Tæknin gæti útrýmt fimm milljónum starfa fyrir 2020 Sæunn Gísladóttir skrifar 20. janúar 2016 08:30 Vélmenni eru líkleg til að leysa sum almenn störf af hólmi á næstunni, svo sem matargerð. Fréttablaðið/Getty Allt að fimm milljónir starfa gætu horfið í fimmtán stærstu hagkerfum heims fyrir árið 2020 samkvæmt nýrri skýrslu World Economic Forum sem birt var á mánudaginn. Talið er að tækni, svo sem gervigreind, vélmenni og líftækni gætu leyst störfin af hólmi. Stjórnunarstörf og almenn skrifstofustörf eru talin í mestri hættu vegna „fjórðu iðnaðarbyltingarinnar“ sem er eitt af aðalumræðuefnunum á World Economic Forum sem fer fram í Davos í Sviss í vikunni. Hagkerfin fimmtán sem um ræðir ráða 65 prósent af vinnuafli heimsins. Talið er að allt að 7,1 milljón starfa geti tapast í þeim vegna sjálfvirkni. Spáð er að 2,1 milljón nýrra starfa muni skapast í tækni-, margmiðlunar- og þjónustugeirunum í staðinn. Því munu samtals fimm milljón störf tapast. Klaus Schaw, stofnandi og stjórnarformaður World Economic Forum, segir að löndin verði að fjárfesta í breytingum á vinnustöðum sínum til að mæta þessari þróun. Annars sé hætta á færri sérhæfðum starfsmönnum, auknu atvinnuleysi og ójöfnuði. Mikilvægt er að fjárfesta í menntun og þjálfun. Talið er að 65 prósent barna sem hefja grunnskólanám í dag muni vinna störf sem eru ekki enn þá til. Því er framtíðarþjálfun mjög mikilvæg, segir í skýrslunni. Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Allt að fimm milljónir starfa gætu horfið í fimmtán stærstu hagkerfum heims fyrir árið 2020 samkvæmt nýrri skýrslu World Economic Forum sem birt var á mánudaginn. Talið er að tækni, svo sem gervigreind, vélmenni og líftækni gætu leyst störfin af hólmi. Stjórnunarstörf og almenn skrifstofustörf eru talin í mestri hættu vegna „fjórðu iðnaðarbyltingarinnar“ sem er eitt af aðalumræðuefnunum á World Economic Forum sem fer fram í Davos í Sviss í vikunni. Hagkerfin fimmtán sem um ræðir ráða 65 prósent af vinnuafli heimsins. Talið er að allt að 7,1 milljón starfa geti tapast í þeim vegna sjálfvirkni. Spáð er að 2,1 milljón nýrra starfa muni skapast í tækni-, margmiðlunar- og þjónustugeirunum í staðinn. Því munu samtals fimm milljón störf tapast. Klaus Schaw, stofnandi og stjórnarformaður World Economic Forum, segir að löndin verði að fjárfesta í breytingum á vinnustöðum sínum til að mæta þessari þróun. Annars sé hætta á færri sérhæfðum starfsmönnum, auknu atvinnuleysi og ójöfnuði. Mikilvægt er að fjárfesta í menntun og þjálfun. Talið er að 65 prósent barna sem hefja grunnskólanám í dag muni vinna störf sem eru ekki enn þá til. Því er framtíðarþjálfun mjög mikilvæg, segir í skýrslunni.
Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira