Ríkisstjórn með lýðheilsu eða á móti? Lára G. Sigurðardóttir og Sigríður Kr. Hrafnkelsdóttir skrifar 27. janúar 2016 07:00 Ríkisstjórnin boðaði bætta lýðheilsu þegar hún tók við völdum. Lýðheilsunefnd var stofnuð þar sem lýðheilsa og forvarnarstarf er sagt vera meðal forgangsverkefna ríkisstjórnarinnar. Af einhverjum ástæðum hefur Sjálfstæðisflokkurinn tekið stefnu gegn forvarnarstarfi með því að leggja fram áfengisfrumvarpið.Hvernig virka forvarnir? Því hefur verið haldið fram að með því að samþykkja áfengisfrumvarpið verði hægt að leggja meira í forvarnir. Okkur langar því að útskýra í hverju bestu áfengisforvarnir felast samkvæmt rannsóknum.1. Að hækka verð. Því dýrari sem varan er, þeim mun færri neyta hennar.2. Að takmarka aðgengi. Eftir því sem minna aðgengi er, þeim mun færri neyta vörunnar.3. Að banna auglýsingar á vörunni. Því minna sýnileg sem varan er þeim mun ólíklegra er að fólk kaupi hana.4. Að fræða. Eftir því sem fleiri fræðast um skaðsemi vörunnar, þeim mun færri neyta hennar. Forvarnir hafa sýnt sig virka best með þessum fjórum aðferðum. Við sannreyndum það hérlendis þegar unnið var í tóbaksforvörnum. Áfengisneysla mun aukast ef frumvarpið nær í gegn. Það hefur fjöldi rannsókna sýnt, enda stendur það í frumvarpinu sjálfu. Beint samband er á milli aukinnar áfengisneyslu og fjölgunar sjúkdóma og samfélagsvandamála. Okkur þykir það undarlegar forvarnir sem miða að því að fjölga tilfellum heimilisofbeldis til að geta lagt meiri pening í forvarnir gegn heimilisofbeldi, fjölga krabbameinstilfellum til að geta komið í veg fyrir krabbamein og fjölga tilfellum ölvunaraksturs til að geta sent fleiri lögreglumenn út á götuna. Bestu áfengisforvarnir samkvæmt rannsóknum eru til staðar hérlendis í dag. Enda hefur árangurinn verið góður hingað til.ÁTVR og áfengisforvarnir ÁTVR rekur skýra forvarnarstefnu sem hefur leitt af sér minni neyslu og lægri sjúkdómatíðni vegna áfengisneyslu og þar af leiðandi minni kostnað fyrir samfélagið. Ísland er í fararbroddi í forvörnum gegn áfengisneyslu eins og fyrirkomulagið er í dag. Hérlendis hefur tekist að minnka tíðni áfengisneyslu meðal ungmenna úr 42% í undir 5% á rúmum 15 árum. Til okkar leita aðrar borgir í Evrópu. Ljóst er að verði ÁTVR lagt niður mun áfengisneysla í samfélaginu aukast, enda stendur það skýrum stöfum í áfengisfrumvarpinu.Hvað með börnin? Unglingar eru þrefalt líklegri til að geta keypt sér áfengi í matvörubúð en áfengisbúð og með auknu aðgengi hefja þeir áfengisneyslu yngri en ella og þeir sem neyta áfengis innbyrða meira magn. Líkur á að þeir leiðist út í fíkniefni aukast því sýnt hefur verið fram á beina fylgni á milli ungs aldurs við áfengisneyslu og fíkniefnaneyslu. Sjálfstæðisflokkurinn vill auka aðgengi að áfengi sem leiðir af sér að neysla unglinga eykst. Hvers konar forvarnarstarf er það?1,4 milljarðar arður ÁTVR í ríkissjóð ÁTVR hefur alla tíð verið rekið með hagnaði og árið 2014 fékk ríkissjóður 1,4 milljarða í arðgreiðslu frá ÁTVR. Það er því eðlilegt að Hagar og aðrir einkaaðilar hafi áhuga á að fá áfengissöluna til sín. Þá fer allur ágóðinn beint í vasa þeirra en ekki til samfélagsins. Samfélagið situr uppi með kostnaðinn en fær ekki tekjurnar af sölunni. Væri ekki nær að þessir 1,4 milljarðar færu í uppbyggingu heilbrigðiskerfisins og stofnana eins og Vogs?Hver á að sjá um sölu á áfengi og tóbaki? Það er vel þekkt fyrirkomulag að einkaaðilar sjái um rekstur áfengissölu en af hverju vilja sjálfstæðismenn endilega fá áfengi í matvörubúðir þegar viðvörunarbjöllur hringja úr öllum áttum? Það er vel hægt að selja ÁTVR til einkaaðila án þess að áfengi komi nokkurn tíma í matvörubúðir. Að færa áfengi í matvörubúðir er dæmi um ólýðheilsulegustu stefnu sem hugsast getur. Það eru allir sérfræðingar í áfengisforvörnum sammála um. Erum við að horfa upp á tíma þar sem þingmenn treysta ekki mati sérfræðinga og taka eiginhagsmuni fram fyrir hagsmuni alls samfélagsins? Þegar um svona mikilvæg málefni er að ræða þá skiptir engu máli hvaða tilfinningar eða skoðanir hver og einn hefur. Staðreyndir og rannsóknir eiga að fá að njóta vafans þegar um er að ræða málefni sem snertir alla þjóðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Halldór 08.03.2025 Halldór Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin boðaði bætta lýðheilsu þegar hún tók við völdum. Lýðheilsunefnd var stofnuð þar sem lýðheilsa og forvarnarstarf er sagt vera meðal forgangsverkefna ríkisstjórnarinnar. Af einhverjum ástæðum hefur Sjálfstæðisflokkurinn tekið stefnu gegn forvarnarstarfi með því að leggja fram áfengisfrumvarpið.Hvernig virka forvarnir? Því hefur verið haldið fram að með því að samþykkja áfengisfrumvarpið verði hægt að leggja meira í forvarnir. Okkur langar því að útskýra í hverju bestu áfengisforvarnir felast samkvæmt rannsóknum.1. Að hækka verð. Því dýrari sem varan er, þeim mun færri neyta hennar.2. Að takmarka aðgengi. Eftir því sem minna aðgengi er, þeim mun færri neyta vörunnar.3. Að banna auglýsingar á vörunni. Því minna sýnileg sem varan er þeim mun ólíklegra er að fólk kaupi hana.4. Að fræða. Eftir því sem fleiri fræðast um skaðsemi vörunnar, þeim mun færri neyta hennar. Forvarnir hafa sýnt sig virka best með þessum fjórum aðferðum. Við sannreyndum það hérlendis þegar unnið var í tóbaksforvörnum. Áfengisneysla mun aukast ef frumvarpið nær í gegn. Það hefur fjöldi rannsókna sýnt, enda stendur það í frumvarpinu sjálfu. Beint samband er á milli aukinnar áfengisneyslu og fjölgunar sjúkdóma og samfélagsvandamála. Okkur þykir það undarlegar forvarnir sem miða að því að fjölga tilfellum heimilisofbeldis til að geta lagt meiri pening í forvarnir gegn heimilisofbeldi, fjölga krabbameinstilfellum til að geta komið í veg fyrir krabbamein og fjölga tilfellum ölvunaraksturs til að geta sent fleiri lögreglumenn út á götuna. Bestu áfengisforvarnir samkvæmt rannsóknum eru til staðar hérlendis í dag. Enda hefur árangurinn verið góður hingað til.ÁTVR og áfengisforvarnir ÁTVR rekur skýra forvarnarstefnu sem hefur leitt af sér minni neyslu og lægri sjúkdómatíðni vegna áfengisneyslu og þar af leiðandi minni kostnað fyrir samfélagið. Ísland er í fararbroddi í forvörnum gegn áfengisneyslu eins og fyrirkomulagið er í dag. Hérlendis hefur tekist að minnka tíðni áfengisneyslu meðal ungmenna úr 42% í undir 5% á rúmum 15 árum. Til okkar leita aðrar borgir í Evrópu. Ljóst er að verði ÁTVR lagt niður mun áfengisneysla í samfélaginu aukast, enda stendur það skýrum stöfum í áfengisfrumvarpinu.Hvað með börnin? Unglingar eru þrefalt líklegri til að geta keypt sér áfengi í matvörubúð en áfengisbúð og með auknu aðgengi hefja þeir áfengisneyslu yngri en ella og þeir sem neyta áfengis innbyrða meira magn. Líkur á að þeir leiðist út í fíkniefni aukast því sýnt hefur verið fram á beina fylgni á milli ungs aldurs við áfengisneyslu og fíkniefnaneyslu. Sjálfstæðisflokkurinn vill auka aðgengi að áfengi sem leiðir af sér að neysla unglinga eykst. Hvers konar forvarnarstarf er það?1,4 milljarðar arður ÁTVR í ríkissjóð ÁTVR hefur alla tíð verið rekið með hagnaði og árið 2014 fékk ríkissjóður 1,4 milljarða í arðgreiðslu frá ÁTVR. Það er því eðlilegt að Hagar og aðrir einkaaðilar hafi áhuga á að fá áfengissöluna til sín. Þá fer allur ágóðinn beint í vasa þeirra en ekki til samfélagsins. Samfélagið situr uppi með kostnaðinn en fær ekki tekjurnar af sölunni. Væri ekki nær að þessir 1,4 milljarðar færu í uppbyggingu heilbrigðiskerfisins og stofnana eins og Vogs?Hver á að sjá um sölu á áfengi og tóbaki? Það er vel þekkt fyrirkomulag að einkaaðilar sjái um rekstur áfengissölu en af hverju vilja sjálfstæðismenn endilega fá áfengi í matvörubúðir þegar viðvörunarbjöllur hringja úr öllum áttum? Það er vel hægt að selja ÁTVR til einkaaðila án þess að áfengi komi nokkurn tíma í matvörubúðir. Að færa áfengi í matvörubúðir er dæmi um ólýðheilsulegustu stefnu sem hugsast getur. Það eru allir sérfræðingar í áfengisforvörnum sammála um. Erum við að horfa upp á tíma þar sem þingmenn treysta ekki mati sérfræðinga og taka eiginhagsmuni fram fyrir hagsmuni alls samfélagsins? Þegar um svona mikilvæg málefni er að ræða þá skiptir engu máli hvaða tilfinningar eða skoðanir hver og einn hefur. Staðreyndir og rannsóknir eiga að fá að njóta vafans þegar um er að ræða málefni sem snertir alla þjóðina.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun