Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. desember 2025 07:32 Mikilvægt er í ljósi umræðunnar að halda grundvallarstaðreyndum til haga þegar rætt er um íslenzka ríkisborgara sem búsettir eru í öðrum ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) og erlenda ríkisborgara frá ríkjum innan svæðisins sem búsettir eru hérlendis. Mjög langur vegur er frá því að þeir þyrftu að flytja til síns heima heyrði samningurinn sögunni til. Fyrir það fyrsta búa langflestir íslenzkir ríkisborgarar, sem búsettir eru í öðrum ríkjum innan EES, á hinum Norðurlöndunum og njóta þar ekki síðri réttinda en felast í EES-samningnum vegna norrænna samninga sem eru í fullu gildi. Þó samningsins nyti ekki við lengur þyrftu þeir fyrir vikið ekki að flytja aftur heim líkt og til dæmis var haldið fram í grein á Vísi nýverið. Fjöldi þeirra íslenzku ríkisborgara sem búa í öðrum ríkjum innan EES utan hinna Norðurlandanna er minni en í Bandaríkjunum einum. Um sex þúsund. Kæmi til þess að EES-samningurinn heyrði sögunni til yrði líklega samið um stöðu þeirra innan EES og stöðu ríkisborgara ríkja svæðisins hér á landi líkt og til dæmis var gert þegar Bretar yfirgáfu Evrópusambandið. Við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu var þannig samið um það að allir þeir brezku ríkisborgarar sem búsettir voru í ríkjum innan sambandsins, og þar með innan EES, héldu óskertum réttindum sínum. Þetta er hliðstætt á við það þegar við stofnuðum lýðveldið 17. júní 1944. Þá héldu danskir og íslenzkir ríkisborgarar fæddir fyrir þann tíma öllum réttindum sínum. Hvað varðar framtíðina gætu ríkisborgarar frá ríkjum innan EES eftir sem áður sezt að og starfað hér á landi. Það færi þá einfaldlega eftir hérlendum reglum í þeim efnum og hvað samið yrði um. Sama á við um íslenzka ríkisborgara sem vildu setjast að eða vinna í þeim ríkjum sem eftir yrðu innan EES. Óbreytt staða yrði hins vegar á hinum Norðurlöndunum. Með öðrum orðum er einungis um hræðsluáróður að ræða þegar því er haldið fram, líkt og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, gerði á Útvarpi Sögu á dögunum, að án EES-samningsins myndu allir íslenzkir ríkisborgarar búsettir í öðrum EES-ríkjum missa lífsviðurværi sitt. Sem utanríkisráðherra á hún að vita betur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Sjá meira
Mikilvægt er í ljósi umræðunnar að halda grundvallarstaðreyndum til haga þegar rætt er um íslenzka ríkisborgara sem búsettir eru í öðrum ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) og erlenda ríkisborgara frá ríkjum innan svæðisins sem búsettir eru hérlendis. Mjög langur vegur er frá því að þeir þyrftu að flytja til síns heima heyrði samningurinn sögunni til. Fyrir það fyrsta búa langflestir íslenzkir ríkisborgarar, sem búsettir eru í öðrum ríkjum innan EES, á hinum Norðurlöndunum og njóta þar ekki síðri réttinda en felast í EES-samningnum vegna norrænna samninga sem eru í fullu gildi. Þó samningsins nyti ekki við lengur þyrftu þeir fyrir vikið ekki að flytja aftur heim líkt og til dæmis var haldið fram í grein á Vísi nýverið. Fjöldi þeirra íslenzku ríkisborgara sem búa í öðrum ríkjum innan EES utan hinna Norðurlandanna er minni en í Bandaríkjunum einum. Um sex þúsund. Kæmi til þess að EES-samningurinn heyrði sögunni til yrði líklega samið um stöðu þeirra innan EES og stöðu ríkisborgara ríkja svæðisins hér á landi líkt og til dæmis var gert þegar Bretar yfirgáfu Evrópusambandið. Við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu var þannig samið um það að allir þeir brezku ríkisborgarar sem búsettir voru í ríkjum innan sambandsins, og þar með innan EES, héldu óskertum réttindum sínum. Þetta er hliðstætt á við það þegar við stofnuðum lýðveldið 17. júní 1944. Þá héldu danskir og íslenzkir ríkisborgarar fæddir fyrir þann tíma öllum réttindum sínum. Hvað varðar framtíðina gætu ríkisborgarar frá ríkjum innan EES eftir sem áður sezt að og starfað hér á landi. Það færi þá einfaldlega eftir hérlendum reglum í þeim efnum og hvað samið yrði um. Sama á við um íslenzka ríkisborgara sem vildu setjast að eða vinna í þeim ríkjum sem eftir yrðu innan EES. Óbreytt staða yrði hins vegar á hinum Norðurlöndunum. Með öðrum orðum er einungis um hræðsluáróður að ræða þegar því er haldið fram, líkt og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, gerði á Útvarpi Sögu á dögunum, að án EES-samningsins myndu allir íslenzkir ríkisborgarar búsettir í öðrum EES-ríkjum missa lífsviðurværi sitt. Sem utanríkisráðherra á hún að vita betur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun