Umhverfismat á Hvammsvirkjun hefur aldrei farið fram Orri Vigfússon skrifar 30. júlí 2015 12:00 Raunverulegt mat á umhverfisáhrifum Hvammsvirkjunar eins og núgildandi lög kveða á um hefur aldrei farið fram. Árið 2003 voru teknar saman upplýsingar sem hefðu getað nýst í sameiginlegt umhverfismat á þremur virkjunarframkvæmdum í neðri hluta Þjórsár, þ.e. Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Þær upplýsingar gilda ekki sem umhverfismat vegna allt annarrar framkvæmdar árið 2015. Tal margra sveitarstjórnarmanna um að meta þurfi hvort þessar gömlu og ófullnægjandi upplýsingar nægðu til að komast hjá umhverfismati vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar ber vott um vanþekkingu. Í umræðum á Alþingi um að færa Hvammsvirkjun í nýtingarflokk, kom ítrekað fram að hægt væri að víkja sér undan lagaákvæðum um að taka tillit til umhverfisáhrifa við gerð Rammaáætlunar með þeim rökum að sérstakt umhverfismat á Hvammsvirkjun þyrfti auðvitað að fara fram á seinni stigum. Fulltrúar stjórnarflokkanna í atvinnumálanefnd tóku þetta margsinnis fram á fundum með hagsmunaaðilum sl. vor og vetur. Allt önnur starfsáætlun er notuð til að meta umhverfisáhrif af einni virkjun á tilteknu svæði en þremur virkjunum á miklu stærra svæði. Fjöldi vísindamanna hefur ítrekað bent á að í svokallað mat frá 2003 hafi vantað fjölmargar grunnupplýsingar um lífríkið svo hægt væri að greina afmarkaða þætti í vistkerfi Þjórsár. Það mun taka a.m.k. tvö til þrjú ár að rannsaka og greina slíka þætti ef lögformlega er staðið að verkinu. Slíkt verk verður aðeins unnið með samþykki viðkomandi landeigenda sem eiga stjórnarskrárvarinn eignarrétt á landi sínu og hlunnindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Raunverulegt mat á umhverfisáhrifum Hvammsvirkjunar eins og núgildandi lög kveða á um hefur aldrei farið fram. Árið 2003 voru teknar saman upplýsingar sem hefðu getað nýst í sameiginlegt umhverfismat á þremur virkjunarframkvæmdum í neðri hluta Þjórsár, þ.e. Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Þær upplýsingar gilda ekki sem umhverfismat vegna allt annarrar framkvæmdar árið 2015. Tal margra sveitarstjórnarmanna um að meta þurfi hvort þessar gömlu og ófullnægjandi upplýsingar nægðu til að komast hjá umhverfismati vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar ber vott um vanþekkingu. Í umræðum á Alþingi um að færa Hvammsvirkjun í nýtingarflokk, kom ítrekað fram að hægt væri að víkja sér undan lagaákvæðum um að taka tillit til umhverfisáhrifa við gerð Rammaáætlunar með þeim rökum að sérstakt umhverfismat á Hvammsvirkjun þyrfti auðvitað að fara fram á seinni stigum. Fulltrúar stjórnarflokkanna í atvinnumálanefnd tóku þetta margsinnis fram á fundum með hagsmunaaðilum sl. vor og vetur. Allt önnur starfsáætlun er notuð til að meta umhverfisáhrif af einni virkjun á tilteknu svæði en þremur virkjunum á miklu stærra svæði. Fjöldi vísindamanna hefur ítrekað bent á að í svokallað mat frá 2003 hafi vantað fjölmargar grunnupplýsingar um lífríkið svo hægt væri að greina afmarkaða þætti í vistkerfi Þjórsár. Það mun taka a.m.k. tvö til þrjú ár að rannsaka og greina slíka þætti ef lögformlega er staðið að verkinu. Slíkt verk verður aðeins unnið með samþykki viðkomandi landeigenda sem eiga stjórnarskrárvarinn eignarrétt á landi sínu og hlunnindum.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar