Júróbankinn Ívar Halldórsson skrifar 7. febrúar 2016 22:18 Nú þegar Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er innan seilingar minnist maður óneitanlega okkar fyrsta framlags til þessa stóra viðburðar. „Gleðibankinn“ var sendur í keppnina og við vorum öll viss um að þetta væri besta lag sem keppnin hafði fengið að njóta og nánast formsatriði að flytja það á sviðinu. Við vissum að við myndum sigra. Þjóðin sameinaðist – allir voru sammála. Svo kom „áfallið.“ Nágrannar okkar í Evrópu kunnu ekki gott að meta og skildu ekki hversu mikil snilld lagið okkar var. Við vorum svo langt á undan okkar samtíð í tónlist og urðum í auðmýkt að sætta okkur við að Evrópa var bara ekki komin lengra en þetta í tónlistarlegum þroska. Sextánda sætið var svekkelsi. Þjóðin tók yfirdrátt í Gleðibankanum og tæmdi sjóði bankans áður en innistæða var fyrir úttektinni. Úrslit keppninnar reyndust vera eins konar tvö þúsund og sjö tónlistartakta þjóðarinnar. En við lærðum af þessari reynslu. Tapið var sem betur fer aðeins tilfinningalegt og enginn Íslendingur hlaut varanlegan skaða af. Þjóðin fór í smá sjálfsskoðun og tók út ákveðin tónlistarþroska í kjölfarið og við uppgötvuðum að sigur er ekki sjálfsagður í Júróvisjón – þótt við séum auðvitað alltaf best. En það var eins og Magnús Eiríksson vissi alltaf að lagið myndi ekki sigra. Hann bjó okkur undir úrslitin í texta lagsins. „Leggur ekkert inn, tekur bara út.“ Við höfðum ekkert lagt inn á reikning okkar í Júróvisjón-reynslubankanum, þótt við hikuðum ekki við að seilast í sjóði Gleðibankans og taka út gleðina fyrir fram. Hann virtist ráðleggja okkur á snyrtilegan hátt að við ættum að ganga hægt um gleðinnar dyr. Höfundurinn talaði hógvær um „kósý lítið lag“ og „lítið gleðihús.“ Við létum þó eins og við værum með stærsta lag allra tíma og þjóð okkar varð strax eitt risastórt gleðihús um leið og okkar stærstu tónlistarhetjurnar birtust á skjánum og sungu sannfærandi í sigurstranglegum glansgöllum. Við hlupum á okkur og héldum jafnvel fyrirpartí; fögnuðum sigrinum snemma. En sem betur fer var þetta bara tónlistarkeppni . Þetta var ekki spurning um líf og dauða, eða fjárhagslega farsæld þjóðar okkar. Í versta falli rispaðist þjóðarstoltið. Enginn Íslendingur skaðaðist. Já, ég held að Magnús hafi alltaf verið fullkomlega meðvitaður um að Gleðibankinn var aðeins fyrsta innlögn inn á reikning, sem átti þó eftir að safna vöxtum og færa okkur ómælda gleði næstu áratugi á sviði tónlistar. Við hættum sem betur fer ekki að leggja inn í Júróvisjón-bankann, enda hefur árangur okkar oft verið ávísun á góða úttekt í Gleðibanka landsmanna. Boðskapur Magnúsar okkar Eiríkssonar mun alltaf standa fyrir sínu og minnir okkur enn í dag á að við þurfum að leggja inn til að geta tekið út. Ef við viljum eignast góða vini, þurfum við að leggja inn á Vináttubankann. Ef við viljum virðingu, þurfum við að safna inneign í Virðingarbankanum. Ef við viljum meiri ást þá getum við ekki í kæruleysi straujað kærleikskortið okkar endalaust án þess að eiga innistæðu í Kærleiksbankanum. Í okkar daglega lífi þurfum ávallt að leggja inn í samræmi við það sem við viljum geta tekið út. Fólkið sem ég og þú eigum samskipti við í samfélagi okkar eru litlir bankar. Við viljum fá viðurkenningu, skilning og kurteisi frá samstarfsmönnum, afgreiðslufólki , fjölskyldu og þeim sem við umgöngumst á samskiptamiðlunum. ...en eigum við inneign? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Nú þegar Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er innan seilingar minnist maður óneitanlega okkar fyrsta framlags til þessa stóra viðburðar. „Gleðibankinn“ var sendur í keppnina og við vorum öll viss um að þetta væri besta lag sem keppnin hafði fengið að njóta og nánast formsatriði að flytja það á sviðinu. Við vissum að við myndum sigra. Þjóðin sameinaðist – allir voru sammála. Svo kom „áfallið.“ Nágrannar okkar í Evrópu kunnu ekki gott að meta og skildu ekki hversu mikil snilld lagið okkar var. Við vorum svo langt á undan okkar samtíð í tónlist og urðum í auðmýkt að sætta okkur við að Evrópa var bara ekki komin lengra en þetta í tónlistarlegum þroska. Sextánda sætið var svekkelsi. Þjóðin tók yfirdrátt í Gleðibankanum og tæmdi sjóði bankans áður en innistæða var fyrir úttektinni. Úrslit keppninnar reyndust vera eins konar tvö þúsund og sjö tónlistartakta þjóðarinnar. En við lærðum af þessari reynslu. Tapið var sem betur fer aðeins tilfinningalegt og enginn Íslendingur hlaut varanlegan skaða af. Þjóðin fór í smá sjálfsskoðun og tók út ákveðin tónlistarþroska í kjölfarið og við uppgötvuðum að sigur er ekki sjálfsagður í Júróvisjón – þótt við séum auðvitað alltaf best. En það var eins og Magnús Eiríksson vissi alltaf að lagið myndi ekki sigra. Hann bjó okkur undir úrslitin í texta lagsins. „Leggur ekkert inn, tekur bara út.“ Við höfðum ekkert lagt inn á reikning okkar í Júróvisjón-reynslubankanum, þótt við hikuðum ekki við að seilast í sjóði Gleðibankans og taka út gleðina fyrir fram. Hann virtist ráðleggja okkur á snyrtilegan hátt að við ættum að ganga hægt um gleðinnar dyr. Höfundurinn talaði hógvær um „kósý lítið lag“ og „lítið gleðihús.“ Við létum þó eins og við værum með stærsta lag allra tíma og þjóð okkar varð strax eitt risastórt gleðihús um leið og okkar stærstu tónlistarhetjurnar birtust á skjánum og sungu sannfærandi í sigurstranglegum glansgöllum. Við hlupum á okkur og héldum jafnvel fyrirpartí; fögnuðum sigrinum snemma. En sem betur fer var þetta bara tónlistarkeppni . Þetta var ekki spurning um líf og dauða, eða fjárhagslega farsæld þjóðar okkar. Í versta falli rispaðist þjóðarstoltið. Enginn Íslendingur skaðaðist. Já, ég held að Magnús hafi alltaf verið fullkomlega meðvitaður um að Gleðibankinn var aðeins fyrsta innlögn inn á reikning, sem átti þó eftir að safna vöxtum og færa okkur ómælda gleði næstu áratugi á sviði tónlistar. Við hættum sem betur fer ekki að leggja inn í Júróvisjón-bankann, enda hefur árangur okkar oft verið ávísun á góða úttekt í Gleðibanka landsmanna. Boðskapur Magnúsar okkar Eiríkssonar mun alltaf standa fyrir sínu og minnir okkur enn í dag á að við þurfum að leggja inn til að geta tekið út. Ef við viljum eignast góða vini, þurfum við að leggja inn á Vináttubankann. Ef við viljum virðingu, þurfum við að safna inneign í Virðingarbankanum. Ef við viljum meiri ást þá getum við ekki í kæruleysi straujað kærleikskortið okkar endalaust án þess að eiga innistæðu í Kærleiksbankanum. Í okkar daglega lífi þurfum ávallt að leggja inn í samræmi við það sem við viljum geta tekið út. Fólkið sem ég og þú eigum samskipti við í samfélagi okkar eru litlir bankar. Við viljum fá viðurkenningu, skilning og kurteisi frá samstarfsmönnum, afgreiðslufólki , fjölskyldu og þeim sem við umgöngumst á samskiptamiðlunum. ...en eigum við inneign?
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun