Væri draumur að mæta Brasilíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2016 06:00 Hólmfríður Magnúsdóttir fagnar marki sínu á móti Dönum ásamt liðsfélögum sínum. Fréttablaðið/Jónína Guðbjörg Hólmfríður Magnúsdóttir kórónaði 4-1 stórsigur á Dönum á föstudaginn með því að skora síðasta markið og komst um leið í sögubækurnar. Hún hefur skorað fyrir A-landsliðið á hverju ári frá og með árinu 2006. „Við gátum ekki byrjað þetta betur. Það var líka mjög gott að vinna Belgíu á síðustu mínútunni. Það var extra sætt því við áttum það skilið,“ segir Hólmfríður. „Liðsheildin er frábær og það er það skemmtilega við þetta. Það eru allar með sín hlutverk á hreinu og við höfum allar sama traustið frá þjálfaranum. Það hafa allar skilað sínu hvort sem þær byrjuðu á bekknum eða voru í byrjunarliðinu,“ segir Hólmfríður. „Það er gott að hafa samkeppni og hún heldur manni á tánum. Ég hef alveg kynnst samkeppni áður og veit að maður verður bara að spýta í lófana og láta hana gera sig að betri leikmanni,“ segir Hólmfríður. Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, gerði tíu breytingar á liðinu frá sigrinum á Belgíu en liðið svaraði með stórsigri á Dönum. Danir gerðu tvær breytingar frá leiknum á undan og voru með sitt sterkasta lið.Þjálfarinn nær til allra ólíku týpanna í liðinu „Þetta sýnir líka breiddina sem er búið að vera búa til síðustu ár. Það er frábært að sjá unga leikmenn koma inn í hópinn og standa sig svona vel,“ segir Hólmfríður og hún hrósar þjálfaranum. „Það þarf að ná til okkar allra og hann gerir það þrátt fyrir að við séum mjög ólíkar týpur. Það að við séum ólíkar gerir líka hópinn betri,“ segir Hólmfríður sem er nú orðin ein af þeim elstu. „Ég finn ekkert rosalega mikið fyrir því að ég sé með þeim elstu í liðinu. Ég og Sandra (MaríaJessen) erum að skipta vinstri vængnum saman og ég hvet hana áfram og hún mig líka. Við setjum pressu á okkur að það verði alltaf að koma mark frá vinstri vængnum,“ segir Hólmfríður en þær skoruðu báðar gegn Dönum. „Við settum pressuna á okkur sjálfar fyrir mótið að við ætluðum alla leið í úrslitaleikinn og ef við förum inn í leikinn á morgun (í dag) eins og við erum búnar að fara inn í síðustu tvo þá sé ekki eitthvað lið stoppa okkur,“ segir Hólmfríður. Íslenska liðið mætir Kanada í dag í lokaleik riðilsins og þarf bara að ná í stig til að komast í úrslitaleikinn. Þar er líklegast að Brasilía bíði.Eru allar með sjálfstraust „Við höfum ekki tapað í mörgum leikjum í röð og erum allar með sjálfstraust. Við þurfum bara að klára leikinn á morgun (í dag) og það væri draumur að mæta Brasilíu í úrslitaleiknum,“ segir Hólmfríður og bætir við: „Ég hef aldrei spilað á móti Brasilíu og það er eitt af liðunum sem maður vill mæta í úrslitaleik.“ „Við ætlum að vinna riðilinn okkar í undankeppni EM og þetta eru góð fyrirheit fyrir leiki ársins. Þessir leikir hjálpa okkur vonandi að mæta vel undirbúnar fyrir leikina sem skipta máli,“ segir Hólmfríður að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Fleiri fréttir Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Í beinni: Manchester City - Wolves | Þurfa sigur eftir dræmt gengi Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Sjá meira
Hólmfríður Magnúsdóttir kórónaði 4-1 stórsigur á Dönum á föstudaginn með því að skora síðasta markið og komst um leið í sögubækurnar. Hún hefur skorað fyrir A-landsliðið á hverju ári frá og með árinu 2006. „Við gátum ekki byrjað þetta betur. Það var líka mjög gott að vinna Belgíu á síðustu mínútunni. Það var extra sætt því við áttum það skilið,“ segir Hólmfríður. „Liðsheildin er frábær og það er það skemmtilega við þetta. Það eru allar með sín hlutverk á hreinu og við höfum allar sama traustið frá þjálfaranum. Það hafa allar skilað sínu hvort sem þær byrjuðu á bekknum eða voru í byrjunarliðinu,“ segir Hólmfríður. „Það er gott að hafa samkeppni og hún heldur manni á tánum. Ég hef alveg kynnst samkeppni áður og veit að maður verður bara að spýta í lófana og láta hana gera sig að betri leikmanni,“ segir Hólmfríður. Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, gerði tíu breytingar á liðinu frá sigrinum á Belgíu en liðið svaraði með stórsigri á Dönum. Danir gerðu tvær breytingar frá leiknum á undan og voru með sitt sterkasta lið.Þjálfarinn nær til allra ólíku týpanna í liðinu „Þetta sýnir líka breiddina sem er búið að vera búa til síðustu ár. Það er frábært að sjá unga leikmenn koma inn í hópinn og standa sig svona vel,“ segir Hólmfríður og hún hrósar þjálfaranum. „Það þarf að ná til okkar allra og hann gerir það þrátt fyrir að við séum mjög ólíkar týpur. Það að við séum ólíkar gerir líka hópinn betri,“ segir Hólmfríður sem er nú orðin ein af þeim elstu. „Ég finn ekkert rosalega mikið fyrir því að ég sé með þeim elstu í liðinu. Ég og Sandra (MaríaJessen) erum að skipta vinstri vængnum saman og ég hvet hana áfram og hún mig líka. Við setjum pressu á okkur að það verði alltaf að koma mark frá vinstri vængnum,“ segir Hólmfríður en þær skoruðu báðar gegn Dönum. „Við settum pressuna á okkur sjálfar fyrir mótið að við ætluðum alla leið í úrslitaleikinn og ef við förum inn í leikinn á morgun (í dag) eins og við erum búnar að fara inn í síðustu tvo þá sé ekki eitthvað lið stoppa okkur,“ segir Hólmfríður. Íslenska liðið mætir Kanada í dag í lokaleik riðilsins og þarf bara að ná í stig til að komast í úrslitaleikinn. Þar er líklegast að Brasilía bíði.Eru allar með sjálfstraust „Við höfum ekki tapað í mörgum leikjum í röð og erum allar með sjálfstraust. Við þurfum bara að klára leikinn á morgun (í dag) og það væri draumur að mæta Brasilíu í úrslitaleiknum,“ segir Hólmfríður og bætir við: „Ég hef aldrei spilað á móti Brasilíu og það er eitt af liðunum sem maður vill mæta í úrslitaleik.“ „Við ætlum að vinna riðilinn okkar í undankeppni EM og þetta eru góð fyrirheit fyrir leiki ársins. Þessir leikir hjálpa okkur vonandi að mæta vel undirbúnar fyrir leikina sem skipta máli,“ segir Hólmfríður að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Fleiri fréttir Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Í beinni: Manchester City - Wolves | Þurfa sigur eftir dræmt gengi Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Sjá meira