Hópmeðferðir í heilsugæslu Teitur Guðmundsson skrifar 23. febrúar 2016 13:02 Það er áhugavert að velta vöngum yfir möguleikunum sem eru í þjónustu heilsugæslunnar. Þar starfar þverfaglegt teymi sérfræðinga á mörgum sviðum. Nú stendur til að bæta við sálfræðingum á heilsugæslustöðvar og vonandi verður það sem allra fyrst. Vitað er að mörg þau vandamál sem við glímum við dags daglega gætu verið leyst á þann máta. Það mætti líka hugsa sér að sjúkraþjálfar væru með fastar stöður á heilsugæslu, í Bretlandi t.d. var verkefni þar sem stoðkerfisverkjum var vísað beint á slíka til frumgreiningar og meðferðar. Það léttir örugglega töluvert á læknunum og bætir mögulega meðferð einstaklinga. Þá mætti vel ímynda sér að það væri gott að hafa lyfjafræðinga á hverri einingu sem gætu aðstoðað við innstillingu lyfja, skoðun aukaverkana og yfirferðar lyfjalista sem við þekkjum ágætlega erlendis frá og einnig af sjúkrahúsum. Það bætir meðferð einstaklingsins og er örugglega sparnaður þegar á heildina er litið. Næringarfræði og mataræði er nú orðinn snar þáttur í tengslum við forvarnir og heilsueflingu ekki síður en við nálgun á lífsstílssjúkdómana sem sannarlega eru áskorun næstu aldar í læknisfræði og öllum heilbrigðiskerfum vesturlanda. Forvarnir munu leika þar lykilhlutverk að mínu viti og vandinn verður ekki leystur nema við upptök hans. Mjög margt er verið að gera, en það hefur oft flogið í huga mér að hópameðferð líkt og reynd hefur verið víða gæti gagnast afar vel í samstarfi við aðrar fagstéttir. Það má ímynda sér að meðferð við flestum lífsstílssjúkdómum en einnig mörgum hinna hefðbundnari væri skemmtileg og árangursrík í hóp. Slík módel í tengslum við hugræna atferlismeðferð svo dæmi séu tekin eru að virka mjög vel, þá er vel þekkt sú nálgun í tengslum við AA hópa einnig þó hún sé vissulega að ákveðnu marki frábrugðin. Það er skemmst frá því að segja að hópmeðferð sjúklinga með sykursýki virðist gagnast betur en einstaklingsmeðferð ef marka má rannsókn á 75.000 einstaklingum í Kanada. Þar kom fram að þeir sem sóttu slíka fræðslu og meðferðarnálgun voru með helmingi færri tilfelli heimsókna á bráðamóttökur vegna sykurvanda, innlagna og sýkinga sem eru nokkur af megin vandamálunum er tengjast sykursýki. Þarna er mögulega ein af mörgum lausnum á aðflæðivanda Landspítala, sem er ekki síður stórt vandamál en fráflæðivandi hans. Það má ímynda sér að þessi nálgun myndi virka vel á mjög marga af þeim sjúkdómum sem heilsugæslan glímir við og má þar nefna háþrýsting, offitu, verkja og stoðkerfisvanda, lungnasjúkdóma, meltingarsjúkdóma ýmis konar og auðvitað geðsjúkdóma en þar erum við lengst komin í að beita þessari nálgun. Tíma fagfólksins getur verið betur varið ef það er að hluta til með slíka móttöku og fræðslu, þannig kemst það yfir fleiri sjúklinga, getur staðlað betur vinnuferla sína, þannig aukið gæði meðferðar og síðast en ekki síst er þetta líklega ódýrara form en hin hefbundnu einstaklingsviðtöl. Slík viðtöl munu auðvitað ekki hverfa og að öllum líkindum verða megin uppistaðan í þjónustunni áfram fyrst um sinn. Það væri þó vissulega mjög áhugavert að vinna í slíku módeli hér. Mikilvægt er að gefa fagfólkinu möguleika á að þróa þá þjónustu sem það vill veita innan þess ramma sem klínískar leiðbeiningar, rekstrarumhverfi og fjármagn leyfa. Fyrir einstaklingana verður nauðsynlegt að geta valið sér þjónustuaðila byggt á gæðum og framboði þjónustu. Slíkt fyrirkomulag er líkegra til að ná árangri. Við horfum fram á breytingar í umhverfi heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu á næstunni sem verður spennandi að fylgjast með, vonandi tekst okkur vel upp að bæta aðgengi, auka þjónustumagn og fjölbreytni þjónustuleiða. Hluti af þeirri leið verður að setja rekstur þeirra í hendurnar á fagfólkinu. Markmiðið hlýtur að vera að bæta heilsu og líðan einstaklinga og tryggja þjónustuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að velta vöngum yfir möguleikunum sem eru í þjónustu heilsugæslunnar. Þar starfar þverfaglegt teymi sérfræðinga á mörgum sviðum. Nú stendur til að bæta við sálfræðingum á heilsugæslustöðvar og vonandi verður það sem allra fyrst. Vitað er að mörg þau vandamál sem við glímum við dags daglega gætu verið leyst á þann máta. Það mætti líka hugsa sér að sjúkraþjálfar væru með fastar stöður á heilsugæslu, í Bretlandi t.d. var verkefni þar sem stoðkerfisverkjum var vísað beint á slíka til frumgreiningar og meðferðar. Það léttir örugglega töluvert á læknunum og bætir mögulega meðferð einstaklinga. Þá mætti vel ímynda sér að það væri gott að hafa lyfjafræðinga á hverri einingu sem gætu aðstoðað við innstillingu lyfja, skoðun aukaverkana og yfirferðar lyfjalista sem við þekkjum ágætlega erlendis frá og einnig af sjúkrahúsum. Það bætir meðferð einstaklingsins og er örugglega sparnaður þegar á heildina er litið. Næringarfræði og mataræði er nú orðinn snar þáttur í tengslum við forvarnir og heilsueflingu ekki síður en við nálgun á lífsstílssjúkdómana sem sannarlega eru áskorun næstu aldar í læknisfræði og öllum heilbrigðiskerfum vesturlanda. Forvarnir munu leika þar lykilhlutverk að mínu viti og vandinn verður ekki leystur nema við upptök hans. Mjög margt er verið að gera, en það hefur oft flogið í huga mér að hópameðferð líkt og reynd hefur verið víða gæti gagnast afar vel í samstarfi við aðrar fagstéttir. Það má ímynda sér að meðferð við flestum lífsstílssjúkdómum en einnig mörgum hinna hefðbundnari væri skemmtileg og árangursrík í hóp. Slík módel í tengslum við hugræna atferlismeðferð svo dæmi séu tekin eru að virka mjög vel, þá er vel þekkt sú nálgun í tengslum við AA hópa einnig þó hún sé vissulega að ákveðnu marki frábrugðin. Það er skemmst frá því að segja að hópmeðferð sjúklinga með sykursýki virðist gagnast betur en einstaklingsmeðferð ef marka má rannsókn á 75.000 einstaklingum í Kanada. Þar kom fram að þeir sem sóttu slíka fræðslu og meðferðarnálgun voru með helmingi færri tilfelli heimsókna á bráðamóttökur vegna sykurvanda, innlagna og sýkinga sem eru nokkur af megin vandamálunum er tengjast sykursýki. Þarna er mögulega ein af mörgum lausnum á aðflæðivanda Landspítala, sem er ekki síður stórt vandamál en fráflæðivandi hans. Það má ímynda sér að þessi nálgun myndi virka vel á mjög marga af þeim sjúkdómum sem heilsugæslan glímir við og má þar nefna háþrýsting, offitu, verkja og stoðkerfisvanda, lungnasjúkdóma, meltingarsjúkdóma ýmis konar og auðvitað geðsjúkdóma en þar erum við lengst komin í að beita þessari nálgun. Tíma fagfólksins getur verið betur varið ef það er að hluta til með slíka móttöku og fræðslu, þannig kemst það yfir fleiri sjúklinga, getur staðlað betur vinnuferla sína, þannig aukið gæði meðferðar og síðast en ekki síst er þetta líklega ódýrara form en hin hefbundnu einstaklingsviðtöl. Slík viðtöl munu auðvitað ekki hverfa og að öllum líkindum verða megin uppistaðan í þjónustunni áfram fyrst um sinn. Það væri þó vissulega mjög áhugavert að vinna í slíku módeli hér. Mikilvægt er að gefa fagfólkinu möguleika á að þróa þá þjónustu sem það vill veita innan þess ramma sem klínískar leiðbeiningar, rekstrarumhverfi og fjármagn leyfa. Fyrir einstaklingana verður nauðsynlegt að geta valið sér þjónustuaðila byggt á gæðum og framboði þjónustu. Slíkt fyrirkomulag er líkegra til að ná árangri. Við horfum fram á breytingar í umhverfi heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu á næstunni sem verður spennandi að fylgjast með, vonandi tekst okkur vel upp að bæta aðgengi, auka þjónustumagn og fjölbreytni þjónustuleiða. Hluti af þeirri leið verður að setja rekstur þeirra í hendurnar á fagfólkinu. Markmiðið hlýtur að vera að bæta heilsu og líðan einstaklinga og tryggja þjónustuna.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun