Alfreð að læra sjötta tungumálið: Mikilvægt að aðlagast fólkinu og bænum Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. apríl 2016 08:00 Framherji og tungumálamaður. vísir/getty Alfreð Finnbogason er ekki bara öflugur framherji sem er búinn að skora fjögur mörk í síðustu fimm leikjum fyrir Augsburg í þýsku 1. deildinni heldur er hann einnig mikill tungumálamaður. Það virðist afskaplega auðvelt fyrir Alfreð að læra tungumál en hann var fljótlega byrjaður að tala hollensku þegar hann var þar og þá náði hann tökum á spænskunni á mettíma. Nú er Alfreð aðeins búinn að vera í Þýskalandi í tæpa þrjá mánuði en samt byrjaður að svara fyrir sig á þýsku á blaðamannafundum.„Ég get talað hana aðeins en skil nokkuð vel,“ segir Alfreð í samtali við Fréttablaðið. „Ég fer í tíma en hlusta svo mikið og læri. Maður heyrir frasa og svo er ég duglegur að skrifa niður það sem ég læri og fara yfir það,“ segir Alfreð. „Það hefur alltaf verið mér mjög auðvelt að læra tungumál og sérstaklega þegar maður er að bæta við.“ Alfreð talar nú íslensku, sænsku, hollensku, ítölsku, spænsku og er að læra sjötta tungumálið; þýsku. Hann leggur mikinn metnað í að læra tungumálið þar sem hann spilar. „Maður fær alltaf kredit fyrir að leggja sig fram í þessu og reyna. Þó maður gerir einhverjar vitleysur kann fólk að meta að maður sé að reyna að læra tungumálið sem fyrst. Það er mikilvægt að mér finnst að aðlagast fólkinu og bænum sem fyrst,“ segir Alfreð. „Ég fer til kennara tvisvar sinnum í viku. Mér finnst það mjög mikilvægt til að fá grunninn,“ segir Alfreð Finnbogason. EM 2016 í Frakklandi Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð: Nákvæmlega það sem ég þurfti á þessum tímapunkti á mínum ferli Alfreð Finnbogason er búinn að finna markaskóna á ný en hann skoraði fjórða markið í síðustu fimm leikjum fyrir Augsburg um helgina. Landsliðsframherjinn ætlar sér byrjunarliðsstöðu á EM. 18. apríl 2016 06:00 Nú talar Alfreð þýsku Búinn að vera í tvo mánuði í Þýskalandi og strax byrjaður að svara spurningum á nýju tungumáli. 8. apríl 2016 14:44 Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
Alfreð Finnbogason er ekki bara öflugur framherji sem er búinn að skora fjögur mörk í síðustu fimm leikjum fyrir Augsburg í þýsku 1. deildinni heldur er hann einnig mikill tungumálamaður. Það virðist afskaplega auðvelt fyrir Alfreð að læra tungumál en hann var fljótlega byrjaður að tala hollensku þegar hann var þar og þá náði hann tökum á spænskunni á mettíma. Nú er Alfreð aðeins búinn að vera í Þýskalandi í tæpa þrjá mánuði en samt byrjaður að svara fyrir sig á þýsku á blaðamannafundum.„Ég get talað hana aðeins en skil nokkuð vel,“ segir Alfreð í samtali við Fréttablaðið. „Ég fer í tíma en hlusta svo mikið og læri. Maður heyrir frasa og svo er ég duglegur að skrifa niður það sem ég læri og fara yfir það,“ segir Alfreð. „Það hefur alltaf verið mér mjög auðvelt að læra tungumál og sérstaklega þegar maður er að bæta við.“ Alfreð talar nú íslensku, sænsku, hollensku, ítölsku, spænsku og er að læra sjötta tungumálið; þýsku. Hann leggur mikinn metnað í að læra tungumálið þar sem hann spilar. „Maður fær alltaf kredit fyrir að leggja sig fram í þessu og reyna. Þó maður gerir einhverjar vitleysur kann fólk að meta að maður sé að reyna að læra tungumálið sem fyrst. Það er mikilvægt að mér finnst að aðlagast fólkinu og bænum sem fyrst,“ segir Alfreð. „Ég fer til kennara tvisvar sinnum í viku. Mér finnst það mjög mikilvægt til að fá grunninn,“ segir Alfreð Finnbogason.
EM 2016 í Frakklandi Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð: Nákvæmlega það sem ég þurfti á þessum tímapunkti á mínum ferli Alfreð Finnbogason er búinn að finna markaskóna á ný en hann skoraði fjórða markið í síðustu fimm leikjum fyrir Augsburg um helgina. Landsliðsframherjinn ætlar sér byrjunarliðsstöðu á EM. 18. apríl 2016 06:00 Nú talar Alfreð þýsku Búinn að vera í tvo mánuði í Þýskalandi og strax byrjaður að svara spurningum á nýju tungumáli. 8. apríl 2016 14:44 Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
Alfreð: Nákvæmlega það sem ég þurfti á þessum tímapunkti á mínum ferli Alfreð Finnbogason er búinn að finna markaskóna á ný en hann skoraði fjórða markið í síðustu fimm leikjum fyrir Augsburg um helgina. Landsliðsframherjinn ætlar sér byrjunarliðsstöðu á EM. 18. apríl 2016 06:00
Nú talar Alfreð þýsku Búinn að vera í tvo mánuði í Þýskalandi og strax byrjaður að svara spurningum á nýju tungumáli. 8. apríl 2016 14:44