BBC heimsótti Ísland og gerði dramatískt innslag um íslenska kraftaverkið | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2016 20:00 Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/BBC Football Focus Það eru bara rúmir tveir mánuðir í fyrsta leik íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi en árangur íslenska fótboltalandsliðsins hefur vakið heimsathygli. BBC er einn af þeim fjölmiðlum sem hafa fjallað ítarlega um íslenska fótboltakraftaverkið en breska ríkissjónvarpið sendi tökulið til Íslands til að komast að því hvernig 330 þúsund manna þjóð fór af því að vinna sér sæti meðal bestu knattspyrnulandsliða Evrópu. Í innslaginu er meðal annars rætt við Geir Þorsteinsson, formanna KSÍ, Keflvíkinginn Jóhann Birni Guðmundsson, Hermann Hreiðarsson, þjálfara Fylkis, Þorvald Örlygsson, þjálfara Keflavíkur, Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfara og Gylfa Þór Sigurðsson, landsliðsmann. Ísland er fámennasta þjóðin til að taka þátt í Evrópumótinu í fótbolta og innslagið fjallar meðal annars um það hvernig íslenskir knattspyrnumenn hafi bæði haft betur í baráttunni við ísinn og kuldann sem og í að ná að koma með svona sterkt landsliðs frá svona lítilli þjóð norður í Atlantshafi. Eins og hefur komið fram áður hafa menn þakkað knattspyrnuhöllunum fyrir uppkomu íslenskra fótboltamanna á síðustu árum og þær fá sitt hrós í innslaginu. Mikilvægi þeirra fer ekki framhjá neinum þegar Jóhann Birnir Guðmundsson og umsjónarmaðurinn Hayley Barber fá sér göngutúr á frosnum Keflavíkurvellinum. Innslagið um Ísland var sýnt í þættinum Football Focus en þar var einnig fjallað um Johan Cruyff og fleira sem er í gangi í fótboltaheiminum. Umfjöllunin um Íslands hefst eftir rúmar fjórtán mínútur en það má alveg segja að hún sé svolítið dramatísk allavega til að byrja með. Það er hægt að sjá þáttinn hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Það eru bara rúmir tveir mánuðir í fyrsta leik íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi en árangur íslenska fótboltalandsliðsins hefur vakið heimsathygli. BBC er einn af þeim fjölmiðlum sem hafa fjallað ítarlega um íslenska fótboltakraftaverkið en breska ríkissjónvarpið sendi tökulið til Íslands til að komast að því hvernig 330 þúsund manna þjóð fór af því að vinna sér sæti meðal bestu knattspyrnulandsliða Evrópu. Í innslaginu er meðal annars rætt við Geir Þorsteinsson, formanna KSÍ, Keflvíkinginn Jóhann Birni Guðmundsson, Hermann Hreiðarsson, þjálfara Fylkis, Þorvald Örlygsson, þjálfara Keflavíkur, Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfara og Gylfa Þór Sigurðsson, landsliðsmann. Ísland er fámennasta þjóðin til að taka þátt í Evrópumótinu í fótbolta og innslagið fjallar meðal annars um það hvernig íslenskir knattspyrnumenn hafi bæði haft betur í baráttunni við ísinn og kuldann sem og í að ná að koma með svona sterkt landsliðs frá svona lítilli þjóð norður í Atlantshafi. Eins og hefur komið fram áður hafa menn þakkað knattspyrnuhöllunum fyrir uppkomu íslenskra fótboltamanna á síðustu árum og þær fá sitt hrós í innslaginu. Mikilvægi þeirra fer ekki framhjá neinum þegar Jóhann Birnir Guðmundsson og umsjónarmaðurinn Hayley Barber fá sér göngutúr á frosnum Keflavíkurvellinum. Innslagið um Ísland var sýnt í þættinum Football Focus en þar var einnig fjallað um Johan Cruyff og fleira sem er í gangi í fótboltaheiminum. Umfjöllunin um Íslands hefst eftir rúmar fjórtán mínútur en það má alveg segja að hún sé svolítið dramatísk allavega til að byrja með. Það er hægt að sjá þáttinn hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti