Leiðin er grýtt Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 30. janúar 2016 07:00 Metfylgi Pírata í skoðanakönnunum er hætt að koma á óvart. Fjölmiðlar eyða ekki lengur heilu síðunum í að fjalla um þennan nýja risa í íslenskri pólitík. Fregnir af hverju fylgismetinu á fætur öðru eru ekki lengur efni í uppslætti. Skoðanakannanir eru eitt – kosningar annað. Ýmislegt getur gerst á þeim tæpu sextán mánuðum sem eru í kosningar. Eru kjósendur Pírata að hóta hefðbundnu flokkunum, og kjósa svo það sem þeir þekkja þegar til kastanna kemur? Hvaða tromp draga framsóknarmenn fram úr erminni núna? Verður sjálfstæðismönnum umbunað fyrir efnahagsbatann? Er Samfylkingin virkilega bara tíu prósenta flokkur? Fyrir Pírata er sennilega mikilvægast að halda áfram sinni vegferð. Þeir eiga góða talsmenn sem virðast geta tekið skynsamlega og ígrundaða afstöðu til einstakra mála þvert á kreddur eða gamlar flokkslínur. Flokksmenn hafa líka forðast upphrópanir, af því tagi sem sumir íslenskir stjórnmálamenn virðast telja lykilhluta af starfslýsingunni. Ekki má heldur gleyma að Píratar hafa lagt til nokkur athyglisverð og frumleg stefnumál, til dæmis hugmyndina um borgaralaun. Stærsta áskorunin í þessum efnum er sennilega sú staðreynd að með hverri könnuninni, og því nær sem dregur kosningum, verður líklegra að Píratabólan sé alls engin bóla, heldur nýr pólitískur veruleiki. Svo getur raunverulega farið að Píratar verði í þeirri stöðu að leiða ríkisstjórn eftir eitt og hálft ár. Það vekur nátttröllin. Flokkurinn þarf að varast pólitíska lukkuriddara sem sjá sér leik á borði að komast til áhrifa, og telja sig sjálfkjörna til áhrifasæta á framboðslistum. Ekki er síður mikilvægt að varast að upp úr sjóði innbyrðis. Fyrstu merkin eru komin fram. Birgitta Jónsdóttir, fyrrum kapteinn og einn stofnenda flokksins, hefur gefið út að hún hyggist gefa kost á sér áfram. Í trássi við fyrri yfirlýsingar um að átta ára seta sé algert hámark til að tryggja nauðsynlega endurnýjun og koma í veg fyrir spillingu. Nú telur hún nauðsynlegt að sitja áfram til að tryggja hugsjónum Pírata framgang. Í sömu andrá lýsir hún því yfir að frjálshyggjufólk sé óvelkomið í Píratahreyfinguna, og hefur ýmsa tilburði í frammi á spjallþræði flokksins. Það er stílbrot hjá forystukonu í flokki sem berst fyrir óheftu tjáningarfrelsi. Meira í anda Pírata eru yfirlýsingar hennar um stjórnarskrárvinnuna, sem nú fer fram í sérstakri þingnefnd. Birgitta neitar þátttöku í nefndinni á þeim forsendum að um tilraun til að drepa stjórnarskrármálinu á dreif sé að ræða. Þar er hún samkvæm sjálfri sér um að tillögur Stjórnlagaráðs, sem samþykktar hafa verið í þjóðaratkvæði, ættu að vera grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Þar greinir hana á við suma félaga sína. Píratar eru í öfundsverðri stöðu. Leiðin framundan er hins vegar grýtt. Fyrir þá er heillavænlegast að halda sínu striki, varast lukkuriddara og passa að sundrung meðal áhafnarinnar fari ekki úr böndum. Annars gæti stjarna Pírata hrapað jafn skyndilega og hún hefur risið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Metfylgi Pírata í skoðanakönnunum er hætt að koma á óvart. Fjölmiðlar eyða ekki lengur heilu síðunum í að fjalla um þennan nýja risa í íslenskri pólitík. Fregnir af hverju fylgismetinu á fætur öðru eru ekki lengur efni í uppslætti. Skoðanakannanir eru eitt – kosningar annað. Ýmislegt getur gerst á þeim tæpu sextán mánuðum sem eru í kosningar. Eru kjósendur Pírata að hóta hefðbundnu flokkunum, og kjósa svo það sem þeir þekkja þegar til kastanna kemur? Hvaða tromp draga framsóknarmenn fram úr erminni núna? Verður sjálfstæðismönnum umbunað fyrir efnahagsbatann? Er Samfylkingin virkilega bara tíu prósenta flokkur? Fyrir Pírata er sennilega mikilvægast að halda áfram sinni vegferð. Þeir eiga góða talsmenn sem virðast geta tekið skynsamlega og ígrundaða afstöðu til einstakra mála þvert á kreddur eða gamlar flokkslínur. Flokksmenn hafa líka forðast upphrópanir, af því tagi sem sumir íslenskir stjórnmálamenn virðast telja lykilhluta af starfslýsingunni. Ekki má heldur gleyma að Píratar hafa lagt til nokkur athyglisverð og frumleg stefnumál, til dæmis hugmyndina um borgaralaun. Stærsta áskorunin í þessum efnum er sennilega sú staðreynd að með hverri könnuninni, og því nær sem dregur kosningum, verður líklegra að Píratabólan sé alls engin bóla, heldur nýr pólitískur veruleiki. Svo getur raunverulega farið að Píratar verði í þeirri stöðu að leiða ríkisstjórn eftir eitt og hálft ár. Það vekur nátttröllin. Flokkurinn þarf að varast pólitíska lukkuriddara sem sjá sér leik á borði að komast til áhrifa, og telja sig sjálfkjörna til áhrifasæta á framboðslistum. Ekki er síður mikilvægt að varast að upp úr sjóði innbyrðis. Fyrstu merkin eru komin fram. Birgitta Jónsdóttir, fyrrum kapteinn og einn stofnenda flokksins, hefur gefið út að hún hyggist gefa kost á sér áfram. Í trássi við fyrri yfirlýsingar um að átta ára seta sé algert hámark til að tryggja nauðsynlega endurnýjun og koma í veg fyrir spillingu. Nú telur hún nauðsynlegt að sitja áfram til að tryggja hugsjónum Pírata framgang. Í sömu andrá lýsir hún því yfir að frjálshyggjufólk sé óvelkomið í Píratahreyfinguna, og hefur ýmsa tilburði í frammi á spjallþræði flokksins. Það er stílbrot hjá forystukonu í flokki sem berst fyrir óheftu tjáningarfrelsi. Meira í anda Pírata eru yfirlýsingar hennar um stjórnarskrárvinnuna, sem nú fer fram í sérstakri þingnefnd. Birgitta neitar þátttöku í nefndinni á þeim forsendum að um tilraun til að drepa stjórnarskrármálinu á dreif sé að ræða. Þar er hún samkvæm sjálfri sér um að tillögur Stjórnlagaráðs, sem samþykktar hafa verið í þjóðaratkvæði, ættu að vera grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Þar greinir hana á við suma félaga sína. Píratar eru í öfundsverðri stöðu. Leiðin framundan er hins vegar grýtt. Fyrir þá er heillavænlegast að halda sínu striki, varast lukkuriddara og passa að sundrung meðal áhafnarinnar fari ekki úr böndum. Annars gæti stjarna Pírata hrapað jafn skyndilega og hún hefur risið.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun