Dagný um æfingarnar með strákunum: Fyrst leit ég bara út fyrir að vera léleg í fótbolta Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. mars 2016 06:30 Dagný Brynjarsdóttir í landsleik á móti Slóvakíu. Vísir/Anton Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur ekki æft með kvennaliði síðan tímabilinu í Pepsi-deildinni lauk síðasta haust. Hún á ekki að mæta til æfinga hjá sínu nýja liði, Portland Thorns í Bandaríkjunum, fyrr en eftir Algarve-mótið. Dagný er fædd og uppalin á Hellu þar sem hún æfði oft með strákum á yngri árum. Hún fékk að upplifa það aftur undir lok síðasta árs og í byrjun þessa árs þegar Gunnar Borgþórsson, þjálfari karlaliðs Selfoss, leyfði henni að æfa með liðinu. „Ég æfði í sex vikur með meistaraflokki karla áður en ég fór svo til Flórída í gamla skólann minn og æfði þar í fjórar vikur. Ég ætlaði að vera lengur en þurfti að koma fyrr heim til að fara í jarðarför. Svo æfði ég aftur með strákunum í janúar,“ segir Dagný, en hvernig var að æfa aftur með strákum, og það í meistaraflokki? „Ég skal alveg viðurkenna það, að þetta var erfitt. Í kvennaboltanum er ég fljót, sterk og hoppa hátt en ég er það ekki miðað við stráka. Það tók alveg tvær vikur að venjast þessu og fyrst leit ég bara út fyrir að vera léleg í fótbolta,“ segir Dagný og hlær við. „Maður getur varla tekið þrjár snertingar á æfingu. Ég var nánast fagnandi þegar ég kom heim ef ég náði að skora tvö mörk, þetta var svo erfitt. Mér leið stundum eins og ég væri búin með 90 mínútna leik því tempóið var svo miklu meira en ég er vön. Þetta var erfitt en alveg ótrúlega gaman. Ég græddi mikið á þessu og ef Gunni býður mér aftur seinna væri ég mikið til í að æfa aftur með strákunum,“ segir Dagný Brynjarsdóttir. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Dagný skorar bara þegar það skiptir máli Það boðar gott þegar Dagný Brynjarsdóttir er á skotskónum með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. 27. október 2015 12:30 Helst algengt hjá konum yfir sextugu og knattspyrnukonum Ísland er í góðum málum eftir 6-0 sigur á Slóveníu ytra í undankeppni EM 2017 í gær. Harpa Þorsteinsdóttir átti stórleik en íslenska liðið yfirspilaði lið Slóveníu á löngum köflum í leiknum. 27. október 2015 07:00 Dagný fer til Portland: Leyfði mér ekki að dreyma um svona lið Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur samið við eitt sterkasta lið Bandaríkjanna og spilar vestanhafs næstu tvö árin. 26. október 2015 22:16 Algarve-hópurinn tilbúinn Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag leikmannahóp sinn fyrir Algarve-mótið. 22. febrúar 2016 14:45 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur ekki æft með kvennaliði síðan tímabilinu í Pepsi-deildinni lauk síðasta haust. Hún á ekki að mæta til æfinga hjá sínu nýja liði, Portland Thorns í Bandaríkjunum, fyrr en eftir Algarve-mótið. Dagný er fædd og uppalin á Hellu þar sem hún æfði oft með strákum á yngri árum. Hún fékk að upplifa það aftur undir lok síðasta árs og í byrjun þessa árs þegar Gunnar Borgþórsson, þjálfari karlaliðs Selfoss, leyfði henni að æfa með liðinu. „Ég æfði í sex vikur með meistaraflokki karla áður en ég fór svo til Flórída í gamla skólann minn og æfði þar í fjórar vikur. Ég ætlaði að vera lengur en þurfti að koma fyrr heim til að fara í jarðarför. Svo æfði ég aftur með strákunum í janúar,“ segir Dagný, en hvernig var að æfa aftur með strákum, og það í meistaraflokki? „Ég skal alveg viðurkenna það, að þetta var erfitt. Í kvennaboltanum er ég fljót, sterk og hoppa hátt en ég er það ekki miðað við stráka. Það tók alveg tvær vikur að venjast þessu og fyrst leit ég bara út fyrir að vera léleg í fótbolta,“ segir Dagný og hlær við. „Maður getur varla tekið þrjár snertingar á æfingu. Ég var nánast fagnandi þegar ég kom heim ef ég náði að skora tvö mörk, þetta var svo erfitt. Mér leið stundum eins og ég væri búin með 90 mínútna leik því tempóið var svo miklu meira en ég er vön. Þetta var erfitt en alveg ótrúlega gaman. Ég græddi mikið á þessu og ef Gunni býður mér aftur seinna væri ég mikið til í að æfa aftur með strákunum,“ segir Dagný Brynjarsdóttir.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Dagný skorar bara þegar það skiptir máli Það boðar gott þegar Dagný Brynjarsdóttir er á skotskónum með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. 27. október 2015 12:30 Helst algengt hjá konum yfir sextugu og knattspyrnukonum Ísland er í góðum málum eftir 6-0 sigur á Slóveníu ytra í undankeppni EM 2017 í gær. Harpa Þorsteinsdóttir átti stórleik en íslenska liðið yfirspilaði lið Slóveníu á löngum köflum í leiknum. 27. október 2015 07:00 Dagný fer til Portland: Leyfði mér ekki að dreyma um svona lið Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur samið við eitt sterkasta lið Bandaríkjanna og spilar vestanhafs næstu tvö árin. 26. október 2015 22:16 Algarve-hópurinn tilbúinn Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag leikmannahóp sinn fyrir Algarve-mótið. 22. febrúar 2016 14:45 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira
Dagný skorar bara þegar það skiptir máli Það boðar gott þegar Dagný Brynjarsdóttir er á skotskónum með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. 27. október 2015 12:30
Helst algengt hjá konum yfir sextugu og knattspyrnukonum Ísland er í góðum málum eftir 6-0 sigur á Slóveníu ytra í undankeppni EM 2017 í gær. Harpa Þorsteinsdóttir átti stórleik en íslenska liðið yfirspilaði lið Slóveníu á löngum köflum í leiknum. 27. október 2015 07:00
Dagný fer til Portland: Leyfði mér ekki að dreyma um svona lið Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur samið við eitt sterkasta lið Bandaríkjanna og spilar vestanhafs næstu tvö árin. 26. október 2015 22:16
Algarve-hópurinn tilbúinn Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag leikmannahóp sinn fyrir Algarve-mótið. 22. febrúar 2016 14:45