Falinn fjársjóður Ívar Halldórsson skrifar 7. janúar 2016 07:15 Við eigum til að vera of fljót að dæma fólk eftir útliti. Við gefum aðlaðandi persónum óskipta athygli án umhugsunar, á meðan annað fólk sem fellur ekki umsvifalaust í kramið, ratar beint í blindpunktinn okkar. Fjársjóðir finnast sjaldnast á víðavangi - maður þarf að gefa sér tíma til að seilast undir yfirborðið ef maður ætlar að finna þá. Ég hef því miður oft farið á mis við að kynnast frábærum persónum vegna kjánalegra fordóma af minni hálfu. Ég tel mig þó hafa þroskast og hef sem betur fer staðið sjálfan mig að verki; áttað mig á því að örstutt forskoðun á persónu segir afskaplega lítið um innræti eða hjarta hennar - þar sem fjársjóður hennar er falinn. Ég hef, eins og vonandi margir aðrir, komist að þeirri persónulegu niðurstöðu að útlit er ofmetið og er í raun algjört aukaatriði. En því miður bíta margar góðar persónur í súrt eplið vegna einhvers sem rekja má til smávægilegra eða stórkostlegra útlitsgalla. Þegar einhver færir mér gjöf (það kemur nú stundum fyrir), heillast ég af umbúðarpappírnum og pakkaborðanum. Ég læt mér þó ekki nægja að dást að pakkanum. Ég er alltaf spenntur að sjá hvað leynist undir fögrum umbúðunum. Ég hef þó einnig fengið skelfilega illa innpakkaðir gjafir frá börnunum mínum. En þegar ég hef tekið við slíkum gjöfum frá þeim veit ég að mikil vinna og vandvirkni hefur farið í verkið - þótt fagmennskan hafi ekki verið upp á marga fiska. Ég er hins vegar ákafari að opna þessar gjafir. Ég veit að undir klúðurslega krumpuðum umbúðunum leynist eitthvað einlægt og fallegt. Falinn fjársjóður slíkra pakka er mér dýrmætari en gjöfin frá „Fíu frænku". Ókunnugu fólki má líkja við óopnaða pakka. Þá geyma oft "krumpuðustu" pakkarnir fallegasta fjársjóðinn. Þegar allt kemur til alls skipta umbúðirnar mig litlu máli enda hendi ég þeim yfirleitt strax, og er reyndar búinn að gleyma útliti pakkans um leið og innihaldið hefur litið dagsins ljós. Til þessa dags hefur mér ekki verið færður pakki með ítarlegri innihaldslýsingu. Ég hef alltaf þurft að klóra mig í gegnum pappírinn til að átta mig á innihaldinu. Á nýju ári ætla ég leggja mig fram um að forðast þá algengu gryfju, að dæma innihaldið út frá umbúðunum. Ég ætla að gefa mér tíma til að fjarlægja pappírinn, plokka burtu límbandið - og finna þann dýrmæta fjársjóð sem samferðafólk mitt hefur að geyma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Við eigum til að vera of fljót að dæma fólk eftir útliti. Við gefum aðlaðandi persónum óskipta athygli án umhugsunar, á meðan annað fólk sem fellur ekki umsvifalaust í kramið, ratar beint í blindpunktinn okkar. Fjársjóðir finnast sjaldnast á víðavangi - maður þarf að gefa sér tíma til að seilast undir yfirborðið ef maður ætlar að finna þá. Ég hef því miður oft farið á mis við að kynnast frábærum persónum vegna kjánalegra fordóma af minni hálfu. Ég tel mig þó hafa þroskast og hef sem betur fer staðið sjálfan mig að verki; áttað mig á því að örstutt forskoðun á persónu segir afskaplega lítið um innræti eða hjarta hennar - þar sem fjársjóður hennar er falinn. Ég hef, eins og vonandi margir aðrir, komist að þeirri persónulegu niðurstöðu að útlit er ofmetið og er í raun algjört aukaatriði. En því miður bíta margar góðar persónur í súrt eplið vegna einhvers sem rekja má til smávægilegra eða stórkostlegra útlitsgalla. Þegar einhver færir mér gjöf (það kemur nú stundum fyrir), heillast ég af umbúðarpappírnum og pakkaborðanum. Ég læt mér þó ekki nægja að dást að pakkanum. Ég er alltaf spenntur að sjá hvað leynist undir fögrum umbúðunum. Ég hef þó einnig fengið skelfilega illa innpakkaðir gjafir frá börnunum mínum. En þegar ég hef tekið við slíkum gjöfum frá þeim veit ég að mikil vinna og vandvirkni hefur farið í verkið - þótt fagmennskan hafi ekki verið upp á marga fiska. Ég er hins vegar ákafari að opna þessar gjafir. Ég veit að undir klúðurslega krumpuðum umbúðunum leynist eitthvað einlægt og fallegt. Falinn fjársjóður slíkra pakka er mér dýrmætari en gjöfin frá „Fíu frænku". Ókunnugu fólki má líkja við óopnaða pakka. Þá geyma oft "krumpuðustu" pakkarnir fallegasta fjársjóðinn. Þegar allt kemur til alls skipta umbúðirnar mig litlu máli enda hendi ég þeim yfirleitt strax, og er reyndar búinn að gleyma útliti pakkans um leið og innihaldið hefur litið dagsins ljós. Til þessa dags hefur mér ekki verið færður pakki með ítarlegri innihaldslýsingu. Ég hef alltaf þurft að klóra mig í gegnum pappírinn til að átta mig á innihaldinu. Á nýju ári ætla ég leggja mig fram um að forðast þá algengu gryfju, að dæma innihaldið út frá umbúðunum. Ég ætla að gefa mér tíma til að fjarlægja pappírinn, plokka burtu límbandið - og finna þann dýrmæta fjársjóð sem samferðafólk mitt hefur að geyma.
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun