Ferðin til Aserbaídsjan var áhugaverð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júlí 2015 06:00 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Vísir/Andri Marinó „Þeir eru ágætir. Þetta er hörkulið og við þurfum að eiga tvo mjög góða leiki til að komast áfram,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, á blaðamannafundi í Kaplakrika í gær, spurður um möguleika Fimleikafélagsins gegn Inter Baku frá Aserbaídsjan í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Ólíkt FH er Inter Baku á miðju undirbúningstímabili. Einu leikirnir sem liðið hefur leikið síðan deildin heima fyrir kláraðist eru tveir Evrópuleikir gegn Laci frá Albaníu en Aserarnir fóru áfram á útivallarmarki. Heimir segist vera búinn að fara yfir þá leiki. „Það var talsverður munur á Inter-liðinu milli leikja. Þeir voru mun betri í seinni leiknum og þetta er gott lið. En við erum á heimavelli og þurfum að ná góðum úrslitum,“ sagði Heimir en FH vann 2-0 samanlagðan sigur á finnska liðinu SJK í 1. umferðinni. „Ég sá líka báða leiki þeirra við Elfsborg í Evrópudeildinni í fyrra. Þeir voru miklu betri í fyrri leiknum og hefðu átt að vinna stærra en 1-0 en Elfsborg kláraði þetta í vítaspyrnukeppni í seinni leiknum,“ sagði Heimir en FH mætti svo einmitt Elfsborg í næstu umferð og féll úr leik, samanlagt 5-3. Miklar breytingar hafa orðið á liði Inter Baku frá síðasta tímabili þegar það endaði í 2. sæti asersku deildarinnar. Að sögn þjálfara Inter Baku, Zaur Svanadze, eru aðeins fjórir leikmenn eftir í liðinu frá því í fyrra. „Þetta verður mjög erfiður leikur en við erum nánast með nýtt lið,“ sagði Svanadze á blaðamannafundinum í gær. Kollegi hans hjá FH var leikmaður Fimleikafélagsins þegar það mætti öðru asersku liði, Neftchi Baku, í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu fyrir áratug. Heimir á ekki góðar minningar frá þeim leikjum. „Ferðin til Aserbaídsjan var áhugaverð. Þeir spiluðu okkur svo sundur og saman í heimaleiknum,“ sagði Heimir en Tomislav Misura, núverandi leikmaður Grindavíkur, skoraði í báðum leikjunum fyrir Neftchi sem vann einvígið, 4-1 samanlagt. Það er skammt stórra högga á milli hjá FH-ingum en á sunnudaginn taka þeir á móti KR í Krikanum í uppgjöri tveggja efstu liða Pepsi-deildarinnar. Síðan tekur við langt ferðalag til Aserbaísjan en seinni leikur FH og Inter Baku fer fram næsta fimmtudag. FH á svo leik í Keflavík sunnudaginn 26. júlí en líklega verður sá leikur færður yfir á mánudaginn. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Fleiri fréttir Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Sjá meira
„Þeir eru ágætir. Þetta er hörkulið og við þurfum að eiga tvo mjög góða leiki til að komast áfram,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, á blaðamannafundi í Kaplakrika í gær, spurður um möguleika Fimleikafélagsins gegn Inter Baku frá Aserbaídsjan í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Ólíkt FH er Inter Baku á miðju undirbúningstímabili. Einu leikirnir sem liðið hefur leikið síðan deildin heima fyrir kláraðist eru tveir Evrópuleikir gegn Laci frá Albaníu en Aserarnir fóru áfram á útivallarmarki. Heimir segist vera búinn að fara yfir þá leiki. „Það var talsverður munur á Inter-liðinu milli leikja. Þeir voru mun betri í seinni leiknum og þetta er gott lið. En við erum á heimavelli og þurfum að ná góðum úrslitum,“ sagði Heimir en FH vann 2-0 samanlagðan sigur á finnska liðinu SJK í 1. umferðinni. „Ég sá líka báða leiki þeirra við Elfsborg í Evrópudeildinni í fyrra. Þeir voru miklu betri í fyrri leiknum og hefðu átt að vinna stærra en 1-0 en Elfsborg kláraði þetta í vítaspyrnukeppni í seinni leiknum,“ sagði Heimir en FH mætti svo einmitt Elfsborg í næstu umferð og féll úr leik, samanlagt 5-3. Miklar breytingar hafa orðið á liði Inter Baku frá síðasta tímabili þegar það endaði í 2. sæti asersku deildarinnar. Að sögn þjálfara Inter Baku, Zaur Svanadze, eru aðeins fjórir leikmenn eftir í liðinu frá því í fyrra. „Þetta verður mjög erfiður leikur en við erum nánast með nýtt lið,“ sagði Svanadze á blaðamannafundinum í gær. Kollegi hans hjá FH var leikmaður Fimleikafélagsins þegar það mætti öðru asersku liði, Neftchi Baku, í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu fyrir áratug. Heimir á ekki góðar minningar frá þeim leikjum. „Ferðin til Aserbaídsjan var áhugaverð. Þeir spiluðu okkur svo sundur og saman í heimaleiknum,“ sagði Heimir en Tomislav Misura, núverandi leikmaður Grindavíkur, skoraði í báðum leikjunum fyrir Neftchi sem vann einvígið, 4-1 samanlagt. Það er skammt stórra högga á milli hjá FH-ingum en á sunnudaginn taka þeir á móti KR í Krikanum í uppgjöri tveggja efstu liða Pepsi-deildarinnar. Síðan tekur við langt ferðalag til Aserbaísjan en seinni leikur FH og Inter Baku fer fram næsta fimmtudag. FH á svo leik í Keflavík sunnudaginn 26. júlí en líklega verður sá leikur færður yfir á mánudaginn.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Fleiri fréttir Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Sjá meira