Góðar fréttir frá Ísrael Ívar Halldórsson skrifar 20. janúar 2016 08:42 Fjölmargir fjölmiðlar víða um heim hafa reynt að finna ísraelsku þjóðinni flest til foráttu. Almenningur situr því oft eftir með afskræmda mynd af þessu lýðræðisríki - halda að Ísraelar séu upp til hópa grimmir, miskunarlausir og hættulegir mannkyninu. En ef við leiðum hjá okkur eitt augnablik umfjallanir fjölmiðla um stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs og beinum augum okkar dýpra inn í þjóðarsál Ísrael, stangast þau ótalmörgu afrek Ísraelsmanna á við þá slæmu ímynd sem hefur fengið að stimpla sig inn í huga margra. Luke Johnson, forseti Risk Capital Partners og Centre for Entrepreneurs, skrifaði nýlega í UK Sunday Timesum Ísrael sem magnað land, iðandi af orku og sjálfstrausti, segull fyrir hæfileika og fjárfestingu - og suðupottur nýsköpunar. Það er ótal margt úr fréttum seinni hluta síðasta árs sem styður og undirstrikar orð hans. Afrek Ísraelsmanna rötuðu í fréttir á síðasta ári eins og reyndar ár hvert. Það er uppörvandi að sjá allt þetta jákvæða og uppbyggilega sem streymir frá þeim til heimsins, þótt reyndar finnist manni þakklætið stundum af skornum skammti. Eftirfarandi er aðeins brotabrot af því jákvæða sem þótti fréttnæmt frá Ísrael árið 2015: Heilsufar Ísraelsmanna er í sjötta sæti á heimsvísu, fyrsti kvenkyns sendiherra Arabaríkis kynntur til leiks í Ísrael, háskólaútskriftum fjölgar um 500% síðan 1990 og heimildarmynd sem hampar stórmerkilegri sögu heilbrigðistækjaiðnaðains er sýnd um öll Bandaríkin. Vatnstækni Ísraels heldur áfram að bjarga mannslífum um víða veröld, fyrrum líðsforingjar í IDF gerast sjálfboðaliðar í fátækum löndum og Ísrael splæsir í gervihnött til að færa fátækum löndum internetið. Krabbameinsmeðferðarverkefni Ísraelsmanna vinnur alþjóðleg verðlaun, ísraelsk tækni vinnur til verðlauna í Bandaríkjunum fyrir snjallsíma sem greinir krabbamein og aðra sjúkdóma og gervilunga í fullri stærð sem hannað er af Ísraelum styður rannsóknir á loftmengun. Ísraelskt lyfjafyrirtæki minnkar einkenni þunglyndis um 50% og tíðni sjálfsmorðshugleiðinga um 75% á meðan Bandaríkjamenn og Suður-Afríkanar fjárfesta í ísraelskum heilbrigðislausnum. Ísraelar þróa táknmálskennsluforrit fyrir heyrnalausa og nýstárlegt snjallrúm frá Ísrael skráir upplýsingar um svefn þinn og lagar meira að segja kaffi. Góðar fréttir sem þessar eru bara dropi í hafið yfir afrek Ísraels á síðasta ári. Margir átta sig sem betur fer á sannleikanum; þ.á.m. Jon Bon Jovi sem hóf fyrstu tónleika hljómsveitarinnar í Ísrael á því að segja 50.000 fagnandi Ísraelum, "Ég hef beðið lengi eftir þessu!" Hann sagði að nýjasti smellurinn hans "We Don't Run", "ætti að vera baráttusöngur Tel Aviv." Það er kannski ýmislegt í þessari upptalningu fréttaskota sem er á skjön við þá mynd sem víða er dregin upp af Ísrael. En ljóst er að allar þessar góðu og gildu fréttir um afreksríkið Ísrael fá hugsandi menn til að setja spurningamerki við öllum þeim slæma áróðri sem beinist gegn þjóðinni. Ekki er það þó líklegt, rökrétt né sögunni samkvæmt að illa innrættar þjóðir og hatursfullar ríkisstjórnir nái eða vilji yfirleitt láta svona mikið gott af sér leiða til heimsbyggðarinnar. Miðað við allt það góða sem kemur frá þessari umdeildu þjóð finnst mér rétt að hún fái að njóta vafans þegar stóru orðin falla í fjölmiðlum – enda hefur oftar en ekki komið í ljós að innistæðan fyrir þeim orðum hefur ekki verið til. (Facebook-síðan „Ógeðslega góðar fréttir“ var að stórum hluta kveikjan að þessum jákvæða pistli en þar má t.d. finna slóðir á allar þær fréttir sem minnst er á í þessum pistli, lesendum til nánari glöggvunar). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölmargir fjölmiðlar víða um heim hafa reynt að finna ísraelsku þjóðinni flest til foráttu. Almenningur situr því oft eftir með afskræmda mynd af þessu lýðræðisríki - halda að Ísraelar séu upp til hópa grimmir, miskunarlausir og hættulegir mannkyninu. En ef við leiðum hjá okkur eitt augnablik umfjallanir fjölmiðla um stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs og beinum augum okkar dýpra inn í þjóðarsál Ísrael, stangast þau ótalmörgu afrek Ísraelsmanna á við þá slæmu ímynd sem hefur fengið að stimpla sig inn í huga margra. Luke Johnson, forseti Risk Capital Partners og Centre for Entrepreneurs, skrifaði nýlega í UK Sunday Timesum Ísrael sem magnað land, iðandi af orku og sjálfstrausti, segull fyrir hæfileika og fjárfestingu - og suðupottur nýsköpunar. Það er ótal margt úr fréttum seinni hluta síðasta árs sem styður og undirstrikar orð hans. Afrek Ísraelsmanna rötuðu í fréttir á síðasta ári eins og reyndar ár hvert. Það er uppörvandi að sjá allt þetta jákvæða og uppbyggilega sem streymir frá þeim til heimsins, þótt reyndar finnist manni þakklætið stundum af skornum skammti. Eftirfarandi er aðeins brotabrot af því jákvæða sem þótti fréttnæmt frá Ísrael árið 2015: Heilsufar Ísraelsmanna er í sjötta sæti á heimsvísu, fyrsti kvenkyns sendiherra Arabaríkis kynntur til leiks í Ísrael, háskólaútskriftum fjölgar um 500% síðan 1990 og heimildarmynd sem hampar stórmerkilegri sögu heilbrigðistækjaiðnaðains er sýnd um öll Bandaríkin. Vatnstækni Ísraels heldur áfram að bjarga mannslífum um víða veröld, fyrrum líðsforingjar í IDF gerast sjálfboðaliðar í fátækum löndum og Ísrael splæsir í gervihnött til að færa fátækum löndum internetið. Krabbameinsmeðferðarverkefni Ísraelsmanna vinnur alþjóðleg verðlaun, ísraelsk tækni vinnur til verðlauna í Bandaríkjunum fyrir snjallsíma sem greinir krabbamein og aðra sjúkdóma og gervilunga í fullri stærð sem hannað er af Ísraelum styður rannsóknir á loftmengun. Ísraelskt lyfjafyrirtæki minnkar einkenni þunglyndis um 50% og tíðni sjálfsmorðshugleiðinga um 75% á meðan Bandaríkjamenn og Suður-Afríkanar fjárfesta í ísraelskum heilbrigðislausnum. Ísraelar þróa táknmálskennsluforrit fyrir heyrnalausa og nýstárlegt snjallrúm frá Ísrael skráir upplýsingar um svefn þinn og lagar meira að segja kaffi. Góðar fréttir sem þessar eru bara dropi í hafið yfir afrek Ísraels á síðasta ári. Margir átta sig sem betur fer á sannleikanum; þ.á.m. Jon Bon Jovi sem hóf fyrstu tónleika hljómsveitarinnar í Ísrael á því að segja 50.000 fagnandi Ísraelum, "Ég hef beðið lengi eftir þessu!" Hann sagði að nýjasti smellurinn hans "We Don't Run", "ætti að vera baráttusöngur Tel Aviv." Það er kannski ýmislegt í þessari upptalningu fréttaskota sem er á skjön við þá mynd sem víða er dregin upp af Ísrael. En ljóst er að allar þessar góðu og gildu fréttir um afreksríkið Ísrael fá hugsandi menn til að setja spurningamerki við öllum þeim slæma áróðri sem beinist gegn þjóðinni. Ekki er það þó líklegt, rökrétt né sögunni samkvæmt að illa innrættar þjóðir og hatursfullar ríkisstjórnir nái eða vilji yfirleitt láta svona mikið gott af sér leiða til heimsbyggðarinnar. Miðað við allt það góða sem kemur frá þessari umdeildu þjóð finnst mér rétt að hún fái að njóta vafans þegar stóru orðin falla í fjölmiðlum – enda hefur oftar en ekki komið í ljós að innistæðan fyrir þeim orðum hefur ekki verið til. (Facebook-síðan „Ógeðslega góðar fréttir“ var að stórum hluta kveikjan að þessum jákvæða pistli en þar má t.d. finna slóðir á allar þær fréttir sem minnst er á í þessum pistli, lesendum til nánari glöggvunar).
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun