Dönsku blöðin afar ánægð með sigurinn á Íslandi í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2016 14:30 Nicolai Jorgensen fagnar öðru marka sinna á móti Íslandi í gær. Vísir/Getty Danir eru mjög sáttir með fótboltalandsliðið sitt eftir 2-1 sigur á EM-liði Íslands í vináttulandsleik í Herning í gær. Danir komust í 2-0 í leiknum og voru mun betra liðið en varamaðurinn Arnór Ingvi Traustason náði að minnka muninn fyrir Ísland í lokin. Norðmaðurinn Åge Hareide var þarna að stýra danska landsliðinu í fyrsta sinn en hann tók við liðinu af Morten Olsen. „Takk fyrir lækninguna, Hareide", „Já, já, Åge - þetta lítur ansi vel út" og „Fullkomin byrjun fyrir Åge Hareide" voru nokkrar af fyrirsögnunum í dönsku blöðunum í morgun. Åge Hareide breytti um leikaðferð og það hafði mjög góð áhrif á danska liðið sem tók yfir leikinn í seinni eftir jafnari fyrri hálfleik. „Liðið komst ítrekað í gegnum íslensku vörnina. Takk fyrir lækninguna, Hareide. Nú skulum vona að hún sé langtímalausn," skrifaði Benjamin Munk Lund hjá Berlinski Tidende. „Á köldu fimmtudagskvöldi sáum við Åge Hareide láta landsliðið spila fótboltann sem allir Danir vilja sjá. Honum tókst að byggja upp sjálfstraust í liðinu og þetta gefur okkur vonir um að sjá sterkt danskt landslið hinum megin við hornið," skrifaði Allan Olsen á Ekstra Bladet. „Byrjendaheppni? Nei alls ekki. Hareide var búinn að leikgreina danska leikmannahópinn og mat það sem svo að þetta lið þyrfti að taka meiri áhættu, spila hraðari bolta og sækja meira," skrifaði Allan Olsen. Søren Olsen á Politiken sagði þetta verða fullkomna byrjun fyrir Åge Hareide. „Það var hægt að gleðjast yfir mörgu í Herning," skrifaði Søren Olsen og hrósaði Christian Eriksen sérstaklega fyrir frammistöðuna. „Náðir prófinu, náðir prófinu með glans," skrifaði Christian Thye-Petersen á Jyllands-Posten. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Danmörk – Ísland 2-1 | Slakur varnarleikur varð okkur að falli Danir unnu þægilegan sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Herning í Danmörku í dag en leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn. Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslands í leiknum en það var Nicolai Jørgensen sem gerði bæði mörk Dana í kvöld. 24. mars 2016 20:45 Pistill: Er ekki loksins komið að því að við vinnum þessa blessuðu Dani? 22 leikir og bestu úrslitin eru þrjú markalaus jafntefli. 24. mars 2016 07:00 Heimir: „Okkur er farið að þyrsta í góðan sigur“ „Maður er alltaf svekktur eftir alla tapleiki,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tapið gegn Dönum í kvöld. Íslenska liðið tapaði í vináttulandsleik gegn því danska, 2-1, og fór leikurinn fram í Herning. 24. mars 2016 22:13 Heimir: Sagt í hvert skipti sem við mætum Dönum Íslenska fótboltalandsliðið mætir því danska í Herning í kvöld. Þetta er einn af síðustu leikjunum fyrir EM í Frakklandi og því síðustu forvöð fyrir þjálfarana að laga það sem þarf að laga fyrir stóru stundina í sumar. 24. mars 2016 06:00 Byrjunarlið Íslands gegn Dönum Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, þjálfarar A landsliðs karla, hafa tilkynnt hvaða leikmenn byrja leikinn gegn Danmörku í kvöld. 24. mars 2016 18:22 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Sjá meira
Danir eru mjög sáttir með fótboltalandsliðið sitt eftir 2-1 sigur á EM-liði Íslands í vináttulandsleik í Herning í gær. Danir komust í 2-0 í leiknum og voru mun betra liðið en varamaðurinn Arnór Ingvi Traustason náði að minnka muninn fyrir Ísland í lokin. Norðmaðurinn Åge Hareide var þarna að stýra danska landsliðinu í fyrsta sinn en hann tók við liðinu af Morten Olsen. „Takk fyrir lækninguna, Hareide", „Já, já, Åge - þetta lítur ansi vel út" og „Fullkomin byrjun fyrir Åge Hareide" voru nokkrar af fyrirsögnunum í dönsku blöðunum í morgun. Åge Hareide breytti um leikaðferð og það hafði mjög góð áhrif á danska liðið sem tók yfir leikinn í seinni eftir jafnari fyrri hálfleik. „Liðið komst ítrekað í gegnum íslensku vörnina. Takk fyrir lækninguna, Hareide. Nú skulum vona að hún sé langtímalausn," skrifaði Benjamin Munk Lund hjá Berlinski Tidende. „Á köldu fimmtudagskvöldi sáum við Åge Hareide láta landsliðið spila fótboltann sem allir Danir vilja sjá. Honum tókst að byggja upp sjálfstraust í liðinu og þetta gefur okkur vonir um að sjá sterkt danskt landslið hinum megin við hornið," skrifaði Allan Olsen á Ekstra Bladet. „Byrjendaheppni? Nei alls ekki. Hareide var búinn að leikgreina danska leikmannahópinn og mat það sem svo að þetta lið þyrfti að taka meiri áhættu, spila hraðari bolta og sækja meira," skrifaði Allan Olsen. Søren Olsen á Politiken sagði þetta verða fullkomna byrjun fyrir Åge Hareide. „Það var hægt að gleðjast yfir mörgu í Herning," skrifaði Søren Olsen og hrósaði Christian Eriksen sérstaklega fyrir frammistöðuna. „Náðir prófinu, náðir prófinu með glans," skrifaði Christian Thye-Petersen á Jyllands-Posten.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Danmörk – Ísland 2-1 | Slakur varnarleikur varð okkur að falli Danir unnu þægilegan sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Herning í Danmörku í dag en leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn. Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslands í leiknum en það var Nicolai Jørgensen sem gerði bæði mörk Dana í kvöld. 24. mars 2016 20:45 Pistill: Er ekki loksins komið að því að við vinnum þessa blessuðu Dani? 22 leikir og bestu úrslitin eru þrjú markalaus jafntefli. 24. mars 2016 07:00 Heimir: „Okkur er farið að þyrsta í góðan sigur“ „Maður er alltaf svekktur eftir alla tapleiki,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tapið gegn Dönum í kvöld. Íslenska liðið tapaði í vináttulandsleik gegn því danska, 2-1, og fór leikurinn fram í Herning. 24. mars 2016 22:13 Heimir: Sagt í hvert skipti sem við mætum Dönum Íslenska fótboltalandsliðið mætir því danska í Herning í kvöld. Þetta er einn af síðustu leikjunum fyrir EM í Frakklandi og því síðustu forvöð fyrir þjálfarana að laga það sem þarf að laga fyrir stóru stundina í sumar. 24. mars 2016 06:00 Byrjunarlið Íslands gegn Dönum Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, þjálfarar A landsliðs karla, hafa tilkynnt hvaða leikmenn byrja leikinn gegn Danmörku í kvöld. 24. mars 2016 18:22 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Sjá meira
Umfjöllun: Danmörk – Ísland 2-1 | Slakur varnarleikur varð okkur að falli Danir unnu þægilegan sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Herning í Danmörku í dag en leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn. Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslands í leiknum en það var Nicolai Jørgensen sem gerði bæði mörk Dana í kvöld. 24. mars 2016 20:45
Pistill: Er ekki loksins komið að því að við vinnum þessa blessuðu Dani? 22 leikir og bestu úrslitin eru þrjú markalaus jafntefli. 24. mars 2016 07:00
Heimir: „Okkur er farið að þyrsta í góðan sigur“ „Maður er alltaf svekktur eftir alla tapleiki,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tapið gegn Dönum í kvöld. Íslenska liðið tapaði í vináttulandsleik gegn því danska, 2-1, og fór leikurinn fram í Herning. 24. mars 2016 22:13
Heimir: Sagt í hvert skipti sem við mætum Dönum Íslenska fótboltalandsliðið mætir því danska í Herning í kvöld. Þetta er einn af síðustu leikjunum fyrir EM í Frakklandi og því síðustu forvöð fyrir þjálfarana að laga það sem þarf að laga fyrir stóru stundina í sumar. 24. mars 2016 06:00
Byrjunarlið Íslands gegn Dönum Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, þjálfarar A landsliðs karla, hafa tilkynnt hvaða leikmenn byrja leikinn gegn Danmörku í kvöld. 24. mars 2016 18:22