Kominn tími á konu í forsetastól Hildur Þórðardóttir skrifar 19. apríl 2016 13:50 Undanfarin árþúsund hafa karllæg gildi verið ríkjandi, eins og samkeppni, formfesta, lög og reglur, völd, harka og stjórnkænska. Það var bannað að sýna veikleikamerki og ekkert í boði nema að sigra ellegar tapa. Við sjáum þetta á mannkynssögunni þar sem ekkert var skráð nema hver var við völd, bardagar, lög og refsingar í dómabókum og formlegar skráningar í kirkjubókum.Alþingi Íslendinga og þingræði almennt er gott dæmi um karllæg gildi. Meirihluti og minnihluti takast á, flokksformenn leiða fylkingar sínar fram á vígvöllinn þar sem tekist er á í pontu og sá sterkasti sigrar og kemur málinu gegn. Heill þjóðarinnar skiptir minna máli, því hagur flokkanna gengur fyrir. Hin kvenlægu gildi eru hins vegar samvinna, sveigjanleiki, flæði, sköpun, mýkt, kærleikur og samhygð og þau birtast skýrast í þeim störfum sem konur sækja mest í, s.s. umönnun og kennsla. Þetta þarf ekki að fylgja kyni fólks, sumir karlmenn vilja vinna samkvæmt mjúkum gildum alveg eins og sumar konur hafa hin hörðu að leiðarljósi. Stjórnlagaþingið er frábært dæmi um hvernig hin kvenlægu gildi virka. Við kusum einstaklinga á þing og þeir unnu saman á jafningjagrundvelli, sem einstaklingar, að heill lands og þjóðar. Reynsla hvers og eins var metin að verðleikum, auk þess sem allir lögðust á eitt við að afla sér frekari þekkingar til að skila góðu verki. Við þurfum að breyta stjórnskipaninni þannig að vinnubrögðin á Alþingi verði eins og hjá stjórnlagaþinginu. Fyrir hrun voru hin karllægu gildi sérlega áberandi. Menn gortuðu af sigrum sínum í fjármálaheiminum, léku sér að því að taka áhættu, kaupa fyrirtæki, segja upp fólki í hagræðingarskyni, hirða gróðann og skjóta honum í skjól frá skattyfirvöldum. Því meiri pening sem þú áttir, því sterkari varstu. Eins og ætíð, var þetta keppni um hver væri sterkastur. Karlmenn hafa alltaf fundið leiðir til að finna út hver væri sterkastur og bestur. Þeir etja kappi í íþróttum og stríðum. Þeir hengja orður hver á annan og veita hver öðrum Óskarsverðlaun eða bókmenntaverðlaun til að finna sig gildandi í samfélaginu. Til að konur eigi möguleika á slíkum verðlaunum þarf að búa til sérstaka flokka fyrir þær. Hafa einhvern tímann verðlaun verið veitt fyrir besta hjúkrunarfræðinginn, bestu ljósmóðurina eða besta félagsráðgjafann? Fólk sem hefur samvinnu og samkennd að leiðarljósi þarf ekki verðlaun til að vita að starf þeirra skiptir máli. Það vinnur saman að því að hjúkra þeim sem særast á vígvellinum. Það hlúir að þeim sem verða undir og hjálpar þeim að rísa aftur upp. Með því að vinna saman getum við öll lagt eitthvað af mörkum til samfélagsins. Þróunin sést vel í skólunum. Þegar hin karllægu gildi réðu þar, fengu nemendur einkunnir sem sýndu hvar þeir stóðu miðað við hina. Refsingum var beitt við þá sem gleymdu að læra heima. Nú eru hin kvenlægu gildi að taka yfir, einkunnir hafa minna vægi og frekar er leitast við að koma á móts við barnið þar sem það er statt og undirbúa það fyrir lífið. Ýmsir hafa haldið því fram að hafi konur verið við stjórn hefði hrunið aldrei þurft að eiga sér stað. Áherslan hefði verið á hin mýkri gildi og í stað kröfu um hagvöxt hefði verið stefnt að velsæld. Í stað kröfu um hagnað, hagræðingu og sigra í viðskiptalífinu, hefði fólk leitast við að vinna saman og skapa samfélag með vellíðan og samkennd að leiðarljósi. Undanfarin 20 ár hafa hin karllægu gildi verið ráðandi á Bessastöðum. Svo dansa limirnir eftir höfðinu og því er ekkert skrítið að ófriður ríki í samfélaginu. Nú er kominn tími til að við förum að starfa eftir hinum kvenlægu gildum. Það er kominn tími á samvinnu, samkennd, jöfnuð, skilning, samhjálp og mannkærleika. Það er kominn tími á konu á Bessastaði. Höfundur er þjóðfræðingur, rithöfundur og býður sig fram til forseta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetaembættið Forsetakjör Forsetakosningar 2016 Skoðun Stj.mál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Undanfarin árþúsund hafa karllæg gildi verið ríkjandi, eins og samkeppni, formfesta, lög og reglur, völd, harka og stjórnkænska. Það var bannað að sýna veikleikamerki og ekkert í boði nema að sigra ellegar tapa. Við sjáum þetta á mannkynssögunni þar sem ekkert var skráð nema hver var við völd, bardagar, lög og refsingar í dómabókum og formlegar skráningar í kirkjubókum.Alþingi Íslendinga og þingræði almennt er gott dæmi um karllæg gildi. Meirihluti og minnihluti takast á, flokksformenn leiða fylkingar sínar fram á vígvöllinn þar sem tekist er á í pontu og sá sterkasti sigrar og kemur málinu gegn. Heill þjóðarinnar skiptir minna máli, því hagur flokkanna gengur fyrir. Hin kvenlægu gildi eru hins vegar samvinna, sveigjanleiki, flæði, sköpun, mýkt, kærleikur og samhygð og þau birtast skýrast í þeim störfum sem konur sækja mest í, s.s. umönnun og kennsla. Þetta þarf ekki að fylgja kyni fólks, sumir karlmenn vilja vinna samkvæmt mjúkum gildum alveg eins og sumar konur hafa hin hörðu að leiðarljósi. Stjórnlagaþingið er frábært dæmi um hvernig hin kvenlægu gildi virka. Við kusum einstaklinga á þing og þeir unnu saman á jafningjagrundvelli, sem einstaklingar, að heill lands og þjóðar. Reynsla hvers og eins var metin að verðleikum, auk þess sem allir lögðust á eitt við að afla sér frekari þekkingar til að skila góðu verki. Við þurfum að breyta stjórnskipaninni þannig að vinnubrögðin á Alþingi verði eins og hjá stjórnlagaþinginu. Fyrir hrun voru hin karllægu gildi sérlega áberandi. Menn gortuðu af sigrum sínum í fjármálaheiminum, léku sér að því að taka áhættu, kaupa fyrirtæki, segja upp fólki í hagræðingarskyni, hirða gróðann og skjóta honum í skjól frá skattyfirvöldum. Því meiri pening sem þú áttir, því sterkari varstu. Eins og ætíð, var þetta keppni um hver væri sterkastur. Karlmenn hafa alltaf fundið leiðir til að finna út hver væri sterkastur og bestur. Þeir etja kappi í íþróttum og stríðum. Þeir hengja orður hver á annan og veita hver öðrum Óskarsverðlaun eða bókmenntaverðlaun til að finna sig gildandi í samfélaginu. Til að konur eigi möguleika á slíkum verðlaunum þarf að búa til sérstaka flokka fyrir þær. Hafa einhvern tímann verðlaun verið veitt fyrir besta hjúkrunarfræðinginn, bestu ljósmóðurina eða besta félagsráðgjafann? Fólk sem hefur samvinnu og samkennd að leiðarljósi þarf ekki verðlaun til að vita að starf þeirra skiptir máli. Það vinnur saman að því að hjúkra þeim sem særast á vígvellinum. Það hlúir að þeim sem verða undir og hjálpar þeim að rísa aftur upp. Með því að vinna saman getum við öll lagt eitthvað af mörkum til samfélagsins. Þróunin sést vel í skólunum. Þegar hin karllægu gildi réðu þar, fengu nemendur einkunnir sem sýndu hvar þeir stóðu miðað við hina. Refsingum var beitt við þá sem gleymdu að læra heima. Nú eru hin kvenlægu gildi að taka yfir, einkunnir hafa minna vægi og frekar er leitast við að koma á móts við barnið þar sem það er statt og undirbúa það fyrir lífið. Ýmsir hafa haldið því fram að hafi konur verið við stjórn hefði hrunið aldrei þurft að eiga sér stað. Áherslan hefði verið á hin mýkri gildi og í stað kröfu um hagvöxt hefði verið stefnt að velsæld. Í stað kröfu um hagnað, hagræðingu og sigra í viðskiptalífinu, hefði fólk leitast við að vinna saman og skapa samfélag með vellíðan og samkennd að leiðarljósi. Undanfarin 20 ár hafa hin karllægu gildi verið ráðandi á Bessastöðum. Svo dansa limirnir eftir höfðinu og því er ekkert skrítið að ófriður ríki í samfélaginu. Nú er kominn tími til að við förum að starfa eftir hinum kvenlægu gildum. Það er kominn tími á samvinnu, samkennd, jöfnuð, skilning, samhjálp og mannkærleika. Það er kominn tími á konu á Bessastaði. Höfundur er þjóðfræðingur, rithöfundur og býður sig fram til forseta.
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar