Ótvíræður skúrkur ársins 2015 Sif Sigmarsdóttir skrifar 2. janúar 2016 07:00 Kenning nokkur kveður á um að aldrei skuli skrifa það á illgirni sem hægt er að rekja til heimsku. Ég sat með tveggja ára dóttur minni fyrir framan sjónvarpið þegar brúðumyndin Klaufabárðarnir birtist á skjánum. Dóttirin veltist um af hlátri. Á mig runnu hins vegar tvær grímur. Síðustu daga höfum við keppst við að heiðra þá sem létu gott af sér leiða á liðnu ári, sköruðu fram úr eða vöktu almenna aðdáun. Því miður voru þeir þó jafnmargir sem teljast mega skúrkar ársins. Margir eru kallaðir. Einn skarar þó fram úr en sá lét illgirni sína – eða heimsku – skína allt fram á síðasta dag ársins.Að gera, lifa og upplifa „Það kemur enginn bíll að ná í mig,“ sagði hún í símann. Klukkan var þrjú á aðfangadag. Það voru þrír tímar í að hún átti að mæta í jólaboðið. „Nú,“ sagði gestgjafinn hinum megin á línunni. „Kemstu þá ekki?“ Í raun var svarið nei. En sumir láta hvorki lífið, veðrið né mannvonsku opinberrar þjónustu stoppa sig. „Jú, jú, ég kem.“ Ónefnd kjarnakona mér tengd lenti í slysi fyrir þremur árum og lamaðist illa. Hefur hún verið bundin við hjólastól síðan. Fyrir slysið var hún á stöðugum þeytingi – að gera, lifa og upplifa. Ótrúlegt en satt hefur það lítið breyst. Þrátt fyrir að vera bundin við stóran rafmagnshjólastól þeysist hún um bæinn, sinnir vinnu, sækir menningarviðburði og heimsækir fjölskyldu og vini. En til að komast leiðar sinnar þarf hún því miður að reiða sig á „skúrk ársins“.Gleymdist í bílnum Árið 2015 byrjaði ekki vel hjá Ferðaþjónustu fatlaðra. Eftir að Strætó bs. var falin umsjón með Ferðaþjónustunni á höfuðborgarsvæðinu var eins og notendur hennar hefðu sogast inn í þátt af Klaufabárðunum. Ferðalangar voru sóttir seint og illa og stundum alls ekki. En ekki nóg með það: - Í janúar hugðust tveir fjölfatlaðir bræður fara í mat til foreldra sinna. Bílstjóri Ferðaþjónustunnar vildi hins vegar bara aka öðrum þeirra til veislunnar. - Í febrúar týndist átján ára þroskaskert stúlka. Fannst hún loks í bifreið á vegum Ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. - Í haust var níu ára einhverfur drengur skilinn eftir á bílaplani við matvöruverslun í nágrenni við heimili sitt í stað þess að honum væri ekið beint heim eftir skóla. Og svo mætti lengi telja.Aulaháttur eða illska En aftur að kjarnakonunni í hjólastólnum. Í ljós kemur að fatlaðir eiga ekki að halda jól á sama tíma og við hin. Ferðaþjónusta fatlaðra hættir nefnilega akstri klukkan þrjú á aðfangadag. Mín lét það þó ekki stöðva sig. Hún klæddi sig í fjögur lög af útivistarfatnaði. Þvínæst hélt hún út í kuldann og ók á stólnum sínum eftir illfærum gangstéttum og akbrautum þegar ekki var kostur á öðru. Var hún mætt í jólaboðið á tilsettum tíma. Seint verður sagt að við sem samfélag dekrum við þá sem þurfa aðstoðar við. Aðgengi fyrir fatlaða er víða bágborið. Grunnbætur öryrkja eru langt frá mannsæmandi launum. Þótt flestar stéttir á vinnumarkaði hafi fengið afturvirkar launahækkanir á árinu, meðal annars ráðamenn þjóðarinnar, þótti ekki þörf á að láta slíkt hið sama gilda um bætur til öryrkja og lífeyrisþega. Rétt er að láta Ferðaþjónustu fatlaðra njóta vafans. Líklega skýrist bágborin þjónustan af aulahætti fremur en illsku; hún á meira skylt við Klaufabárðana en Svarthöfða. En það breytir því ekki: Að hætta akstri klukkan þrjú á aðfangadag – og gamlársdag – og útiloka þannig frá fjölskyldusamkomum þá sem ekki komast milli húsa með hefðbundnum hætti er ómannúðlegt. Það eru ekki allir sem treysta sér til að brjótast gegnum snjóskaflana á hjólastól í fjórum lögum af útivistarfatnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir ársins 2015 Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Kenning nokkur kveður á um að aldrei skuli skrifa það á illgirni sem hægt er að rekja til heimsku. Ég sat með tveggja ára dóttur minni fyrir framan sjónvarpið þegar brúðumyndin Klaufabárðarnir birtist á skjánum. Dóttirin veltist um af hlátri. Á mig runnu hins vegar tvær grímur. Síðustu daga höfum við keppst við að heiðra þá sem létu gott af sér leiða á liðnu ári, sköruðu fram úr eða vöktu almenna aðdáun. Því miður voru þeir þó jafnmargir sem teljast mega skúrkar ársins. Margir eru kallaðir. Einn skarar þó fram úr en sá lét illgirni sína – eða heimsku – skína allt fram á síðasta dag ársins.Að gera, lifa og upplifa „Það kemur enginn bíll að ná í mig,“ sagði hún í símann. Klukkan var þrjú á aðfangadag. Það voru þrír tímar í að hún átti að mæta í jólaboðið. „Nú,“ sagði gestgjafinn hinum megin á línunni. „Kemstu þá ekki?“ Í raun var svarið nei. En sumir láta hvorki lífið, veðrið né mannvonsku opinberrar þjónustu stoppa sig. „Jú, jú, ég kem.“ Ónefnd kjarnakona mér tengd lenti í slysi fyrir þremur árum og lamaðist illa. Hefur hún verið bundin við hjólastól síðan. Fyrir slysið var hún á stöðugum þeytingi – að gera, lifa og upplifa. Ótrúlegt en satt hefur það lítið breyst. Þrátt fyrir að vera bundin við stóran rafmagnshjólastól þeysist hún um bæinn, sinnir vinnu, sækir menningarviðburði og heimsækir fjölskyldu og vini. En til að komast leiðar sinnar þarf hún því miður að reiða sig á „skúrk ársins“.Gleymdist í bílnum Árið 2015 byrjaði ekki vel hjá Ferðaþjónustu fatlaðra. Eftir að Strætó bs. var falin umsjón með Ferðaþjónustunni á höfuðborgarsvæðinu var eins og notendur hennar hefðu sogast inn í þátt af Klaufabárðunum. Ferðalangar voru sóttir seint og illa og stundum alls ekki. En ekki nóg með það: - Í janúar hugðust tveir fjölfatlaðir bræður fara í mat til foreldra sinna. Bílstjóri Ferðaþjónustunnar vildi hins vegar bara aka öðrum þeirra til veislunnar. - Í febrúar týndist átján ára þroskaskert stúlka. Fannst hún loks í bifreið á vegum Ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. - Í haust var níu ára einhverfur drengur skilinn eftir á bílaplani við matvöruverslun í nágrenni við heimili sitt í stað þess að honum væri ekið beint heim eftir skóla. Og svo mætti lengi telja.Aulaháttur eða illska En aftur að kjarnakonunni í hjólastólnum. Í ljós kemur að fatlaðir eiga ekki að halda jól á sama tíma og við hin. Ferðaþjónusta fatlaðra hættir nefnilega akstri klukkan þrjú á aðfangadag. Mín lét það þó ekki stöðva sig. Hún klæddi sig í fjögur lög af útivistarfatnaði. Þvínæst hélt hún út í kuldann og ók á stólnum sínum eftir illfærum gangstéttum og akbrautum þegar ekki var kostur á öðru. Var hún mætt í jólaboðið á tilsettum tíma. Seint verður sagt að við sem samfélag dekrum við þá sem þurfa aðstoðar við. Aðgengi fyrir fatlaða er víða bágborið. Grunnbætur öryrkja eru langt frá mannsæmandi launum. Þótt flestar stéttir á vinnumarkaði hafi fengið afturvirkar launahækkanir á árinu, meðal annars ráðamenn þjóðarinnar, þótti ekki þörf á að láta slíkt hið sama gilda um bætur til öryrkja og lífeyrisþega. Rétt er að láta Ferðaþjónustu fatlaðra njóta vafans. Líklega skýrist bágborin þjónustan af aulahætti fremur en illsku; hún á meira skylt við Klaufabárðana en Svarthöfða. En það breytir því ekki: Að hætta akstri klukkan þrjú á aðfangadag – og gamlársdag – og útiloka þannig frá fjölskyldusamkomum þá sem ekki komast milli húsa með hefðbundnum hætti er ómannúðlegt. Það eru ekki allir sem treysta sér til að brjótast gegnum snjóskaflana á hjólastól í fjórum lögum af útivistarfatnaði.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun