Uppgjörið heldur áfram Martha Árnadóttir skrifar 6. apríl 2016 11:00 Það er hálf asnalegt að stinga niður penna þessa dagana án þess að minnast á þá krísu sem nú ríkir í íslenskum stjórnmálunum. Krísan er stór, hún er ekki lagatæknileg, hún er ekki samsæri, hún er ekki misskilningur, hún er ekki per_sónuleg og það sér ekki fyrir endann á henni. Í náttúrunni er það þannig að stórum skjálftum fylgja oft fjölmargir minni skjálftar sem gjarnan eru kallaðir eftirskjálftar. Mikill ótti og kvíði fylgir oft eftirskjálftum því fólk er enn þá í sjokki og stóri skjálftinn enn í fersku minni, fólk býst við hinu versta. Viðbrögðin eru auðvitað eftir því, fólk verður ofsahrætt sem brýst út í mikilli reiði, sem aftur getur orðið orka sem kemur hlutum á hreyfingu, fólk fer að berjast fyrir því að komast í skjól, finna aðrar manneskjur til að taka höndum saman með og hjálpast að. Góð samfélög skipuleggja sig þannig að þau hafa ákveðna ferla sem fara í gang í stórum náttúruhamförum eins og jarðskjálftum – á Íslandi eru þetta Almannavarnir ríkisins. En hvað er til ráða þegar hamfarir verða á hinu pólitíska sviði? Á Íslandi höfum við afar veika ferla sem segja til um hvernig við getum tekið skaðvald út fyrir sviga og sett hann í hlé, hann ræður því sjálfur hvort eða hvenær hann víkur af sviðinu. Hefðin vinnur heldur ekki með okkur þarna. Á Íslandi er það líka þannig að þingið, sem formlega er sá aðili sem getur tekið skaðvaldinn, ef hann er ráðherra eins og við glímum við núna, út fyrir sviga, er yfirleitt í gíslingu skaðvaldsins og hans meðreiðarsveina og -meyja sem hreyfa hvorki legg né lið fyrr en Austurvöllur brennur. Við erum stödd í miðjum eftirskjálfta eftir stóra skjálftann 2008, það er enn þá gríðarleg spenna sem þarf að losna til að fólk treysti því að skjálftahrinan sé gengin yfir. Krísan snýst ekki um peningana hans SDG eða hvað hann sagði eða lét ósagt, krísan er partur af stóru uppgjöri sem þarf að klárast og á meðan því er ólokið þá skelfur jörðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Martha Árnadóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Það er hálf asnalegt að stinga niður penna þessa dagana án þess að minnast á þá krísu sem nú ríkir í íslenskum stjórnmálunum. Krísan er stór, hún er ekki lagatæknileg, hún er ekki samsæri, hún er ekki misskilningur, hún er ekki per_sónuleg og það sér ekki fyrir endann á henni. Í náttúrunni er það þannig að stórum skjálftum fylgja oft fjölmargir minni skjálftar sem gjarnan eru kallaðir eftirskjálftar. Mikill ótti og kvíði fylgir oft eftirskjálftum því fólk er enn þá í sjokki og stóri skjálftinn enn í fersku minni, fólk býst við hinu versta. Viðbrögðin eru auðvitað eftir því, fólk verður ofsahrætt sem brýst út í mikilli reiði, sem aftur getur orðið orka sem kemur hlutum á hreyfingu, fólk fer að berjast fyrir því að komast í skjól, finna aðrar manneskjur til að taka höndum saman með og hjálpast að. Góð samfélög skipuleggja sig þannig að þau hafa ákveðna ferla sem fara í gang í stórum náttúruhamförum eins og jarðskjálftum – á Íslandi eru þetta Almannavarnir ríkisins. En hvað er til ráða þegar hamfarir verða á hinu pólitíska sviði? Á Íslandi höfum við afar veika ferla sem segja til um hvernig við getum tekið skaðvald út fyrir sviga og sett hann í hlé, hann ræður því sjálfur hvort eða hvenær hann víkur af sviðinu. Hefðin vinnur heldur ekki með okkur þarna. Á Íslandi er það líka þannig að þingið, sem formlega er sá aðili sem getur tekið skaðvaldinn, ef hann er ráðherra eins og við glímum við núna, út fyrir sviga, er yfirleitt í gíslingu skaðvaldsins og hans meðreiðarsveina og -meyja sem hreyfa hvorki legg né lið fyrr en Austurvöllur brennur. Við erum stödd í miðjum eftirskjálfta eftir stóra skjálftann 2008, það er enn þá gríðarleg spenna sem þarf að losna til að fólk treysti því að skjálftahrinan sé gengin yfir. Krísan snýst ekki um peningana hans SDG eða hvað hann sagði eða lét ósagt, krísan er partur af stóru uppgjöri sem þarf að klárast og á meðan því er ólokið þá skelfur jörðin.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar