Einhliða tollalækkun er engin fásinna Ólafur Stephensen skrifar 22. júlí 2015 07:00 Yfirlýsingar Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, um að áformað sé að fella niður tolla á fötum og skóm um næstu áramót og tolla af öllum öðrum vörum nema matvöru fyrir árið 2017, marka mikil tímamót í íslenzkri verzlunarsögu. Þessi áform stjórnvalda eru til marks um að þau átti sig á því hversu skaðlegir tollar og önnur höft á alþjóðaviðskiptum eru. Í fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins um þessi áform segir réttilega: „Tollar hafa hamlandi áhrif á viðskipti og draga úr alþjóðaviðskiptum í heild sinni. Þegar tollur er lagður á innflutta vöru hækkar verðið sem innlendir neytendur þurfa að greiða fyrir vöruna sem aftur dregur úr eftirspurn eftir henni. Afnám tolla lækkar vöruverð til neytenda, bætir samkeppnishæfni seljanda og eykur skilvirkni á innlendum markaði.“ Þessar setningar eru teknar upp úr skýrslu starfshóps um endurskoðun tollskrár og þar er orðalagið raunar enn afdráttarlausara; starfshópurinn bendir á að í skjóli tollmúra geti innlendir framleiðendur hækkað verð umfram heimsmarkaðsverð og allir tapi; aukning tekna hins opinbera verði minni en tap neytenda og framleiðenda.Mótsagnakennd stefna Í ljósi þessarar afdráttarlausu afstöðu fjármálaráðuneytisins til skaðsemi tolla skýtur vissulega skökku við að fjármálaráðherrann hafi ekki einu sinni ámálgað að gera breytingar á matartollum. Alþjóðaviðskipti með matvöru lúta ekki öðrum hagfræðilegum lögmálum en viðskipti með allar aðrar vörur. Starfshópurinn sem vann skýrsluna sem tillögur ráðherrans byggjast á var hins vegar ekki einu sinni beðinn að skoða afnám matartolla. Stefna ríkisstjórnarinnar í þessum málum er mótsagnakennd á ýmsa lund. Á sama tíma og fjármálaráðherrann boðaði afnám allra annarra tolla skrifaði landbúnaðarráðherrann upp á að tollar á mat, sem fluttur er inn á svokölluðum WTO-tollkvóta, skyldu hækka um rúmlega 7% á milli ára!Hreint engin fásinna Mjög mikilvægt og fordæmisgefandi skref varðandi breytingar á matartollum er þó stigið með áformum fjármálaráðherra. Með þeim er viðurkennt að ekkert er því til fyrirstöðu að lækka tolla einhliða. Því hefur gjarnan verið haldið fram að það sé ekki hægt; Ísland verði að semja við önnur ríki og fá eitthvað í staðinn fyrir að lækka tolla á innflutningi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra uppástóð til dæmis á Búnaðarþingi í marz síðastliðnum að það væri „hrein fásinna“ að tala um að afnema tolla einhliða án þess að fá neitt á móti. Með því væri samningsstöðu Íslands kastað á glæ. Nú hefur fjármálaráðherrann komizt að allt annarri niðurstöðu en forsætisráðherrann; það er í góðu lagi að afnema eða lækka tolla einhliða. Það hefur raunar verið gert áður hvað matvöru varðar, þegar tollar á innfluttu gróðurhúsagrænmeti voru felldir niður árið 2002. Afleiðing þeirrar tollalækkunar var veruleg verðlækkun og jafnframt aukin sala bæði innlends og erlends grænmetis. Innlend grænmetisframleiðsla hefur blómstrað síðan og unnið stórvirki í nýjungum og vöruþróun. Nú hefur verið höggvið myndarlega í tollmúrana. Þess getur ekki verið langt að bíða að verndarmúrarnir sem reistir hafa verið um innlenda matvælaframleiðslu molni líka niður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Yfirlýsingar Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, um að áformað sé að fella niður tolla á fötum og skóm um næstu áramót og tolla af öllum öðrum vörum nema matvöru fyrir árið 2017, marka mikil tímamót í íslenzkri verzlunarsögu. Þessi áform stjórnvalda eru til marks um að þau átti sig á því hversu skaðlegir tollar og önnur höft á alþjóðaviðskiptum eru. Í fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins um þessi áform segir réttilega: „Tollar hafa hamlandi áhrif á viðskipti og draga úr alþjóðaviðskiptum í heild sinni. Þegar tollur er lagður á innflutta vöru hækkar verðið sem innlendir neytendur þurfa að greiða fyrir vöruna sem aftur dregur úr eftirspurn eftir henni. Afnám tolla lækkar vöruverð til neytenda, bætir samkeppnishæfni seljanda og eykur skilvirkni á innlendum markaði.“ Þessar setningar eru teknar upp úr skýrslu starfshóps um endurskoðun tollskrár og þar er orðalagið raunar enn afdráttarlausara; starfshópurinn bendir á að í skjóli tollmúra geti innlendir framleiðendur hækkað verð umfram heimsmarkaðsverð og allir tapi; aukning tekna hins opinbera verði minni en tap neytenda og framleiðenda.Mótsagnakennd stefna Í ljósi þessarar afdráttarlausu afstöðu fjármálaráðuneytisins til skaðsemi tolla skýtur vissulega skökku við að fjármálaráðherrann hafi ekki einu sinni ámálgað að gera breytingar á matartollum. Alþjóðaviðskipti með matvöru lúta ekki öðrum hagfræðilegum lögmálum en viðskipti með allar aðrar vörur. Starfshópurinn sem vann skýrsluna sem tillögur ráðherrans byggjast á var hins vegar ekki einu sinni beðinn að skoða afnám matartolla. Stefna ríkisstjórnarinnar í þessum málum er mótsagnakennd á ýmsa lund. Á sama tíma og fjármálaráðherrann boðaði afnám allra annarra tolla skrifaði landbúnaðarráðherrann upp á að tollar á mat, sem fluttur er inn á svokölluðum WTO-tollkvóta, skyldu hækka um rúmlega 7% á milli ára!Hreint engin fásinna Mjög mikilvægt og fordæmisgefandi skref varðandi breytingar á matartollum er þó stigið með áformum fjármálaráðherra. Með þeim er viðurkennt að ekkert er því til fyrirstöðu að lækka tolla einhliða. Því hefur gjarnan verið haldið fram að það sé ekki hægt; Ísland verði að semja við önnur ríki og fá eitthvað í staðinn fyrir að lækka tolla á innflutningi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra uppástóð til dæmis á Búnaðarþingi í marz síðastliðnum að það væri „hrein fásinna“ að tala um að afnema tolla einhliða án þess að fá neitt á móti. Með því væri samningsstöðu Íslands kastað á glæ. Nú hefur fjármálaráðherrann komizt að allt annarri niðurstöðu en forsætisráðherrann; það er í góðu lagi að afnema eða lækka tolla einhliða. Það hefur raunar verið gert áður hvað matvöru varðar, þegar tollar á innfluttu gróðurhúsagrænmeti voru felldir niður árið 2002. Afleiðing þeirrar tollalækkunar var veruleg verðlækkun og jafnframt aukin sala bæði innlends og erlends grænmetis. Innlend grænmetisframleiðsla hefur blómstrað síðan og unnið stórvirki í nýjungum og vöruþróun. Nú hefur verið höggvið myndarlega í tollmúrana. Þess getur ekki verið langt að bíða að verndarmúrarnir sem reistir hafa verið um innlenda matvælaframleiðslu molni líka niður.
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun