Nú talar Alfreð þýsku Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. apríl 2016 14:44 Vísir/Getty Alfreð Finnbogason, sóknarmaður íslenska landsliðsins og Augsburg, er mikill tungumálamaður eins og áður hefur komið fram. Hann var fljótur að ná hollenskunni eftir að hafa spilað fyrst með Lokeren í Belgíu og svo Heerenveen í Hollandi. Hann talar einnig sænsku eftir dvöl sína í Svíþjóð komst svo inn í spænskuna á örfáaum vikum eftir að hann samdi við Real Sociedad. Alfreð fór til Þýskalands í lok janúar hefur því verið á mála hjá Augsburg í rétt rúma tvo mánuði. En í dag sat hann fyrir svörum á blaðamannafundi sem fór fram á þýsku, líkt og sjá má hér fyrir neðan. Alfreð var fyrst spurður um samningsmál sín en hann er í láni nú frá Real Sociedad fram á mitt sumar. Þýskir miðlar hafa hins vegar fullyrt að kaupin séu frágengin og samningur til 2018 sömuleiðis. „Ég verð fram á sumar en við erum í viðræðum um lengri samninig. Og ég tel að allir sem þekkja mig vita að ég er afar hamingjusamur í Augsburg. Við munum ræða frekar saman á næstu vikum. Það er ekki búið að framlengja en viðræðurnar hafa gengið vel,“ sagði hann við fyrstu spurningunni sem var borin upp á fundinum. Staða Augsburg í þýsku deildinni er slæm en liðið er í þriðja neðsta sæti deildarinnar. Sjálfum líður Alfreð mjög vel hjá liðinu. Hvernig fer það tvennt saman?„Það er eitthvað sem ég vissi þegar ég kom hingað. Staðan er erfið en við höfum í síðustu leikjum spilað vel á löngum köflum og við trúum því að við getum tekið stig með okkur heim til Augsburg úr leiknum á morgun,“ sagði Alfreð. Okkar maður var svo spurður að því af hverju hann talaði svo góða þýsku eftir að hafa aðeins talað ensku við fjölmiðla fyrstu vikurnar. „Ég hef hitt kennara tvisvar í viku og öllu jöfnu er ég fljótur að læra. Ég hlusta líka á liðsfélagana mína og læri mikið af þeim - bæði góðu orðin og slæmu.“ „Þar að auki er alltaf auðveldara að bæta tungumáli við sig þegar maður kann þegar tvö, þrjú eða fjögur tungumál.“ Fleiri góð orð eða fleiri slæm orð? „Það tjái ég mig ekkert um,“ sagði hann og brosti. Hér fyrir neðan má sjá Alfreð tala bæði hollensku og spænsku. Þýski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Sjá meira
Alfreð Finnbogason, sóknarmaður íslenska landsliðsins og Augsburg, er mikill tungumálamaður eins og áður hefur komið fram. Hann var fljótur að ná hollenskunni eftir að hafa spilað fyrst með Lokeren í Belgíu og svo Heerenveen í Hollandi. Hann talar einnig sænsku eftir dvöl sína í Svíþjóð komst svo inn í spænskuna á örfáaum vikum eftir að hann samdi við Real Sociedad. Alfreð fór til Þýskalands í lok janúar hefur því verið á mála hjá Augsburg í rétt rúma tvo mánuði. En í dag sat hann fyrir svörum á blaðamannafundi sem fór fram á þýsku, líkt og sjá má hér fyrir neðan. Alfreð var fyrst spurður um samningsmál sín en hann er í láni nú frá Real Sociedad fram á mitt sumar. Þýskir miðlar hafa hins vegar fullyrt að kaupin séu frágengin og samningur til 2018 sömuleiðis. „Ég verð fram á sumar en við erum í viðræðum um lengri samninig. Og ég tel að allir sem þekkja mig vita að ég er afar hamingjusamur í Augsburg. Við munum ræða frekar saman á næstu vikum. Það er ekki búið að framlengja en viðræðurnar hafa gengið vel,“ sagði hann við fyrstu spurningunni sem var borin upp á fundinum. Staða Augsburg í þýsku deildinni er slæm en liðið er í þriðja neðsta sæti deildarinnar. Sjálfum líður Alfreð mjög vel hjá liðinu. Hvernig fer það tvennt saman?„Það er eitthvað sem ég vissi þegar ég kom hingað. Staðan er erfið en við höfum í síðustu leikjum spilað vel á löngum köflum og við trúum því að við getum tekið stig með okkur heim til Augsburg úr leiknum á morgun,“ sagði Alfreð. Okkar maður var svo spurður að því af hverju hann talaði svo góða þýsku eftir að hafa aðeins talað ensku við fjölmiðla fyrstu vikurnar. „Ég hef hitt kennara tvisvar í viku og öllu jöfnu er ég fljótur að læra. Ég hlusta líka á liðsfélagana mína og læri mikið af þeim - bæði góðu orðin og slæmu.“ „Þar að auki er alltaf auðveldara að bæta tungumáli við sig þegar maður kann þegar tvö, þrjú eða fjögur tungumál.“ Fleiri góð orð eða fleiri slæm orð? „Það tjái ég mig ekkert um,“ sagði hann og brosti. Hér fyrir neðan má sjá Alfreð tala bæði hollensku og spænsku.
Þýski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Sjá meira