Hunsar Alþingi fullveldi íslensku þjóðarinnar? Lawrence Lessig skrifar 5. mars 2016 07:00 Þegar skoðuð er saga stjórnarskráa um víða veröld kemur í ljós að Bandaríkin skipa þar sérstakan sess. Stjórnarskrá Bandaríkjanna var sú fyrsta sem þjóðin kom sér saman um og samþykkti sérstaklega. Nú hafa Íslendingar bætt um betur og náð stórmerkum áfanga á þessu sviði. Nú hefur þjóð, í fyrsta sinn á sögulegum tímum, samið sér stjórnarskrá með gegnsæjum hætti og samtakamætti, og nýtt til þess tækni sem ekki var til fyrr en á tuttugustu og fyrstu öld. Þó vill svo undarlega til að þessi stjórnarskrá hefur enn ekki öðlast gildi. Flestum er í fersku minni að eftir fjármálakreppu ársins 2008 hófu íslenskir ríkisborgarar einstakt ferli til þess að endurheimta fullveldi sitt. Eitt þúsund ríkisborgarar voru valdir með slembiúrtaki og komu sér saman um grunngildin sem vert væri að standa um, og svo var farið að semja stjórnarskrá með frjálsri þátttöku þeirra borgara sem vildu taka þátt. Að frumkvæði Alþingis var förinni haldið áfram með því að mæla fyrir um kosningu til sérstaks stjórnlagaþings. Ríflega fimm hundruð einstaklingar buðu sig fram til þess að sitja á þessu 25 manna þingi sem síðar varð stjórnlagaráð. Fundahöld stóðu yfir í liðlega fjóra mánuði og voru verk stjórnlagaráðs jafnan birt almenningi, jafnframt því sem auglýst var eftir athugasemdum og tillögum frá borgurunum. Almenningur lagði fram liðlega 3.600 athugasemdir, og leiddu þær til ótal breytinga. Lokadrög voru samþykkt einróma af öllum fulltrúum stjórnlagaráðs og loks lögð fyrir þingið og þjóðina. Um tveir þriðju kjósenda sögðust vilja þessi drög sem grundvöll að nýrri stjórnarskrá. Aldrei hafði neitt þessu líkt gerst í sögu stjórnarskrárréttar. Ef lýðræði er vald þjóðar, og ef fullveldi lýðræðisþjóðar byggist á vilja þjóðarinnar, þá er þessi aðferð og þessi stjórnarskrá eins gild og ósvikin og stjórnarskrár annarra ríkja heimsins. Þó hefur Alþingi hafnað því að þessi stjórnarskrá skuli öðlast gildi. Þá kviknar spurning sem hver og einn sem berst fyrir lýðræði um heimsbyggð alla hlýtur að spyrja sig: með hvaða rétti? Við gerð stjórnarskrárinnar var vissulega gert ráð fyrir því að hún yrði að lokum lögð fyrir Alþingi til samþykktar, rétt eins og drottningin leggur blessun sína yfir skipun ríkisstjórnar Breta. Drottningunni er hins vegar ljóst að valdið sem fylgir þessum rétti hlýtur að vera takmarkað, ef Bretar eiga að teljast lýðræðisþjóðfélag. Sama á við um Ísland. Þegar þjóðin hefur lokið við stórvirki á borð við þetta, samið stjórnarskrá á víðtækari og opnari hátt en nokkur dæmi eru um í sögu stjórnskipunarréttar og fengið verkið staðfest með niðurstöðu ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu, hefur þá Alþingi nokkurt siðferðislegt vald til þess að hafna henni? Vitaskuld eru ekki allir jafnhrifnir af öllu sem þar er að finna, enda er lýðræði ekki fyrirheit um fullkomleika, og engin stjórnarskrá hefur nokkru sinni vakið óskipta hrifningu allra, sem hún varðar. Nægir þar að nefna dæmið um frelsi einnar milljónar afrískra þræla, þegar Bandaríkjamenn samþykktu stjórnarskrá 1808, en það frelsi braut í bága við stjórnarskrána. Að því er Ísland varðar mætti spyrja hverjum fullveldið tilheyri. Er þjóðin fullvalda eða er hún það ekki? Ef þjóðin er fullvalda, krefst hún þess þá ekki að vilji hennar sé virtur? Þetta er vitaskuld spurning sem varðar Íslendinga, en líka heimsbyggð alla. Fullveldishugtakið hefur þróast í tímans rás. Það var hjá guði, hjá konungi, hjá elítu, og loks hjá þjóðinni. Þjóðir heims líta hver til annarrar í leit að hugmyndum. Afrek íslensku þjóðarinnar, sem samdi stjórnarskrá með opinni og gegnsærri aðferð, hefur veitt milljónum manna innblástur. Þeir eru þó mun fleiri sem furða sig á andstöðu Alþingis. Þegar Thomas Jefferson var að semja sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna talaði hann um „óafturkræfan rétt þjóðar til þess að breyta eða ógilda“ stjórnarskrá. Á því herrans ári 2016 ber okkur að breyta orðum hans til þess að hnykkja á því sem máli skiptir: Það er óafturkræfur réttur þjóðar að breyta, eða ógilda, eða semja stjórnarskrá, að minnsta kosti þar sem valdið er hjá þjóðinni.Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Þegar skoðuð er saga stjórnarskráa um víða veröld kemur í ljós að Bandaríkin skipa þar sérstakan sess. Stjórnarskrá Bandaríkjanna var sú fyrsta sem þjóðin kom sér saman um og samþykkti sérstaklega. Nú hafa Íslendingar bætt um betur og náð stórmerkum áfanga á þessu sviði. Nú hefur þjóð, í fyrsta sinn á sögulegum tímum, samið sér stjórnarskrá með gegnsæjum hætti og samtakamætti, og nýtt til þess tækni sem ekki var til fyrr en á tuttugustu og fyrstu öld. Þó vill svo undarlega til að þessi stjórnarskrá hefur enn ekki öðlast gildi. Flestum er í fersku minni að eftir fjármálakreppu ársins 2008 hófu íslenskir ríkisborgarar einstakt ferli til þess að endurheimta fullveldi sitt. Eitt þúsund ríkisborgarar voru valdir með slembiúrtaki og komu sér saman um grunngildin sem vert væri að standa um, og svo var farið að semja stjórnarskrá með frjálsri þátttöku þeirra borgara sem vildu taka þátt. Að frumkvæði Alþingis var förinni haldið áfram með því að mæla fyrir um kosningu til sérstaks stjórnlagaþings. Ríflega fimm hundruð einstaklingar buðu sig fram til þess að sitja á þessu 25 manna þingi sem síðar varð stjórnlagaráð. Fundahöld stóðu yfir í liðlega fjóra mánuði og voru verk stjórnlagaráðs jafnan birt almenningi, jafnframt því sem auglýst var eftir athugasemdum og tillögum frá borgurunum. Almenningur lagði fram liðlega 3.600 athugasemdir, og leiddu þær til ótal breytinga. Lokadrög voru samþykkt einróma af öllum fulltrúum stjórnlagaráðs og loks lögð fyrir þingið og þjóðina. Um tveir þriðju kjósenda sögðust vilja þessi drög sem grundvöll að nýrri stjórnarskrá. Aldrei hafði neitt þessu líkt gerst í sögu stjórnarskrárréttar. Ef lýðræði er vald þjóðar, og ef fullveldi lýðræðisþjóðar byggist á vilja þjóðarinnar, þá er þessi aðferð og þessi stjórnarskrá eins gild og ósvikin og stjórnarskrár annarra ríkja heimsins. Þó hefur Alþingi hafnað því að þessi stjórnarskrá skuli öðlast gildi. Þá kviknar spurning sem hver og einn sem berst fyrir lýðræði um heimsbyggð alla hlýtur að spyrja sig: með hvaða rétti? Við gerð stjórnarskrárinnar var vissulega gert ráð fyrir því að hún yrði að lokum lögð fyrir Alþingi til samþykktar, rétt eins og drottningin leggur blessun sína yfir skipun ríkisstjórnar Breta. Drottningunni er hins vegar ljóst að valdið sem fylgir þessum rétti hlýtur að vera takmarkað, ef Bretar eiga að teljast lýðræðisþjóðfélag. Sama á við um Ísland. Þegar þjóðin hefur lokið við stórvirki á borð við þetta, samið stjórnarskrá á víðtækari og opnari hátt en nokkur dæmi eru um í sögu stjórnskipunarréttar og fengið verkið staðfest með niðurstöðu ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu, hefur þá Alþingi nokkurt siðferðislegt vald til þess að hafna henni? Vitaskuld eru ekki allir jafnhrifnir af öllu sem þar er að finna, enda er lýðræði ekki fyrirheit um fullkomleika, og engin stjórnarskrá hefur nokkru sinni vakið óskipta hrifningu allra, sem hún varðar. Nægir þar að nefna dæmið um frelsi einnar milljónar afrískra þræla, þegar Bandaríkjamenn samþykktu stjórnarskrá 1808, en það frelsi braut í bága við stjórnarskrána. Að því er Ísland varðar mætti spyrja hverjum fullveldið tilheyri. Er þjóðin fullvalda eða er hún það ekki? Ef þjóðin er fullvalda, krefst hún þess þá ekki að vilji hennar sé virtur? Þetta er vitaskuld spurning sem varðar Íslendinga, en líka heimsbyggð alla. Fullveldishugtakið hefur þróast í tímans rás. Það var hjá guði, hjá konungi, hjá elítu, og loks hjá þjóðinni. Þjóðir heims líta hver til annarrar í leit að hugmyndum. Afrek íslensku þjóðarinnar, sem samdi stjórnarskrá með opinni og gegnsærri aðferð, hefur veitt milljónum manna innblástur. Þeir eru þó mun fleiri sem furða sig á andstöðu Alþingis. Þegar Thomas Jefferson var að semja sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna talaði hann um „óafturkræfan rétt þjóðar til þess að breyta eða ógilda“ stjórnarskrá. Á því herrans ári 2016 ber okkur að breyta orðum hans til þess að hnykkja á því sem máli skiptir: Það er óafturkræfur réttur þjóðar að breyta, eða ógilda, eða semja stjórnarskrá, að minnsta kosti þar sem valdið er hjá þjóðinni.Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun