Lopapeysuviðskipti Ingibjörg Gréta Gísladóttir skrifar 23. mars 2016 12:00 Töluvert hefur verið rætt um lopapeysuna sem gefin var borgarstjóra Chicago í síðustu viku og sitt sýnist hverjum um þá gjöf. En því getur enginn neitað að um íslenska hönnun er að ræða, útfærslu á hinni íslensku lopapeysu sem aftur er talin hafa mótast fyrir áhrif erlendra prjónahefða sem bárust til landsins fyrir margt löngu. Þessi umræða er athyglisverð nú nokkrum dögum eftir HönnunarMars þar sem íslensk hönnun er dregin fram í sviðsljósið. „Aðferðafræði hönnunar býr yfir tækifærum til sköpunar og endursköpunar“ segir meðal annars á vef Hönnunarmiðstöðvar og er því ekki hægt að líta svo á að um endursköpun íslensku lopapeysunnar sé að ræða? Hvort mikil rannsóknarvinna liggi að baki hönnunar lopapeysunnar sem prjónuð er í Kína eftir uppskrift íslensks hönnunarfyrirtækis skal ósagt látið en gaman væri að heyra um hönnunarferli peysunnar í ljósi allrar þeirrar umræðu sem hún hefur valdið. En nóg af lopapeysumálinu. HönnunarMars er kominn í hóp með stóru hátíðunum eins og RIFF, Airwaves og menningarnótt. Hingað koma erlendir aðilar sérstaklega til að kynna sér íslenska hönnun, samræður og tengingar eiga sér stað og íslensk hönnunarvara selst sífellt meira í erlendar verslanir í gegnum DesignMatch sem haldinn er samhliða HönnunarMars. Það mega aðstandendur hátíðarinnar eiga að þeim hefur tekist að tengja hönnun og viðskipti saman með hreint ágætis árangri og er það fín búbót í íslenskt þjóðarbú. Íslensk hönnun þykir frjó, dulúðug og oft á tíðum framandi. Hún er gjarnan tengd við okkar stórbrotnu náttúru sem í fjölbreytileika sínum kemur sífellt á óvart. En tækifærin væru ansi fátækleg ef ekki kæmu til erlendir framleiðendur sem vinna með íslenskum hönnuðum við að útfæra hönnun þeirra til framleiðslu. Flóran væri ekki eins fjölbreytt ef eingöngu væri framleitt hérlendis úr innlendu hráefni. Meira að segja ítölsku hátískufyrirtækin framleiða hluta af sinni vörulínu í öðrum löndum eins og Kína, ástæðan er sú sama og hér, ódýrari aðföng og fleiri tækifæri á markaði. Hitt er svo annað mál að það er gæðastimpill að vara sé framleidd á heimamarkaði þeirra, Ítalíu, því hefðin er sterk og framleiðendur með áratuga reynslu í faginu, nokkuð sem við hér á landi eigum enn töluvert í land með og þangað til þurfum við á erlendum framleiðendum að halda. Komum okkur upp úr skotgröfunum, viðurkennum stöðuna eins og hún er og stöndum við bakið á íslenskri hönnun í margbreytileika sínum – smekkur er síðan aftur á móti persónubundinn og dæmir hver fyrir sig, á þeim forsendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Airwaves Forsetakosningar 2016 Skoðun Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Töluvert hefur verið rætt um lopapeysuna sem gefin var borgarstjóra Chicago í síðustu viku og sitt sýnist hverjum um þá gjöf. En því getur enginn neitað að um íslenska hönnun er að ræða, útfærslu á hinni íslensku lopapeysu sem aftur er talin hafa mótast fyrir áhrif erlendra prjónahefða sem bárust til landsins fyrir margt löngu. Þessi umræða er athyglisverð nú nokkrum dögum eftir HönnunarMars þar sem íslensk hönnun er dregin fram í sviðsljósið. „Aðferðafræði hönnunar býr yfir tækifærum til sköpunar og endursköpunar“ segir meðal annars á vef Hönnunarmiðstöðvar og er því ekki hægt að líta svo á að um endursköpun íslensku lopapeysunnar sé að ræða? Hvort mikil rannsóknarvinna liggi að baki hönnunar lopapeysunnar sem prjónuð er í Kína eftir uppskrift íslensks hönnunarfyrirtækis skal ósagt látið en gaman væri að heyra um hönnunarferli peysunnar í ljósi allrar þeirrar umræðu sem hún hefur valdið. En nóg af lopapeysumálinu. HönnunarMars er kominn í hóp með stóru hátíðunum eins og RIFF, Airwaves og menningarnótt. Hingað koma erlendir aðilar sérstaklega til að kynna sér íslenska hönnun, samræður og tengingar eiga sér stað og íslensk hönnunarvara selst sífellt meira í erlendar verslanir í gegnum DesignMatch sem haldinn er samhliða HönnunarMars. Það mega aðstandendur hátíðarinnar eiga að þeim hefur tekist að tengja hönnun og viðskipti saman með hreint ágætis árangri og er það fín búbót í íslenskt þjóðarbú. Íslensk hönnun þykir frjó, dulúðug og oft á tíðum framandi. Hún er gjarnan tengd við okkar stórbrotnu náttúru sem í fjölbreytileika sínum kemur sífellt á óvart. En tækifærin væru ansi fátækleg ef ekki kæmu til erlendir framleiðendur sem vinna með íslenskum hönnuðum við að útfæra hönnun þeirra til framleiðslu. Flóran væri ekki eins fjölbreytt ef eingöngu væri framleitt hérlendis úr innlendu hráefni. Meira að segja ítölsku hátískufyrirtækin framleiða hluta af sinni vörulínu í öðrum löndum eins og Kína, ástæðan er sú sama og hér, ódýrari aðföng og fleiri tækifæri á markaði. Hitt er svo annað mál að það er gæðastimpill að vara sé framleidd á heimamarkaði þeirra, Ítalíu, því hefðin er sterk og framleiðendur með áratuga reynslu í faginu, nokkuð sem við hér á landi eigum enn töluvert í land með og þangað til þurfum við á erlendum framleiðendum að halda. Komum okkur upp úr skotgröfunum, viðurkennum stöðuna eins og hún er og stöndum við bakið á íslenskri hönnun í margbreytileika sínum – smekkur er síðan aftur á móti persónubundinn og dæmir hver fyrir sig, á þeim forsendum.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar