íslenska útflytjendur og verður áhersla lögð á þrennt. Í fyrsta lagi þarf að styrkja langtímastefnumótun sem byggir á breiðu samráði, pólitískri skuldbindingu, gagnsæi og skýrleika í fjármögnun. Í öðru lagi er lagt til að sett verði á laggirnar útflutnings- og markaðsráð sem myndi bera ábyrgð á langtímastefnunni og er hér horft til þess skipulags sem hefur verið um árabil með vísinda- og tækniráði, en í því sitja nokkrir ráðherrar og fulltrúar hagsmunaaðila. Í þriðja lagi þurfum við fastari mælikvarða til að geta greint hvort okkur er að takast það sem við leggjum upp með í okkar stefnumótun. Þá þarf Íslandsstofa að fá skýrleika í sitt rekstrarform og síðast en ekki síst er afar mikilvægt að samþætta betur starfsemi Íslandsstofu og utanríkisþjónustunnar og styrkja þannig enn frekar þjónustuna við viðskiptalífið sem afar mikilvægt er að hlúa að. Til að hrinda framangreindum aðgerðum í framkvæmd horfi ég til þess að á næstunni munum við skipa nýja stjórn Íslandsstofu sem ég tel að eigi að taka það sem sitt meginhlutverk að hrinda þessum tillögum í framkvæmd og eftir atvikum gera þær breytingar í fyrirkomulagi og starfi sem til þarf í þessu skyni og styrkja enn frekar það öfluga starf sem unnið er innan veggja Íslandsstofu og úti á mörkuðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Nýlega kynnti Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lokayfirlýsingu sína um stöðu og horfur á Íslandi þar sem segir að ótvíræður árangur hafi náðst í efnahagslífinu hér á landi. Það hefur verið tekið á stóru málunum af festu og það er góður gangur í efnahagslífinu og fyrir utan helstu stoðir atvinnulífsins á Íslandi þá liggur hér til grundvallar sú mikla fjölgun ferðamanna sem við höfum séð á undanförnum árum. Þetta styður við hagvöxtinn og skapar gjaldeyristekjur. Útflutningsverðmæti sjávarafurða námu um 265 milljörðum króna á síðasta ári, sem var eitt af betri árum í sögu íslensks sjávarútvegs, og það þrátt fyrir viðsjár á mikilvægum mörkuðum og áskoranir þeim tengdar. Í þessu ljósi ber að hrósa íslenskum sjávarútvegi fyrir hve vel honum hefur tekist að laga sig að breyttum aðstæðum. Sem opið og útflutningsdrifið markaðshagkerfi er Ísland oftar en ekki háð þróun mála á alþjóðavettvangi og pólitískum aðstæðum í viðskiptaríkjum okkar. Það er ljóst að stjórnvöld og atvinnulíf þurfa að vera samhent í viðbrögðum og undirbúningi og reyna að sjá til framtíðar þannig að við höfum úr sem flestum körfum að velja fyrir eggin okkar. Á nýafstöðnum ársfundi Íslandsstofu kallaði ég því eftir því að stjórnvöld og atvinnulífið taki höndum saman við að efla vöxt gjaldeyristekna Íslands til muna næstu 15 árin. Með stofnun Íslandsstofu árið 2010 voru tekin mikilvæg skref til að koma til móts við hugmyndir um aukið samstarf opinberra aðila og atvinnulífsins, markvissari nýtingu fjármuna, aukna samhæfingu og öflugri þjónustu erlendis. Nú er komin reynsla á starfsemina og mörg afar jákvæð verkefni hafa litið dagsins ljós og ber að þakka ötulu starfsfólki Íslandsstofu fyrir eljusemina.Efla þarf starfsemina Ég vil efla þessa starfsemi enn frekar og gera hana eftirsóknarverða fyrir alla íslenska útflytjendur og verður áhersla lögð á þrennt. Í fyrsta lagi þarf að styrkja langtímastefnumótun sem byggir á breiðu samráði, pólitískri skuldbindingu, gagnsæi og skýrleika í fjármögnun. Í öðru lagi er lagt til að sett verði á laggirnar útflutnings- og markaðsráð sem myndi bera ábyrgð á langtímastefnunni og er hér horft til þess skipulags sem hefur verið um árabil með vísinda- og tækniráði, en í því sitja nokkrir ráðherrar og fulltrúar hagsmunaaðila. Í þriðja lagi þurfum við fastari mælikvarða til að geta greint hvort okkur er að takast það sem við leggjum upp með í okkar stefnumótun. Þá þarf Íslandsstofa að fá skýrleika í sitt rekstrarform og síðast en ekki síst er afar mikilvægt að samþætta betur starfsemi Íslandsstofu og utanríkisþjónustunnar og styrkja þannig enn frekar þjónustuna við viðskiptalífið sem afar mikilvægt er að hlúa að. Til að hrinda framangreindum aðgerðum í framkvæmd horfi ég til þess að á næstunni munum við skipa nýja stjórn Íslandsstofu sem ég tel að eigi að taka það sem sitt meginhlutverk að hrinda þessum tillögum í framkvæmd og eftir atvikum gera þær breytingar í fyrirkomulagi og starfi sem til þarf í þessu skyni og styrkja enn frekar það öfluga starf sem unnið er innan veggja Íslandsstofu og úti á mörkuðum.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun