Trúin fer til dyra Ívar Halldórsson skrifar 25. mars 2016 10:57 Ég er í reglulegum samskiptum við fólk sem gæti kallast mjög vantrúað. Þetta er flest yndislegt fólk þótt ég verði stundum að gagnrýna óheppilega hegðun sumra í garð þeirra sem eru þeim ekki sammála. Flestir trúleysingjar leyfa trúuðum sem betur fer að una við sitt án þess að hallmæla trú þeirra. Sumir virðast þó ekki geta haldið aftur af sér, og finna sig knúna til að gera lítið úr trúuðum einstaklingum og trú þeirra. Slíka hegðun ber að gagnrýna því að hún gengur þvert á góða mannasiði. Heitustu vantrúarmennirnir setja sig oft á háan hest og er mikið í mun að hallmæla heilagri ritningu. Það fer hrikalega í taugarnar á þeim að kristnir skuli fyrirfinnast – en þó samt einhvern veginn ekki. Hvað myndu þeir gera við allan þann tíma sem þeir verja í að skrifa pistla, fésbókarinnlegg og neðanmálsathugasemdir (eins og munu eflaust birtast hér fyrir neðan þennan pistil) um heimsku kristinna manna, ef kristnir væru ekki annars vegar? Kristnin veitir trúleysi þeirra tilgang. Án kristinnar trúar væri líklega lítið talað um trúleysi. Trú hindúa, múslima, búddatrúarmanna o.fl. virðast ekki eins girnilegar til gagnrýnis. Svo virðist sem háværustu trúleysingjarnir hugsi vart um annað en reyna að sannfæra sjálfa sig og aðra um að Guð sé ekki til. Af hverju fer kristin trú svona í taugarnar á þeim? Þetta einkennilega anti-trúboð umræddra trúleysingja, og þá gegn kristni sérstaklega, hef ég aldrei skilið. Þetta er einkennilegasta trúboð allra tíma að mínu mati þar sem trúleysi hefur ekkert að bjóða nema trú á tilviljunarkennt og röklaust líf sem endar í kaldri gröf. Þá reynist kristnum skiljanlega erfitt að útskýra trú sína fyrir slíkum manneskjum sem vilja hvorki hlusta né skilja. Það er eins og að pína brokkólí ofan í barn. Þótt hollt sé í sjálfu sér, fær grænmetið ekki aðgang. Kristin trú er bull! - trúleysið hefur talað, og þar við situr! Fólk er auðvitað ekkert verra í sjálfu sér þótt það kjósi að vera trúlaust. Það er samt ekkert betra að vera trúlaus en kristinn. Það er engin gulrót sem fylgir trúleysi, og því síst á því að græða fyrir kristna. Fyrir þeim væri það svipað og að þiggja launalækkun. Trúleysingjar gætu ekki boðið mér neitt betra fyrir að hafna mínum Guði, sem er reyndar það besta sem hefur komið fyrir mig og mína fjölskyldu. Trúleysi er kristnum eins og tryggingafélag sem tryggir ekki, og nær því auðvitað aldrei að bjóða betur en öll hin félögin. „Afneitaðu Guði, komdu yfir til okkar og þú verður....trúlaus og engu nær. Þeir sem aðhyllast kristna trú hafa þó ástæðu og tilgang; upphaf og endi í sinni sannfæringu. Guð er ástæðan og tilgangurinn; upphafið og endirinn. Trúleysin hefur aðeins náð að útskýra tilvist alls frá þeim tíma sem Stórihvellur átti sér stað, en hvorki þeir né vísindamenn hafa náð að sanna með óyggjandi hætti hvernig þessi hvellur kom til, þ.e hvað orsakaði hann. Eitthvað getur ekki orðið til úr engu nema að eitthvað orsaki einhverja keðjuverkun. Til að eitthvað gerist verður eitthvað að valda því. Það segir sig sjálft, enda vísindalega viðurkennd staðreynd. Það vantar orsakavaldinn í anti-trúboð vantrúaðra. Samt eiga kristnir að fylgja þeirra fordæmi og aðhyllast skoðanir þeirra í einhvers konar blindri trú - á ekkert. Trúleysin veit ekki allt. Hún heldur, reiknar með og dregur ýmsar ályktanir. Trúleysin telur sínar fullyrðingar skynsamlega skotheldar þótt mynd hennar sé ekki heil og mörgum spurningum enn ósvarað. Trúleysin hefur ekki efni á að hreykja sér gegn kristinni trú. Einhver sagði nýlega að ef Nýja testamentið boðaði kristnum að beita ofbeldi í nafni trúar myndu þeir gera það. Þeir myndu sprengja sig í loft upp meðal trúleysingja. Grunsamlega einföld og stoðlaus fullyrðing sem á að færa rök fyrir heimsku kristinnar trúar. Það er allt eins hægt að segja að ef gras væri úr súkkulaði myndum við öll borða það. En gras er ekki úr súkkulaði gert, og Nýja testamentið boðar skilyrðislausan kærleika og því alls ekki að kristnir beiti manneskjur ofbeldi. Það er ekkert „ef“. Þar með er það afgreitt. Það sem kristnum er boðað að gera, er að elska alla. Þar sem kristið fólk er mannlegt þá hefur það þó allt of oft klikkað á að sýna öðrum kærleika. Enda tekur kristin trú á engan hátt breiska manneskjuna úr kristnu fólki. Kristnir hafa t.d. bent fingri á samkynhneigða og sagt þeim að þeir fari til helvítis vegna samkynhneigðar sinnar. Þetta segir ritningin kristnum ekki að gera. Nýja testamentið segir ekki kristnum að setja sig á háan hest og dæma fólk. Það eru mennirnir sem taka sér slíkt dómsvald í hendur, þegar þeirra verkefni er það eitt að elska. Guð er skaparinn og jafnframt dómarinn samkvæmt ritningunni – ekki kristnir einstaklingar. Kristnir þurfa að gæta þess að taka bjálkann úr auga sínu áður en þeir benda á flísina í auga bróður síns – hvort sem hann er samkynhneigður eða ekki. Þú dæmir ekki trúnna út frá hegðun þeirra sem kalla sig kristna. Að mæta á kristilegan fund með biblíu gerir manneskju ekki kristna frekar en það að ganga inn á hamborgarastað með ostneið í hendinni gerir hana að ostborgara. Boðskapurinn sjálfur er grundvöllurinn - ekki vanmáttur fólksins sem vegna mannlegra bresta mistekst að fylgja honum. Það segir sig sjálft að ef Guð er skapari alls þá gætu vísindin ekki hafa orðið til án hans. Þar af leiðandi ef þróunarkenningin er óyggjandi vísindaleg staðreynd þá er Guð á bak við hana. Þetta er þá staðreynd sem kristnir geta ekki leitt hjá sér. Guð gaf okkur næga skynsemi til að hafna ekki vísindalegum staðreyndum. Sköpunin, þ.e. myndun lífs, átti sér stað áður en okkar jarðneski tími varð til. Guð skapaði ekki okkar tímamæli; tunglið og sólina fyrst samkvæmt sköpunarsögunni, og því ekki vitað hversu langan tíma Guð tók í að skapa heiminn eða hvernig hann gerði það. Tíminn samkvæmt viðurkenndum rannsóknum Einsteins er afstæður. Við vitum ekki hversu langur einn sköpunardagur er í jarðneskum dögum eða árum. Hvort hann skapaði okkur með stórum hvelli, þróun eða einhvern veginn öðruvísi skiptir ekki öllu máli. Við finnum ekki öll svörin í örfáum ritningarversum. Við erum hér og okkur er greinilega ekki gefið að þekkja öll leyndarmál Guðs. Kristin trú er trú. Trú á eitthvað sem ekki er endilega hægt að sjá með mannsauganu. Vindinn sjáum við heldur ekki, en við sjáum áhrif hans og finnum fyrir honum. Við höfum aldrei séð hann, en vitum að hann er til. Sömuleiðis sjá kristnir áhrif Guðs og finna fyrir nærveru hans í daglegu lífi. Trúleysi mætti líkja við gluggalaust herbergi – herbergi sem svipað gæti til herbergisins í kvikmyndinni „Room“, sem hlaut nýlega viðurkenningu á Óskarsverðlaunahátíðinni. Drengurinn í myndinni trúði aðeins á það sem hann sá inni í herberginu og trúði ekki á það sem fólkið fyrir utan upplifði daglega. Þeir sem hafna Guði og velja um leið að gera grín að kristnum, hjúfra sig hrokafullir saman í litla gluggalausa herberginu sínu og syngja hástöfum heiðnar kúmbaja-vísur; byggðar á þeirra takmörkuðu innanherbergisupplifunum. Sáttir við sína litlu veröld opna þeir ekki hurðina. Eitt er víst, Guð er ekkert minna til þótt fjöldi trúlausra haldi því fram. Orð trúlausra hafa kannski einhvern mátt - en þó ekki guðlegan mátt. Það að sumir trúleysingjar leyfi sér að gera lítið úr trú kristinna manna og gangi sumir jafnvel svo langt að fullyrða að kristnir menn séu heimskir eru orðin tóm. Slík hegðun minnir mig reyndar á hegðun "villinganna" svokölluðu í frímínútum á grunnskólaárunum - þeirra sem kölluðu nokkra útvalda krakka illum nöfnum vegna þess eins að þeir voru rauðhærðir, smávaxnir eða með freknur. Þannig hegðun er almennt litin hornauga í dag, enda segir óþarft og illa meint áreiti meira um innræti gerandans en þolandans. Aðgát skal höfð í nærveru sálar, hvort sem hún tilheyrir trúuðum eða trúlausum. Þar bera trúlausir og trúaðir jafna ábyrgð. Það getur verið að trúleysin hafi áhyggjur af kristninni og óttist hana að einhverju leyti, en kristin trú óttast þó ekki illa tenntan trúleysisáróðurinn. Martin Luther King Jr. komst skemmtilega að orði: „Óttinn bankaði á dyrnar. Trúin fór til dyra – og þar var enginn.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Tengdar fréttir Morð og mannlegt eðli Þann 26. janúar síðastliðinn lét aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, þau stóru orð falla að hryðjuverk gegn Ísrael væru "mannlegt eðli.“ 15. febrúar 2016 16:54 Hverjir mega fæðast? Árið 1993 var ákveðið að leita að litningagöllum í ófæddum börnum. Með því að sjá hvort barnið hafi galla er hægt í framhaldinu að ákveða hvort það lendi í úrvalsliðinu - þeim hópi sem fær inngöngu inn í veröld ástar og friðar. 22. febrúar 2016 09:53 Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er í reglulegum samskiptum við fólk sem gæti kallast mjög vantrúað. Þetta er flest yndislegt fólk þótt ég verði stundum að gagnrýna óheppilega hegðun sumra í garð þeirra sem eru þeim ekki sammála. Flestir trúleysingjar leyfa trúuðum sem betur fer að una við sitt án þess að hallmæla trú þeirra. Sumir virðast þó ekki geta haldið aftur af sér, og finna sig knúna til að gera lítið úr trúuðum einstaklingum og trú þeirra. Slíka hegðun ber að gagnrýna því að hún gengur þvert á góða mannasiði. Heitustu vantrúarmennirnir setja sig oft á háan hest og er mikið í mun að hallmæla heilagri ritningu. Það fer hrikalega í taugarnar á þeim að kristnir skuli fyrirfinnast – en þó samt einhvern veginn ekki. Hvað myndu þeir gera við allan þann tíma sem þeir verja í að skrifa pistla, fésbókarinnlegg og neðanmálsathugasemdir (eins og munu eflaust birtast hér fyrir neðan þennan pistil) um heimsku kristinna manna, ef kristnir væru ekki annars vegar? Kristnin veitir trúleysi þeirra tilgang. Án kristinnar trúar væri líklega lítið talað um trúleysi. Trú hindúa, múslima, búddatrúarmanna o.fl. virðast ekki eins girnilegar til gagnrýnis. Svo virðist sem háværustu trúleysingjarnir hugsi vart um annað en reyna að sannfæra sjálfa sig og aðra um að Guð sé ekki til. Af hverju fer kristin trú svona í taugarnar á þeim? Þetta einkennilega anti-trúboð umræddra trúleysingja, og þá gegn kristni sérstaklega, hef ég aldrei skilið. Þetta er einkennilegasta trúboð allra tíma að mínu mati þar sem trúleysi hefur ekkert að bjóða nema trú á tilviljunarkennt og röklaust líf sem endar í kaldri gröf. Þá reynist kristnum skiljanlega erfitt að útskýra trú sína fyrir slíkum manneskjum sem vilja hvorki hlusta né skilja. Það er eins og að pína brokkólí ofan í barn. Þótt hollt sé í sjálfu sér, fær grænmetið ekki aðgang. Kristin trú er bull! - trúleysið hefur talað, og þar við situr! Fólk er auðvitað ekkert verra í sjálfu sér þótt það kjósi að vera trúlaust. Það er samt ekkert betra að vera trúlaus en kristinn. Það er engin gulrót sem fylgir trúleysi, og því síst á því að græða fyrir kristna. Fyrir þeim væri það svipað og að þiggja launalækkun. Trúleysingjar gætu ekki boðið mér neitt betra fyrir að hafna mínum Guði, sem er reyndar það besta sem hefur komið fyrir mig og mína fjölskyldu. Trúleysi er kristnum eins og tryggingafélag sem tryggir ekki, og nær því auðvitað aldrei að bjóða betur en öll hin félögin. „Afneitaðu Guði, komdu yfir til okkar og þú verður....trúlaus og engu nær. Þeir sem aðhyllast kristna trú hafa þó ástæðu og tilgang; upphaf og endi í sinni sannfæringu. Guð er ástæðan og tilgangurinn; upphafið og endirinn. Trúleysin hefur aðeins náð að útskýra tilvist alls frá þeim tíma sem Stórihvellur átti sér stað, en hvorki þeir né vísindamenn hafa náð að sanna með óyggjandi hætti hvernig þessi hvellur kom til, þ.e hvað orsakaði hann. Eitthvað getur ekki orðið til úr engu nema að eitthvað orsaki einhverja keðjuverkun. Til að eitthvað gerist verður eitthvað að valda því. Það segir sig sjálft, enda vísindalega viðurkennd staðreynd. Það vantar orsakavaldinn í anti-trúboð vantrúaðra. Samt eiga kristnir að fylgja þeirra fordæmi og aðhyllast skoðanir þeirra í einhvers konar blindri trú - á ekkert. Trúleysin veit ekki allt. Hún heldur, reiknar með og dregur ýmsar ályktanir. Trúleysin telur sínar fullyrðingar skynsamlega skotheldar þótt mynd hennar sé ekki heil og mörgum spurningum enn ósvarað. Trúleysin hefur ekki efni á að hreykja sér gegn kristinni trú. Einhver sagði nýlega að ef Nýja testamentið boðaði kristnum að beita ofbeldi í nafni trúar myndu þeir gera það. Þeir myndu sprengja sig í loft upp meðal trúleysingja. Grunsamlega einföld og stoðlaus fullyrðing sem á að færa rök fyrir heimsku kristinnar trúar. Það er allt eins hægt að segja að ef gras væri úr súkkulaði myndum við öll borða það. En gras er ekki úr súkkulaði gert, og Nýja testamentið boðar skilyrðislausan kærleika og því alls ekki að kristnir beiti manneskjur ofbeldi. Það er ekkert „ef“. Þar með er það afgreitt. Það sem kristnum er boðað að gera, er að elska alla. Þar sem kristið fólk er mannlegt þá hefur það þó allt of oft klikkað á að sýna öðrum kærleika. Enda tekur kristin trú á engan hátt breiska manneskjuna úr kristnu fólki. Kristnir hafa t.d. bent fingri á samkynhneigða og sagt þeim að þeir fari til helvítis vegna samkynhneigðar sinnar. Þetta segir ritningin kristnum ekki að gera. Nýja testamentið segir ekki kristnum að setja sig á háan hest og dæma fólk. Það eru mennirnir sem taka sér slíkt dómsvald í hendur, þegar þeirra verkefni er það eitt að elska. Guð er skaparinn og jafnframt dómarinn samkvæmt ritningunni – ekki kristnir einstaklingar. Kristnir þurfa að gæta þess að taka bjálkann úr auga sínu áður en þeir benda á flísina í auga bróður síns – hvort sem hann er samkynhneigður eða ekki. Þú dæmir ekki trúnna út frá hegðun þeirra sem kalla sig kristna. Að mæta á kristilegan fund með biblíu gerir manneskju ekki kristna frekar en það að ganga inn á hamborgarastað með ostneið í hendinni gerir hana að ostborgara. Boðskapurinn sjálfur er grundvöllurinn - ekki vanmáttur fólksins sem vegna mannlegra bresta mistekst að fylgja honum. Það segir sig sjálft að ef Guð er skapari alls þá gætu vísindin ekki hafa orðið til án hans. Þar af leiðandi ef þróunarkenningin er óyggjandi vísindaleg staðreynd þá er Guð á bak við hana. Þetta er þá staðreynd sem kristnir geta ekki leitt hjá sér. Guð gaf okkur næga skynsemi til að hafna ekki vísindalegum staðreyndum. Sköpunin, þ.e. myndun lífs, átti sér stað áður en okkar jarðneski tími varð til. Guð skapaði ekki okkar tímamæli; tunglið og sólina fyrst samkvæmt sköpunarsögunni, og því ekki vitað hversu langan tíma Guð tók í að skapa heiminn eða hvernig hann gerði það. Tíminn samkvæmt viðurkenndum rannsóknum Einsteins er afstæður. Við vitum ekki hversu langur einn sköpunardagur er í jarðneskum dögum eða árum. Hvort hann skapaði okkur með stórum hvelli, þróun eða einhvern veginn öðruvísi skiptir ekki öllu máli. Við finnum ekki öll svörin í örfáum ritningarversum. Við erum hér og okkur er greinilega ekki gefið að þekkja öll leyndarmál Guðs. Kristin trú er trú. Trú á eitthvað sem ekki er endilega hægt að sjá með mannsauganu. Vindinn sjáum við heldur ekki, en við sjáum áhrif hans og finnum fyrir honum. Við höfum aldrei séð hann, en vitum að hann er til. Sömuleiðis sjá kristnir áhrif Guðs og finna fyrir nærveru hans í daglegu lífi. Trúleysi mætti líkja við gluggalaust herbergi – herbergi sem svipað gæti til herbergisins í kvikmyndinni „Room“, sem hlaut nýlega viðurkenningu á Óskarsverðlaunahátíðinni. Drengurinn í myndinni trúði aðeins á það sem hann sá inni í herberginu og trúði ekki á það sem fólkið fyrir utan upplifði daglega. Þeir sem hafna Guði og velja um leið að gera grín að kristnum, hjúfra sig hrokafullir saman í litla gluggalausa herberginu sínu og syngja hástöfum heiðnar kúmbaja-vísur; byggðar á þeirra takmörkuðu innanherbergisupplifunum. Sáttir við sína litlu veröld opna þeir ekki hurðina. Eitt er víst, Guð er ekkert minna til þótt fjöldi trúlausra haldi því fram. Orð trúlausra hafa kannski einhvern mátt - en þó ekki guðlegan mátt. Það að sumir trúleysingjar leyfi sér að gera lítið úr trú kristinna manna og gangi sumir jafnvel svo langt að fullyrða að kristnir menn séu heimskir eru orðin tóm. Slík hegðun minnir mig reyndar á hegðun "villinganna" svokölluðu í frímínútum á grunnskólaárunum - þeirra sem kölluðu nokkra útvalda krakka illum nöfnum vegna þess eins að þeir voru rauðhærðir, smávaxnir eða með freknur. Þannig hegðun er almennt litin hornauga í dag, enda segir óþarft og illa meint áreiti meira um innræti gerandans en þolandans. Aðgát skal höfð í nærveru sálar, hvort sem hún tilheyrir trúuðum eða trúlausum. Þar bera trúlausir og trúaðir jafna ábyrgð. Það getur verið að trúleysin hafi áhyggjur af kristninni og óttist hana að einhverju leyti, en kristin trú óttast þó ekki illa tenntan trúleysisáróðurinn. Martin Luther King Jr. komst skemmtilega að orði: „Óttinn bankaði á dyrnar. Trúin fór til dyra – og þar var enginn.“
Morð og mannlegt eðli Þann 26. janúar síðastliðinn lét aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, þau stóru orð falla að hryðjuverk gegn Ísrael væru "mannlegt eðli.“ 15. febrúar 2016 16:54
Hverjir mega fæðast? Árið 1993 var ákveðið að leita að litningagöllum í ófæddum börnum. Með því að sjá hvort barnið hafi galla er hægt í framhaldinu að ákveða hvort það lendi í úrvalsliðinu - þeim hópi sem fær inngöngu inn í veröld ástar og friðar. 22. febrúar 2016 09:53
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun