Samstaða verður ekki úrelt Drífa Snædal skrifar 9. mars 2016 07:00 Ef við berum fyrir okkur stórkarlalegar myndlíkingar úr hermáli þá er „víglínan“ á vinnumarkaðinum skýr þessa dagana. Starfsfólk álversins í Straumsvík á í harðri baráttu við alþjóðlegt stórfyrirtæki um kaup og kjör. Í fyrstu fjallaði málið um heimild fyrirtækisins til verktöku en það var hluti af kjörum starfsfólksins að verktaka væri takmörkuð og að undirverktakar byðu sínu starfsfólki sömu laun og væri það starfandi beint fyrir fyrirtækið. Það er leið til þess að viðhalda þeim kjörum sem samið hefur verið um fyrir allt starfsfólkið en ekki bara suma sem koma að störfum fyrir fyrirtækið. Fyrirtækið sjálft var þannig ábyrgt fyrir ákveðnum kjörum gagnvart öllum sem þjónusta það og mætti svo vera um fleiri fyrirtæki. Verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir svokallaðri keðjuábyrgð sem felur í sér að ekki sé hægt að ráða sér undirverktaka til að framleiða þjónustu eða vöru án þess að axla ábyrgð á því að kaup, kjör og aðstæður séu samkvæmt samningum. Krafa RIO Tinto Alcan um heimild til aukinnar verktöku gengur þvert á þetta markmið enda útvistun verkefna væntanlega gerð í þeim tilgangi að „minnka kostnað“. Eftir því sem á leið baráttu starfsfólksins kemur yfirlýsing frá fyrirtækinu sjálfu um launafrystingu. Á þeim tímapunkti varð þessi barátta starfsfólksins í Straumsvík að sameiginlegri baráttu alls launafólks á Íslandi. Við búum við eina sterkustu vinnulöggjöf í heimi og sterk stéttarfélög sem launafólk um allan heim öfundar okkur af og telur til fyrirmyndar. Í nágrannalöndum okkar berst fólk gegn atvinnuleysi, óöruggum ráðningum, launafrystingu og í Svíþjóð og Finnlandi er hávær krafa um beinar launalækkanir. Við sjálf jafnt sem stórfyrirtæki úti í heimi verðum að gera okkur grein fyrir að íslenski vinnumarkaðurinn er sterkur og felst styrkur hans einkum í skýrum reglum, öruggu starfsumhverfi og mikilli samstöðu þegar á reynir. Starfsfólkið í Straumsvík þarf að finna þessa samstöðu því barátta þess er barátta okkar allra fyrir sanngjörnum skilyrðum á vinnumarkaði og frelsi til að semja um kaup og kjör. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Ef við berum fyrir okkur stórkarlalegar myndlíkingar úr hermáli þá er „víglínan“ á vinnumarkaðinum skýr þessa dagana. Starfsfólk álversins í Straumsvík á í harðri baráttu við alþjóðlegt stórfyrirtæki um kaup og kjör. Í fyrstu fjallaði málið um heimild fyrirtækisins til verktöku en það var hluti af kjörum starfsfólksins að verktaka væri takmörkuð og að undirverktakar byðu sínu starfsfólki sömu laun og væri það starfandi beint fyrir fyrirtækið. Það er leið til þess að viðhalda þeim kjörum sem samið hefur verið um fyrir allt starfsfólkið en ekki bara suma sem koma að störfum fyrir fyrirtækið. Fyrirtækið sjálft var þannig ábyrgt fyrir ákveðnum kjörum gagnvart öllum sem þjónusta það og mætti svo vera um fleiri fyrirtæki. Verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir svokallaðri keðjuábyrgð sem felur í sér að ekki sé hægt að ráða sér undirverktaka til að framleiða þjónustu eða vöru án þess að axla ábyrgð á því að kaup, kjör og aðstæður séu samkvæmt samningum. Krafa RIO Tinto Alcan um heimild til aukinnar verktöku gengur þvert á þetta markmið enda útvistun verkefna væntanlega gerð í þeim tilgangi að „minnka kostnað“. Eftir því sem á leið baráttu starfsfólksins kemur yfirlýsing frá fyrirtækinu sjálfu um launafrystingu. Á þeim tímapunkti varð þessi barátta starfsfólksins í Straumsvík að sameiginlegri baráttu alls launafólks á Íslandi. Við búum við eina sterkustu vinnulöggjöf í heimi og sterk stéttarfélög sem launafólk um allan heim öfundar okkur af og telur til fyrirmyndar. Í nágrannalöndum okkar berst fólk gegn atvinnuleysi, óöruggum ráðningum, launafrystingu og í Svíþjóð og Finnlandi er hávær krafa um beinar launalækkanir. Við sjálf jafnt sem stórfyrirtæki úti í heimi verðum að gera okkur grein fyrir að íslenski vinnumarkaðurinn er sterkur og felst styrkur hans einkum í skýrum reglum, öruggu starfsumhverfi og mikilli samstöðu þegar á reynir. Starfsfólkið í Straumsvík þarf að finna þessa samstöðu því barátta þess er barátta okkar allra fyrir sanngjörnum skilyrðum á vinnumarkaði og frelsi til að semja um kaup og kjör.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun