Hvað mun friðurinn kosta? Sema Erla Serdar skrifar 22. júlí 2015 07:00 Að minnsta kosti 32 létu lífið og fleiri en 100 særðust í sjálfsmorðsárás sem gerð var á menningarmiðstöð í tyrkneska bænum Suruc, við landamæri Sýrlands, á mánudag. Um 300 ungmenni, þeirra á meðal ungmenni á vegum samtaka ungra sósíalista, voru saman komin í menningarmiðstöðinni þegar árásin átti sér stað. Árásin hefur því miður fengið litla umfjöllun í fjölmiðlum hér á landi en árásin hefur víða vakið mikla reiði því augljóst er að árásin beindist sérstaklega gegn ungmennunum sem höfðu unnið sér það til saka að vera á leiðinni til bæjarins Kobane í Sýrlandi, með leikföng að vopni. Þau voru á leiðinni til bæjarins til þess að aðstoða við uppbyggingu bæjarins, sem hefur verið helsti vígvöllur hermanna Íslamska ríkisins og kúrdískra uppreisnarmanna undanfarna mánuði og þarfnast nú mikillar uppbyggingar ef möguleiki á að vera á að búa þar til framtíðar. Auk þess sem árásin beindist sérstaklega að ungu fólki beindist hún einnig gegn friði og uppbyggingu í Mið-Austurlöndum, gegn lýðræði og mannréttindum og gegn frelsi einstaklingsins. Árásin minnir óheyrilega á voðaverkin í Útey þar sem 68 ungmenni létu lífið í skotárás á sumardvalarstað ungliðahreyfingar norska Verkamannaflokksins, en í dag minnumst við þess að fjögur ár eru liðin frá fjöldamorðunum í Útey. Það er sorglegt að horfa aftur upp á ungt fólk vera myrt vegna hugsjóna sinna og vegna þess að þau vilja láta gott af sér leiða. Það er dapurlegt að sjá alþjóðasamfélagið standa ráðalaust frammi fyrir ógn sem drepur börn og gegn hugmyndafræði sem réttlætir slíkar árásir. Friður verður aldrei áunninn með átökum heldur með frekari jöfnuði, frelsi og réttlæti. Við munum aldrei hætta að berjast fyrir friðsælli heimi og látum hryðjuverkamenn ekki stoppa okkur eða hræða. En ljóst er að friðurinn mun kosta okkur mikið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Að minnsta kosti 32 létu lífið og fleiri en 100 særðust í sjálfsmorðsárás sem gerð var á menningarmiðstöð í tyrkneska bænum Suruc, við landamæri Sýrlands, á mánudag. Um 300 ungmenni, þeirra á meðal ungmenni á vegum samtaka ungra sósíalista, voru saman komin í menningarmiðstöðinni þegar árásin átti sér stað. Árásin hefur því miður fengið litla umfjöllun í fjölmiðlum hér á landi en árásin hefur víða vakið mikla reiði því augljóst er að árásin beindist sérstaklega gegn ungmennunum sem höfðu unnið sér það til saka að vera á leiðinni til bæjarins Kobane í Sýrlandi, með leikföng að vopni. Þau voru á leiðinni til bæjarins til þess að aðstoða við uppbyggingu bæjarins, sem hefur verið helsti vígvöllur hermanna Íslamska ríkisins og kúrdískra uppreisnarmanna undanfarna mánuði og þarfnast nú mikillar uppbyggingar ef möguleiki á að vera á að búa þar til framtíðar. Auk þess sem árásin beindist sérstaklega að ungu fólki beindist hún einnig gegn friði og uppbyggingu í Mið-Austurlöndum, gegn lýðræði og mannréttindum og gegn frelsi einstaklingsins. Árásin minnir óheyrilega á voðaverkin í Útey þar sem 68 ungmenni létu lífið í skotárás á sumardvalarstað ungliðahreyfingar norska Verkamannaflokksins, en í dag minnumst við þess að fjögur ár eru liðin frá fjöldamorðunum í Útey. Það er sorglegt að horfa aftur upp á ungt fólk vera myrt vegna hugsjóna sinna og vegna þess að þau vilja láta gott af sér leiða. Það er dapurlegt að sjá alþjóðasamfélagið standa ráðalaust frammi fyrir ógn sem drepur börn og gegn hugmyndafræði sem réttlætir slíkar árásir. Friður verður aldrei áunninn með átökum heldur með frekari jöfnuði, frelsi og réttlæti. Við munum aldrei hætta að berjast fyrir friðsælli heimi og látum hryðjuverkamenn ekki stoppa okkur eða hræða. En ljóst er að friðurinn mun kosta okkur mikið.
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar